Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2018, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 05.12.2018, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Ísak Harðarson hefur gefið út sína elleftu ljóðabók eftir langt hlé – hún er persónuleg og full af tæru myndmáli „... hið smáa speglar hið stóra og guðdóminn er víða að finna.“ E I N A R F A L U R I N G Ó L F S S O N M O R G U N B L A Ð I Ð Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA ALÞINGI Klaustursupptökurnar setja svip á störf Alþingis. Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja stemn- inguna jafnvel þrúgandi. „Þau vantreysta okkur alveg jafn mikið og þau skynja það að við van- treystum þeim. Þannig að þetta er alveg tvöfalt vandræðalegt,“ segir einn þingmaður „Við erum að reyna vinna úr þessu og það er ekkert skrýtið að það muni taka einhverja daga,“ segir annar þingmaður. Enn sé mjög þungt í fólki. Í umræðum á þingi í gær sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, að þetta segði allt um þá sem voru á Klaustri en ekkert um þá sem fjallað var um þar. Helga Vala Helgadóttir úr Sam- fylkingu spurði hvort umræddir þingmenn gætu sinnt starfi sínu. Ekkert þeirra sem tóku þátt í að sví- virða Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gæti til að mynda beint fyrirspurn til hennar. – sar Þungt á Alþingi FANGeLsIsmáL „Mér finnst alvar- legt að það taki mörg ár að bregð- ast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður vel- ferðarnefndar Alþingis, um sam- skipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerð- ir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið við- bragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðu- neyti bæði dóms- og heilbrigðis- mála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðast- liðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjón- ustu á Litla-Hrauni sem og í fang- elsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fang- elsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dóms- málaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúð- legri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samn- ingagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geð- heilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólms- heiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geð- hjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í fram- haldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fang- elsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fang- elsismálastofnunar um heilbrigðis- þjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú við- bragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins. – aá Umboðsmaður kominn með nóg af starfshópum og nefndum Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis 21,4% 20,8% 14,4% 12,7% 9,1% 8,5% 5,7% 4,3% 3,1% Fylgi flokka nú stjórNmáL Samfylking og Sjálf- stæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði sam- kvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þing- manna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömu- leiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum.  Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist  1,5 pró- sentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingar- innar myndi flokkurinn fá jöfnunar- þingmenn en nær hvergi kjördæma- kjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með Tveir flokkar tróna á toppnum Aðferðafræði Könnunin var send á 2.300 einstaklinga úr könnunarhópi Zenter. Spurt var annars vegar „hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag?“ og hins vegar „hvaða flokk væri líklegast að þú myndir kjósa?“ Svarhlutfall var 55 prósent en um þriðjungur tók ekki afstöðu til spurningarinnar. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.  Frá þingi eftir að fjallað var um upptökur af Klaustri. Fréttablaðið/anton brinK 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum. Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk  10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking fimmtán menn hvor flokkur. Úrslit kosninga 2017 12,1% 25,2% 16,9% 10,9% 10,7% 6,9% 6,7% 1,4% Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabla- did.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klausturs- málið komst í hámæli. Einnig gerð eftir að tveir þingmanna Miðflokks- ins fóru í leyfi og tveir voru reknir úr Flokki fólksins, sem stendur svo gott sem í stað í fylgi. 9,2% Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um  hvort sex- menningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svör- uðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi.  Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokk- inn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi.  johannoli@frettabladid.is, thorgnyr@frettabladid.is af þingi í gær. Fréttablaðið/Ernir 90,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðu að sexmenn- ingarnir á Klaustri ættu að segja af sér. 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r4 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A Ð I Ð 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 2 -D 7 4 4 2 1 A 2 -D 6 0 8 2 1 A 2 -D 4 C C 2 1 A 2 -D 3 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.