Fréttablaðið - 05.12.2018, Page 14
í Fríkirkjunni í Reykjavík
Helg eru jól
Jólatónleikar til styrktar Kvenlækningadeild 21A,
fimmtudaginn 6. desember kl. 12
Flytjendur:
Valgerður Guðnadóttir, sópran
Nathalía Druzin Halldórsdóttir, mezzosópran
Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari og stjórnandi
Kvennakórinn Concordia ásamt hljómsveit
Miðasala á tix.is og við innganginn | Miðaverð 2500.-
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5000
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Eyrir keypti níu prósent í sjálfu sér
Festi hefur sagt upp 36 starfsmönn-
um í 30 stöðugildum í tengslum
við samruna N1 og Krónunnar og
fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu
í höfuðstöðvum félagsins í stoð-
deildum. Um er að ræða hluta af
hagræðingaraðgerðum sem fylgja
samrunanum. Þetta segir Eggert
Þór Kristófersson, forstjóri fyrir-
tækisins, í samtali við Markaðinn.
Í október tók Festi upp nýtt
skipulag í kjölfar samruna fyrr-
nefndra félaga. Á meðal starfa sem
var ofaukið við samrunann var
eitt stöðugildi forstjóra og annað
stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess
var fækkað um tíu stöðugildi á fjár-
málasviði. Enn fremur var hagrætt í
mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við
höfum ekki fækkað fólki í versl-
unum eða á bensínstöðvum heldur
í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór.
Hann segir að uppsagnirnar teng-
ist ekki aðstæðum í efnahagslífinu.
Staða efnahagsmála sé nokkuð góð
ef kjarasamningar sem nást verði
skynsamlegir. Þó að hagvöxtur
síðustu ára muni ekki halda áfram
geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.
Eggert vekur hins vegar athygli á
að laun hafi hækkað hratt á undan-
gengnum árum, við þær aðstæður
þurfi að grípa til hagræðingarað-
gerða eins og uppsagna sem séu
sársaukafullar fyrir alla sem komi
að málum. Festi hafi til að mynda
tekið róbóta í sína þjónustu á fjár-
málasviðinu sem sinni ýmsum
afstemmingum og lesi reikninga.
Hann vekur athygli á að Weber-
grill kosti það sama í Elko, sem er
í eigu Festar, og á Weber.com um
þessar mundir. En erlendi keppi-
nauturinn glími ekki við jafn miklar
launahækkanir og íslenska versl-
unin. Það sé erfitt að hækka verðlag
í takt við launahækkanir enda hafi
matarkarfan, kaup á raftækjum og
eldsneyti farið minnkandi sem hlut-
fall af launum.
N1 keypti hlutafé Festar á ríf-
lega 23,7 milljarðar króna en nettó
vaxtaberandi skuldir Festar voru
um 14,3 milljarðar við lok síðasta
rekstrarárs. Í tilkynningu til Kaup-
hallarinnar hefur verið upplýst að
gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af
kaupum, sem Samkeppniseftirlitið
samþykkti gegn skilyrðum, verði á
bilinu 500 til 600 milljónir og muni
koma fram á næstu tólf til 18 mán-
uðum.
Á meðal einkafjárfesta í Festi er
Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sig-
urðssyni, með tvö prósent hlut og
Brekka Retail, sem leitt er af Þórði
Má Jóhannssyni, með 1,6 pró-
senta hlut. Fyrir sameiningu
átti Helgafell í olíufélaginu
en Brekka Retail í mat-
vörukeðjunni. Síðast-
liðinn mánuð hefur
gengi félagsins lækkað um
sjö prósent en litið aftur
um tvö ár hefur ávöxt-
unin verið 20 prósent
með arðgreiðslu í mars
2017.Úrvalsvísitalan hefur
á sama tíma lækkað um tíu
prósent. – hvj
Festi segir upp 36 manns
í tengslum við samruna
Bláa lónið verðlagt
á 50 milljarða króna
Samkomulag um kaup á 20 prósenta óbeinum hlut sjóðs í meirihlutaeigu lífeyr-
issjóða í Bláa lóninu verðmetur fyrirtækið á um 50 milljarða. Meirihluti hluthafa
sagður ætla að nýta sér kauprétt og vera áfram óbeinir eigendur að Bláa lóninu.
Tekjur Bláa lónsins námu 102 milljónum evra í fyrra og jukust um 25 milljónir evra frá fyrra ári.
Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, stærsti einstaki hluthafi Mar-els, keypti í síðustu viku tæp-
lega níu prósenta hlut af Lands-
bankanum í sjálfu sér. Kaupverðið
nam um 3,8 milljörðum króna.
Bankinn bauð sem kunnugt er
12,1 prósents hlut sinn í Eyri Invest
til sölu í byrjun síðasta mánaðar.
Frestur til að skila inn tilboðum
rann út fyrir viku og tók Lands-
bankinn fjórum tilboðum af fimm
sem bárust í 9,2 prósenta hlut. Þar
af samþykkti bankinn tilboð fjár-
festingafélagsins í tæpan 9,0 pró-
senta hlut í sjálfu sér.
Söluandvirði allra hlutabréf-
anna sem Landsbankinn seldi nam
um 3,9 milljörðum króna en eftir
söluna fer bankinn með um 12,8
prósenta hlut í Eyri Invest.
Eins og Markaðurinn hefur
greint frá hóf Fjármálaeftirlitið að
leggja dagsektir á Landsbankann
um miðjan septembermánuð til
þess að knýja á um að bankinn
seldi hlut sinn í fjárfestingafélag-
inu. Eftirlitið hefur á undanförn-
um árum veitt bankanum fresti til
þess að minnka hlut sinn.
Eyrir Invest fer með 27,9 pró-
senta hlut í Marel, langsamlega
stærsta félaginu í Kauphöllinni.
Til viðbótar á fjárfestingafélagið
43,4 prósenta hlut í Eyri Sprotum,
sem fjárfestir í nýsköpunarfyrir-
tækjum, og þriðjungshlut í Efni
Media, sem selur vörur og þjón-
ustu í gegnum netið og samfélags-
miðla. – kij
3,8
milljarðar var kaupverð
Eyris invest á 9,0 prósenta
hlut í sjálfu sér.
Þórður
Magnússon,
stjórnarformaður
Eyris Invest.
Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, er verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í því samkomu-lagi sem eignarhalds-
félagið Kólfur, sem er í meirihluta-
eigu Gríms Sæmundsen, forstjóra
Bláa lónsins, gerði nýlega við fram-
takssjóðinn Horn II um kaup á 49,45
prósenta hlut sjóðsins í Hvatningu,
samkvæmt heimildum Markaðarins.
Hvatning heldur á 39,1 prósents hlut
í Bláa lóninu og er því óbeinn eignar-
hlutur sjóðsins rúmlega 19,3 prósent.
Hermann Þórisson, framkvæmda-
stjóri Horns II, sem er í rekstri Lands-
bréfa, sagðist í samtali við Markaðinn
ekkert geta tjáð sig um kaupverðið og
vísaði til trúnaðar.
Með kauptilboðinu í hlut Horns II
í Bláa lóninu verðmetur Kólfur ferða-
þjónustufyrirtækið talsvert hærra en
þegar sjóður í stýringu bandaríska
fjárfestingafélagsins Blackstone
hugðist kaupa 30 prósenta hlut í Bláa
lóninu af HS Orku sumarið 2017. Til-
boð Blackstone hljóðaði þá upp á 95
milljónir evra, jafnvirði 13,3 milljarða
króna á núverandi gengi, sem jafn-
gildir því að markaðsvirði Bláa lóns-
ins sé rúmlega 44 milljarðar króna.
Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir
að stjórn Jarðvarma, samlagshluta-
félags í eigu íslenskra lífeyrissjóða
sem fer með þriðjungshlut í HS Orku,
ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á
grundvelli hluthafasamkomulags um
minnihlutavernd, og hafna tilboði
Blackstone.
Tilkynnt var um samkomu-
lagið milli Kólfs og Horns II þann 20.
19,3%
er óbeinn eignarhlutur fram-
takssjóðsins Horns ii í Bláa
lóninu.
Grímur Sæmund-
sen, forstjóri Bláa
lónsins.
nóvem ber síðastliðinn en samkvæmt
því er hluthöfum framtakssjóðsins
veittur kaupréttur á sama viðskipta-
gengi til loka janúar næstkomandi á
þeim hlutum sem undir voru í við-
skiptunum. Tilurð viðskiptanna
má rekja til þess að líftími Horns II,
sem var komið á fót vorið 2013, mun
renna sitt skeið á næsta ári.
Samkvæmt heimildum Markaðar-
ins mun Grímur á næstunni halda
fjárfestakynningar á Bláa lóninu fyrir
hluthafa Horns II. Stærstu hluthafar
sjóðsins eru Lífeyrissjóður versl-
unarmanna og Gildi lífeyrissjóður,
hvor um sig með 18,17 prósenta
eignarhlut. Aðrir stórir hluthafar eru
meðal annars Landsbankinn með
7,66 prósenta hlut, Söfnunarsjóður
lífeyrisréttinda með 5,85 prósent og
þá nemur eignarhlutur trygginga-
félagsins VÍS 5,38 prósentum.
Líklegt er talið, að sögn þeirra sem
þekkja vel til stöðu mála, að mikill
meirihluti hluthafa Horns II hafi í
hyggju að nýta sér kaupréttinn og
vera þannig áfram óbeinir hluthafar
í Bláa lóninu. Það eigi hins vegar
ekki við um Landsbankann sem
er þriðji stærsti hluthafi Horns II. Í
ársreikningi sjóðsins fyrir 2017 var
hlutur Horns II í Hvatningu metinn
á ríflega 8 milljarða króna en miðað
við núverandi kauptilboð Kólfs þá er
virði hlutarins í kringum 9,5 milljarða
króna.
Vöxtur Bláa lónsins á undanförn-
um árum hefur verið ævintýralegur.
Tekjur fyrirtækisins námu þannig
rúmlega 102 milljónum evra, jafn-
virði 14 milljarða króna, á síðasta ári
og jukust um 25 milljónir evra á milli
ára. Þá var hagnaður Bláa lónsins um
31 milljón evra á árinu 2017 og hækk-
aði um þriðjung frá fyrra ári. EBITDA
fyrirtækisins jókst um liðlega 39 pró-
sent í fyrra og nam rúmlega 39 millj-
ónum evra.
Fyrir utan Hvatningu og HS Orku
eru helstu hluthafar Bláa lónsins
eignarhaldsfélagið Keila með 9,2 pró-
senta hlut en það er í meirihlutaeigu
Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu
eru meðal annars Úlfar Steindórsson,
forstjóri Toyota á Íslandi og varamað-
ur í stjórn Bláa lónsins. Þá eiga Helgi
Magnússon, stjórnarformaður Bláa
lónsins, og Sigurður Arngrímsson,
fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður
Morgan Stanley í London, einnig
hvor um sig um 6,2 prósenta hlut í
fyrirtækinu.
hordur@frettabladid.is
500
til 600 milljónir króna munu
sparast að mati stjórnenda
Festar vegna samlegðaráhrifa
af samrunanum
Við höfum ekki
fækkað fólki í
verslunum eða á bensín-
stöðvum heldur í
stoðeiningum.
Eggert Þór Kristófersson,
forstjóri Festar
5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K u d a g u r2 markaðurinn
0
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
A
2
-C
D
6
4
2
1
A
2
-C
C
2
8
2
1
A
2
-C
A
E
C
2
1
A
2
-C
9
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K