Fréttablaðið - 05.12.2018, Side 23

Fréttablaðið - 05.12.2018, Side 23
Smart Boutique sérhæfir sig í leðurhönskum og skinnvörum svo sem húfum og krögum úr ref, mink og kanínu en einnig er boðið upp á stóra gervi- feldarlínu sem inniheldur meðal annars húfur, kraga, töskur og vesti. „Þegar við duttum niður á þetta frábæra rými hér í Kringlunni þá var það okkur auðvitað hvatning til að gera enn betur; auka úrval og bæta vöruflokka. Því hér ætlum við að vera til framtíðar,“ segir Katrin. Mynd/Anton BrinK Kynningarafsáttur er af ferðatöskum þessa dagana. Hjónin Katrin G. Whalley og Tómas Skúlason hafa rekið Smart Boutique í um 14 ár. Þau sérhæfa sig í leðurvörum og segjast nú vera komin heim með glæsilega verslun sína sem þau hafa verið að byggja upp jafnt og þétt frá stofnun; þau hafa flutt stór­ skemmtilega búð sína í Kringluna. Saga hennar er athyglisverð og ef til vill lýsandi fyrir verslunar­ rekstur á Íslandi. „Lengst af vorum við að Lauga­ vegi 46 og undum hag okkar vel. Þar tókst okkur að byggja upp traustan hóp viðskiptavina. Við færðum okkur yfir á Laugaveg 55 en misstum húsnæðið sem var lagt undir hótelrekstur, nokkuð sem margir kannast við sem hafa verið með rótgrónar verslanir í rekstri. Þær hafa mátt víkja vegna sprengingar í ferðaþjónustu,“ segja þau Katrin og Tómas sem eru sam­ hent um reksturinn. Við tók millibilsástand. Hjónin færðu rekstur sinn yfir í hinn hýra Hafnarfjörð og voru þar með Smart Boutique í tvö ár. Þar hugs­ uðu þau næsta leik og vildu líta til framtíðarhúsnæðis fyrir búðina sem þau höfðu lagt svo mikið í. „Þegar við duttum niður á þetta frábæra rými hér í Kringlunni þá var það okkur auðvitað hvatning til að gera enn betur; auka úrval og bæta vöruflokka. Því hér ætlum við að vera til framtíðar,“ segir Katrin. Hvergi betra úrval leðurhanska Smart Boutique sérhæfir sig í leður­ hönskum og skinnvörum svo sem húfum og krögum úr ref, mink og kanínu en einnig er boðið upp á stóra gervifeldarlínu sem inni­ heldur meðal annars húfur, kraga, töskur og vesti. Smart Boutique er með í boði leðurhanska sem eru í yfir 120 litum og hátt í 400 tegundir fyrir dömur og herra og er það líklegast eitt mesta úrval sem finna má í einni búð í allri Evrópu og þó víðar væri leitað. „Hér má fá vandaða leðurhanska frá 4.590 krónum,“ segir Tómas, sem er mikill veiðimaður og veit um hvað hann talar í þeim efnum: „Við höfum verið að hanna okkar eigin hanskalínu og við notum meðal annars íslenskt fiskroð og hágæða lambsleður sem hefur notið mikilla vinsælda enda ein­ stakir hanskar – algerlega „unique“ hér í Smart Boutique!“ Verslunar­ eigandinn slær á létta strengi og bendir jafnframt á að þau hafi verið að bæta úrval leðurbelta og seðla­ veskja í búðinni, bæði fyrir dömur og herra og geti boðið þau á mjög sanngjörnu verði eða frá 3.500 krónum. Komin heim í bestu verslunarmiðstöðina Ekki fer á milli mála að þau hjón eru stolt af þeim vörum sem þau höndla með. Katrin segir það nýjasta í þeim efnum vera ferða­ töskur. „Mjúkar og harðar töskur og verðið er ótrúlega hagstætt: Fjórar töskur misstórar kosta 51.600 krónur. Nú er kynningarafsláttur í boði sem nemur um 30 prósentum og kostar þá settið 36.900, það er ef allar fjórar töskur eru teknar saman. Þetta er verð sem ekki hefur sést áður á Íslandi fyrir fjórar vand­ aðar ferðatöskur á hjólum.“ Viðskiptavinahópur Smart Bout­ ique hefur vaxið hratt og örugglega allt frá stofnun, viðskiptavinir eru á öllum aldri og hafa margir haldið tryggð við búðina. Sumar konur eiga orðið á annan tug hanska frá Smart Boutique og koma á hverju hausti og fá sér nýjan lit. „Fastir viðskiptavinir fá klippi­ kort þar sem veglegur afsláttur er veittur af 2. og 5. pari,“ segir Katrin. Þau hjónin sem reka Smart Boutique eru lífleg, hress og skemmti leg og velkjast ekki í vafa um að þau séu nú komin með búð sína í bestu verslunarmiðstöð á Íslandi og þó fyrr hefði verið. Rót­ gróin verslunin er komin heim og þau vilja nota tækifærið og bjóða gamla og trausta viðskiptavini sem og nýja hjartanlega velkomna í glæsilega verslun sína sem nú má finna á 1. hæð í Kringlunni. Glæsileg leðurverslun komin heim í Kringluna Smart Boutique hefur byggt upp traustan hóp við- skiptavina á þeim 14 árum sem verslunin hefur verið starfrækt. FÓLK KynninGArBLAÐ 3 M i ÐV i KU dAG U r 5 . d e S e m B e r 2 0 1 8 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A 2 -C D 6 4 2 1 A 2 -C C 2 8 2 1 A 2 -C A E C 2 1 A 2 -C 9 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.