Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2018, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.12.2018, Qupperneq 12
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Oddný Jansen Sandavaði 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum 19. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jan Jansen Kristín Ólöf Jansen Kristján Jónsson Aksel Jansen Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Brynju Tryggvadóttur píanókennara, Teigagerði 9. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir hlýja og góða umönnun. Egill Sveinsson Sveinn Yngvi Egilsson Ragnheiður I. Bjarnadóttir Tryggvi Þórir Egilsson Ásta S. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haukur Björn Björnsson áður Safamýri 75, Reykjavík, andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi, sunnudaginn 2. desember. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju, föstudaginn 7. desember kl. 13. Edda Björk Hauksdóttir Ómar Bjarki Hauksson Erla Jóna Guðjónsdóttir afa- og langafabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi, Grétar Ingvarsson Lönguhlíð 1f, Akureyri, lést 30. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Súlur, björgunarsveitina á Akureyri, eða Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit. Freyja Jóhannesdóttir Hildur Arna Grétarsdóttir Guðbjörg Huld Grétarsdóttir Vésteinn Finnsson Ingvar Birnir Grétarsson Þórunn Þórðardóttir afa- og langafabörn. Auður Ottesen er á yfir­reið um höfuðstaðinn með nýjasta tölublað af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn í farteskinu. Það er aðventublað, fullt af flottu efni, enda er það við hæfi í lok stórafmælisárs. Auður býr á Selfossi, ásamt manni sínum, Páli Jökli Péturssyni, og kveðst hlakka til að dreifa blaðinu í búðir í upp­ sveitum Árnessýslu. „Það er svo notalegt, alger lúxus,“ segir hún en stillir sig alveg um að segja nokkuð neikvætt um bíla­ kraðakið í borginni. Þótt blaðið hennar Auðar heiti Sumar­ húsið og garðurinn þá kemur það sem sagt út á öllum árstímum, fjórum sinnum á ári. „Efnið er ekki bara um sumarhús og garða, það höfðar líka til almennra húsbyggjenda, umhverfis­ sinna, þeirra sem elska að fara úr þétt­ býlinu út á land og bara njóta náttúr­ unnar hvar sem er í heiminum. Auk þess er handavinna og föndur. Þetta er lífs­ stílsblað,“ útskýrir Auður og getur þess einnig að þrettán bækur hafi komið út á vegum blaðsins. Sumarhúsið og garðurinn er bæði selt í lausasölu og áskrift. „Ég er með á þriðja þúsund áskrifendur núna, það varð smá kreppudans eftir hrunið, en tryggðin er til staðar hjá fólki og því þykir vænt um blaðið. Ef okkur verður á, sem er orðið sjaldgæfara en áður því ég er með svo góðan prófarkalesara, þá er bara hringt í mig og ég beðin að fara rétt með máls­ hættina okkar og íslenskuna yfirleitt. Pólitísk mál hafa líka farið fyrir brjóstið á fólki, til dæmis þegar skrifað var vina­ lega um refi og um hvali sem sýningar­ dýr. Þá fengum við uppsagnir frá fólki sem vildi ekki sjá svona í blaðinu sínu. Við eigum þetta blað sko ekki ein.“ Auður rekur upphaf útgáfunnar til Þórarins Leifssonar rithöfundar sem byrjaði 1993 að gefa út dreifiblað í dag­ blaðsformi undir þessu heiti. Það kom út í tvö sumur með greinum og aug­ lýsingum. Þá keypti Páll blaðið og fékk annan mann til liðs við sig. „Svo kynntist Palli þessari garðyrkjustelpu úr Hvera­ gerði og ég kom inn í útgáfuna með honum 1997, þá breyttum við forminu og skelltum því svo í áskrift árið 2000,“ lýsir hún og heldur áfram. „En nú er Palli dálítið hlaupinn frá verkinu, var svo útsjónarsamur að koma blaðinu yfir á mig og stofna sjálfur ferðaþjónustufyrir­ tæki. Umbrotið er farið annað en ég píni hann aðeins í að taka myndir.“ Á Selfossi keyptu Auður og Páll stórt hús með stórum garði fyrir sjö árum. Auður rifjar upp að þótt húsið þyrfti mikilla lagfæringa við, enda búið að glíma við jarðskjálfta, þá hafi áherslan strax verið á garðinn. „Það fyrsta sem fór niður var kirsuberjatré. Garðurinn var standsettur á undan baðherberginu.“ Fóruð þið bara bak við tréð og gerðuð þarfir ykkar, spyr ég og úr verður mikill hlátur. „Já, svona erum við vistvæn,“ svarar Auður. Húsið var svolítið opið sár til að byrja með en við byrjuðum strax að halda sumarhátíðir þar og í garðinum fyrir áskrifendur og aðra vini okkar og þar hafa verið að mæta 500 til 1.000 manns. Svo er ég með opið hús einu sinni á vorin og nota garðinn fyrir sýningar og námskeið á ýmsum árs­ tímum.“ Auður er iðandi af áhuga og upp­ full af hugmyndum fyrir blaðið. Nú er hún nýkomin frá Kína með þúsundir mynda. „Það er mikilvægt að vera alltaf með eitthvað sem fólk hefur ekki kynnst áður og reyna sífellt að toppa sig.“ Hún kveðst aldeilis ekki vera ein með blað­ ið. „Við höfum alltaf haft penna nema aðeins kringum kreppuna, þá rifuðum við seglin. Snæfríður Ingadóttur hefur skrifað heilmikið. Mér finnst ég vera með landsliðið í kringum mig, til dæmis í umbroti. Ég er með þjóðfræðing, sér­ fræðing í ylrækt, landslagsarkitekt, flott fagfólk og góða penna úr ýmsum áttum. Efnið er svo víðfeðmt. Ef ég er með of mikið um sumarhús, fæ ég að heyra það – og öfugt. Ég má ekkert hvað sem er!“ gun@frettabladid.is Garðurinn standsettur á undan baðherberginu Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn hefur glatt þjóðina í 25 ár. Hjónin Auður Ottesen garðyrkjufræðingur og Páll Jökull Pétursson ljósmyndari hafa lengst af helgað því krafta sína. Nú sér Auður að mestu um útgáfuna en hún þvælir Páli þó í myndatökur. Ef okkur verður á, sem er orðið sjaldgæfara en áður því ég er með svo góðan prófarkalesara, þá er bara hringt í mig og ég beðin að fara rétt með málshættina okkar og íslenskuna yfirleitt. 1929 Mjólkurbú Flóamanna stofnað. 1932 Lyfjafræðingafélag Íslands stofnað. 1932 Þýskættaði eðlisfræðingurinn Albert Einstein fær bandaríska vegabréfsáritun. 1945 Sveit fimm sprengjuflugvéla á vegum bandaríska flotans týnist í Bermúda-þríhyrningnum. 1957 Sukarno Indónesíuforseti vísar öllum hollenskum ríkisborg- urum, 326.000 að tölu, úr landi. 1968 Jarðskjálfti af stærðinni 6 stig finnst í Reykjavík og var hann sá snarpasti frá 1929. 1973 Vegna olíukreppunnar ákveður stjórnin í Noregi að banna alla bílaumferð um helgar. 1978 Aðildarlönd Evrópubandalagsins, nema Bretland, samþykkja evrópska myntkerfið. Merkisatburðir Auður Ottesen hefur, ásamt Páli Jökli Péturssyni, séð um tímaritið Sumarhúsið og garðinn í aldarfjórðung. FréttAblAðið/Ernir 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r12 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 2 -B E 9 4 2 1 A 2 -B D 5 8 2 1 A 2 -B C 1 C 2 1 A 2 -B A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.