Fréttablaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 18
Origo er efst í vitund hjá almenningi þegar spurt er um upplýsingatækni, samkvæmt mæl-ingu hjá Gallup. „Við
höfðum um nokkurra ára skeið mælt
Nýherja með sams konar hætti en
ekki náð sama árangri. Það sýndi sig
því fljótt að sú ákvörðun að breyta um
nafn og skerpa fókusinn heppnaðist,“
segir Gísli Þorsteinsson, markaðs-
stjóri fyrirtækisins. Origo varð til við
sameiningu Nýherja, TM Software og
Applicon í upphafi ársins.
Hann segir að ný nálgun hafi verið
farin í ýmsum markaðs- og söluað-
gerðum í kjölfarið að hulunni var
svipt af nafninu. „Við lögðum til að
mynda áherslu á tenginguna við
upplýsingatækni og jukum veru-
lega ásýnd okkar í ímyndarsterkum
miðlum eins og í sjónvarpi í kringum
kynningu á nýja nafninu. Um leið
unnum við nýja birtingastefnu fyrir
félagið og lausnir þess í samvinnu við
Ennemm auglýsingastofu.“
Fólk horfir enn á sjónvarp
„Ég hafði svona hæfilega miklar vænt-
ingar til þess að keyra auglýsingaefni
í eins miklum mæli í sjónvarpi; stóð
í þeirri meiningu að enginn horfði
lengur á sjónvarp og allir væru bara á
samfélagsmiðlum og á netinu og var
ekkert sérstaklega sannfærður í upp-
hafi. En ég sá fljótlega að þessi nálgun
skilaði árangri og í raun betri tölum,
þegar við skoðuðum mælingar, en ég
þorði að vona.“
Gísli segir að nýju vörumerki fylgi
oft nýjar og ferskar áherslur. „Við
finnum fyrir miklum áhuga á fyrir-
tækinu en gleymum ekki rótunum og
öllu því góða sem félögin þrjú bjuggu
yfir. Við reyndum að taka það með
okkur um leið og við vildum skapa
nýjan nýjan tón og persónuleika fyrir
nýtt félag,“ segir Gísli. Hann segir að
þrátt fyrir að félögin þrjú, sem voru
sameinuð, væru á margan hátt ólík
hefðu þau unnið lengi saman. Meðal
annars voru þau öll með sömu gildin;
samsterk, fagdjörf og þjónustufram-
sýn.
„Vinnan við sameiginleg gildi var
í raun fyrsta skrefið sem tekið var
í nánari tengslum félaganna. Þau
leggja meðal annars áherslu á að
starfsfólk brjóti múrana og vinni
þvert á einingar og nýti sérþekkingu
á ólíkum sviðum til að skapa lausnir
fyrir viðskiptavini. Um leið og aukin
áhersla var lögð á nýsköpun leggja
gildin aukinheldur áherslu á traust,
fagmennsku, mikilvægi þjónustu og
reyna að fara fram úr væntingum við-
skiptavina. Gildin voru ákveðið sam-
einingartákn fyrir okkur öll og það
auðveldaði alla vinnu við mörkun-
ina,“ segir hann.
Fyrirtækin þrjú sem voru sam-
einuð voru með nokkuð ólíka fyrir-
tækjamenningu þótt þau væru öll
skilgreind á sviði upplýsingatækni.
„TM Software sérhæfði sig í staf-
rænum lausnum og eigin hugbún-
aðargerð, Applicon lagði áherslu á
viðskiptalausnir ýmiss konar og svo
Nýherji sem var í raun á mörgum
vígstöðvum þó að upplýsingatækni-
hlutinn væri sífellt stærri þáttur á
þeim bænum. Nýherji var um leið
langþekktasta vörumerkið og vitund
um það var hátt í 100 prósent meðal
fólks. Það hafði um leið mikla teng-
ingu við IBM og vélbúnað, af sögu-
legum ástæðum þar sem Nýherji var
áður IBM á Íslandi.
Vélbúnaður er áfram snar þáttur
í starfseminni en vægi hugbúnaðar
og þjónustu hefur orðið sífellt meiri
þáttur hjá félögunum. Af þeim sökum
var mikilvægt að nýtt félag skilgreindi
sig sem alhliða upplýsingatæknifélag
sem legði jafna áherslu á hugbúnað,
vélbúnað, þjónustu og ráðgjöf. Nafn
félagsins þurfti jafnframt að endur-
spegla lausnaframboð samstæðunn-
ar,“ segir hann.
Verkefnið þurfti að „marinerast“
Gísli segir að ferlið hafi tekið hátt í
átta mánuði þar sem leitað var til
starfsfólks, viðskiptavina og sérfræð-
inga á sviði mörkunar. „Við fengum
meðal annars Friðrik Larsen, doktor í
markaðsfræðum, í lið með okkur sem
reyndist okkur mjög vel og vann þétt
við hlið okkar fram að því að nafnið
var kynnt. Það var að mörgu að huga
á þessari vegferð, bæði praktísk mál
en eins má ekki gera lítið úr þeim
breytingum sem fylgja nýju nafni.
Sem dæmi má nefna að Nýherji var
við lýði í 25 ár og margt starfsfólk
hafði sterkar og jákvæðar tilfinningar
til nafnsins. Af þeim sökum þurfti
að vanda til verka og vinna verk-
efnið í góðu samráði við sem flesta
hagsmunaaðila, eða láta verkefnið
„marinerast“ eins og Friðrik nefndi
stundum og var hárrétt hjá honum;
við þurftum að gefa okkur góðan
tíma.“ helgivifill@frettabladid.is
Origo er efst í vitund eftir níu mánuði
Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Origo, segir að ný nálgun hafi verið farin í ýmsum markaðs- og söluaðgerðum í kjölfarið á að hulunni var svipt af nýju nafni
fyrirtækisins. Undirbúningurinn hafi tekið hátt í átta mánuði. Fyrir sameiningu höfðu Nýherji, TM Software og Applicon sömu gildi. FréTTAblAðið/SiGTryGGUr Ari
Origo merkir upphaf
Orðið Origo er úr latínu og merkir
uppruni, upphaf eða uppspretta.
„Við mátuðum okkur við fjölda
orða og nafna, einkum íslensk.
Á endanum varð að Origo fyrir
valinu, en þess má geta að fyrir-
tækið Origo var áður til í kringum
TM Software. Vörumerkið á að
sameina ástríðu fyrir upplýsinga-
tækni og við viljum tengja það við
árangur, hugvit, þekkingu, snjallar
og öruggar lausnir, langtíma-
samband, traust og persónulega
þjónustu.
Um leið viljum við að vörumerk-
ið sé mannlegt, áreiðanlegt, kraft-
mikið, félagslynt, opið, jákvætt og
lifandi viðhorf til úrlausnarefna
framtíðarinnar. Staðfærslan er
svo að Origo er þjónustufyrirtæki
í upplýsingatækni, sem hjálpar
framsæknum viðskiptavinum að
ná samkeppnisforskoti með sér-
sniðnum UT-lausnum,“ segir hann.
Nýherji, forveri
Origo, náði ekki sama
árangri í mælingum á
undanförnum árum.
„Það sýndi sig því
fljótt að sú ákvörðun
að breyta um nafn og
skerpa fókusinn heppn-
aðist,“ segir Gísli Þor-
steinsson, markaðsstjóri
fyrirtækisins. Sá fljótt
að auglýsingar í sjón-
varpaði skiluðu árangri.
Ferlið að taka upp nýtt
nafn tók átta mánuði.
Við lögðum til að
mynda áherslu á
tenginguna við upplýsinga-
tækni og jukum verulega
ásýnd okkar í ímyndar-
sterkum miðlum eins og í
sjónvarpi í kringum kynn-
ingu á nýja nafninu.
Wuxi NextCODE, sem meðal annars
var stofnað af Hannesi Smárasyni
ásamt fleirum og er með skrifstofur
á Íslandi, hefur lokið 200 milljóna
dollara fjármögnun. Það jafngildir
24,5 milljörðum króna. Þetta kemur
fram í erlendum fréttamiðlum.
Starfsemi WuXi NextCODE lýtur
að því að nota upplýsingar um erfða-
mengi til þess að uppgötva virkni
ákveðinna gena. Fyrirtækið varð
til þegar WuXi PharmaTech keypti
íslenska lyfjafyrirtækið NextCode
á 8,5 milljarða króna árið 2015.
Íslensk erfðagreining kom Next-
Code á fót til að selja sjúkdóms-
greiningar til lækna og sjúkrahúsa í
Bandaríkjunum.
Írski fjárfestingasjóðurinn Ireland
Strategic Investment Fund leiddi ferl-
ið og lagði til 70 milljónir dollara. Sá
sjóður var stærsti hluthafi Genomics
WuXi NextCODE fær 25 milljarða
fjármögnun frá alþjóðlegum fjárfestum
Hannes Smárason tók
þátt í að stofna WuXi Next-
CODE og var forstjóri
fyrirtækisins þar til í mars á
þessu ári. Nú sinnir hann
ráðgjafarstörfum fyrir
félagið.
Hannes
Smárason.
Medicine Ireland sem WuXi Next-
CODE keypti nýverið til að koma á
fót höfuðstöðvum í Evrópu. Á meðal
annarra fjárfesta í þessari lotu má
nefna Temasek og Sequoia Capi-
tal sem hafa lengi verið hluthafar í
fyrirtækinu. Fyrir um það bil ári sótti
WuXi NextCODE 240 milljónir doll-
ara í fjármögnun. Temasek er einnig
hluthafi í Alvogen og Alvotech sem
er með höfuðstöðvar í Vatnsmýrinni.
Hann es lét af störfum sem for-
stjóri WuXi NextCODE í mars,
rúmu ári eft ir að hann tók við kefl-
inu. Hann starfar áfram sem ráð-
gjafi hjá fyr ir tæk inu. Frá því í mars
hefur hann starfað sem ráðgjafi fyrir
6 Dimensions Capital sem fjárfestir
í nýsköpun í heilbrigðisviði. Fyrir-
tækið varð til við samruna WuXi
Healthcare Ventures og Frontline
BioVentures. – hvj
5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r6 markaðuriNN
0
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
A
2
-F
4
E
4
2
1
A
2
-F
3
A
8
2
1
A
2
-F
2
6
C
2
1
A
2
-F
1
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K