Fréttablaðið - 05.12.2018, Side 2

Fréttablaðið - 05.12.2018, Side 2
Veður Heldur vaxandi austanátt, 5-13 síð- degis og 13-18 syðst. Él á SA-landi og snjókoma á Austfjörðum síðdegis, annars þurrt að kalla. Talsvert frost norðan heiða, en dregur úr frosti S-lands. sjá síðu 14 Matreitt gegn matarsóun Matreiðslumeistarinn Gísli Matt Auðunsson með þorskvöðva sem hann ætlar að matreiða í dag. Þá mun Gísli ásamt Umhverfisstofnun, Lofti hosteli og Vakandi efna til matarveislu sem ætlað er að vekja athygli á matarsóun. Drykkir og veitingar úr lítt nýttum matvælum verða í boði. „Sá póll sem við ætlum að taka í hæðina er að búa til dýrindis mat úr vannýttu hráefni sem er lítið eða jafnvel ekkert notað,“ segir Gísli Matt. Fréttablaðið/anton brink Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Yljaðu ástvinum með Heliosa hitara í vetur 30% afláttur í desember Flísabúðin 30 ÁRA 2018 Margar gerðir til á lager 1300 til 3000 w. Hvítir og svartir. Allir hitararnir eru farstýrðir. Koma með 5m langri snúru og kló. Framkvæmdir Minning hafnar­ garðanna, sem grafnir voru upp og fjarlægðir stein fyrir stein við Hafnar­ torg fyrir nokkrum árum, verður heiðruð í byggingunum sem þar hafa nú risið. Samkomulag náðist milli framkvæmdaaðila og Minjastofn­ unar um að gera minjunum þar hátt undir höfði. Í því felst meðal annars að grjóti úr eldri garðinum hefur verið breytt í veggflísar sem nú er verið að klæða anddyri einnar byggingarinnar við Hafnartorg með. Yngri garðurinn, sem friðlýstur var að undirlagi Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, verður sýnilegur í bílakjallara hússins. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks sem reisir húsin við Hafnartorg, segir þetta nokkuð snjalla lausn. „Þetta er hluti af hönnun hússins og lausninni varðandi garðinn sem unnin var í samvinnu við Minja­ stofnun,“ segir Þorvaldur. Mikið fár varð í kringum upp­ gröftinn í gömlu höfninni. Tafir urðu á framkvæmdum, Sigmundur Davíð þurfti að segja sig frá ákvörðun um friðlýsingu og svo fór að Sigrún Magnúsdóttir tók ákvörðunina um friðlýsingu. Grjótið úr hafnargarð­ inum var svo fjarlægt stein fyrir stein, merkt og mælt í bak og fyrir en kostn­ aður við það nam hálfum milljarði. Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, bendir á að um tvo hafnargarða hafi verið að ræða. Annars vegar var það stóri hafnar­ garðurinn sem lá þvert yfir lóðina sem mesta fjargviðrið varð út af og var friðlýstur sérstaklega. Og síðan eldri hafnargarður, sem var innar, einnig kallaður bólverk sem heim­ ildir eru til um frá 1881. Sá er aldurs­ friðaður. Bólverkið var vel varðveitt undir landfyllingu, grjóthleðslan er öll úr tilhöggnu grjóti, ólíkt yngri hafnargarðinum. Grjót úr eldri hafnargarðinum hefur nú verið sagað í flísar og notað sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2 á Hafnartorgi, þar sem skrifstofur Fréttablaðsins eru til húsa og glöggur blaðamaður bar kennsl á grjótið. „Samkomulagið var að sá garður yrði ekki settur aftur upp á sinn stað heldur nýttur í svona vegg. Þannig að minningin um hann yrði varð­ veitt í húsinu,“ segir Agnes. Samþykkt var að hinn garðurinn sem friðlýstur var yrði tekinn niður, í stað þess að byggja hann upp og gera bílakjallarann ónothæfan. „Það verða steinar úr honum sett­ ir í gólfið og einhver hluti af honum hlaðinn upp þar sem því verður komið við.“ mikael@frettabladid.is Gamli hafnargarðurinn orðinn veggklæðning Grjóti sem fjarlægt var með ærnum tilkostnaði úr gömlu höfninni í Reykjavík verður gert hátt undir höfði í nýbyggingu við Hafnartorg. Eldri hafnargarðurinn skorinn í veggflísar. Friðlýsti hafnargarðurinn verður til sýnis í bílakjallaranum. Friðlýsti hafnargarðurinn mun njóta sín í bílakjallara. Fréttablaðið/GVa Grjót úr eldri hafnargarðinum öðlast nýtt líf sem veggklæðning í anddyri kalk- ofnsvegar 2, einnar nýbyggingarinnar við Hafnartorg. Fréttablaðið/Ernir Tækni Viðbrögð Marriott­hótel­ samsteypunnar við stuldi á upp­ lýsingum um 500 milljón hótel­ gesti eru ekki bara ófullnægjandi heldur hættuleg. Þetta kom fram í frétt Techcrunch í gær. Hundruð milljóna eru talin kunna hafa lent í því að bankaupplýsingum, jafnvel kortanúmerum, hafi verið stolið. Marriott sendi gestum, sem urðu fyrir stuldinum tölvupóst. Hann kom hins vegar frá einkennilegu léni, email­marriott.com, sem er í vörslu samsteypunnar en skilar ekki niðurstöðu sé það slegið inn í vafra. Aðstandendur netöryggisfyrir­ tækisins Rendition Infosec keyptu lénið email­marriot.com til þess að benda á að óprúttnir aðilar gætu nýtt sér mistök hótelsamsteyp­ unnar. Sé þetta lén slegið inn í vafra stendur : „Þetta gæti verið netveiða­ síða (e. phishing site).“ – þea Röng viðbrögð við gagnastuldi Marriott í kína. nordicpHotos/aFp dómsmál Nýr dómari hefur verið skipaður yfir höfundarréttarmál Jóhanns Helgasonar í Los Angeles í stað Dolly M. Gee sem sagði sig frá málinu í fyrrakvöld. Nýi dómarinn er André Birotte Jr. Áður var Birotte saksóknari í Los Angeles og rannsakaði meðal ann­ ars mál hjólreiðamannsins Lance Armstrong en lét málið niður falla. Armstrong játaði síðar að hafa neytt ólöglegra lyfja í keppni. – gar Nýr dómari í máli Jóhanns sTjórnmál Ísland hefur verið kosið til þess að gegna varaformennsku í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fastafulltrúi Íslands, Har­ ald Aspelund, mun því stýra starfi ráðsins á næsta ári með forseta þess. Þetta kom fram í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utan­ ríkisráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí, þegar ljóst var að Ísland fengi sæti í ráðinu, að Íslend­ ingar myndu tala fyrir umbótum á starfsemi ráðsins og leggja áherslu á jafnréttismál og málefni hinsegin fólks. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðs­ ins nú segir Guðlaugur: „Ísland og fjölmörg önnur ríki hafa kallað eftir endurbótum á mannréttindaráðinu. Með aukinni ábyrgð gefst okkur enn frekara tækifæri til að hafa áhrif á framgang mála og leggja okkar af mörkum til að auka skilvirkni ráðs­ ins.“ – þea Tækifæri í aukinni ábyrgð 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m i ð v i k u d a G u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 2 -C 3 8 4 2 1 A 2 -C 2 4 8 2 1 A 2 -C 1 0 C 2 1 A 2 -B F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.