Fréttablaðið - 05.12.2018, Síða 24

Fréttablaðið - 05.12.2018, Síða 24
Guðný Hafsteinsdóttir, keramiker og hönnuður, hlaut Skúlaverðlaunin 2018 sem afhent voru á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi. Verðlaunin fékk hún fyrir tappa fyrir flöskur sem kallast Beware en þeir eru ísbjarnarhöfuð úr steyptu postulíni. Tapparnir eru kónískir og ganga því í alls konar gerðir af flöskum að hennar sögn. „Hvítabjörninn vakti auð­ vitað mikla athygli á Handverki og hönnun og það var ekki slæmt að fá Skúlaverðlaunin því þau er í senn mjög mikil hvatning og viðurkenning. Hugmyndin með tappana er að gera dýr sem stafar ógn af en kveikir um leið jákvæðar tilfinningar. Fyrsta dýrið sem ég notaði var köttur, nánar tiltekið jólakötturinn, en hann kveikir ákveðin hughrif hjá t.d. katta­ vinum og jólabörnum. Í ár er það hvítabjörninn en mér fannst vel við hæfi að velja hann á aldar­ afmæli fullveldisins, því frostavet­ urinn mikla 1918 komu 27 hvíta­ birnir að landi. Á næsta ári mun ég síðan kynna fugl til sögunnar. Flöskurnar endurvinn ég með því að sandblása en þær eru frá Eim­ verki.“ Verðlaunin, sem eru styrkt af Samtökum iðnaðarins, eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem var frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. Nostalgía í verkunum Guðný segist vinna á mörkum myndlistar og hönnunar þar sem handverkið gegni mikilvægu hlut­ verki en hún vinnur alla sína hluti sjálf. „Ég held að segja megi að það sé oft einhvers konar nostalgía í verkum mínum og á stundum tilvísun í söguna og menningar­ arfinn. Annars sæki ég innblástur í umhverfið, t.d. arkitektúr og nátt­ úruform hvers konar. Vélarhlutir og ýmiss konar manngerð form geta líka verið áhrifavaldar og auðvitað hafa litir náttúrunnar og samspil áhrif á mig þegar kemur að glerjun.“ Hvetjandi félagsskapur Guðný er fædd í Vestmannaeyjum en flutti í Kópavoginn sjö ára gömul þar sem hún ólst upp og hefur starfað alla tíð. „Þar hef ég rekið vinnustofuna Skruggustein í Auðbrekku 4 ásamt fleirum síðan Mikil hvatning og viðurkenning Guðný Hafsteinsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2018 sem afhent voru á sýningunni Handverk og hönnun um síð- ustu helgi. Verðlaunin fékk hún fyrir tappa sem kallast Beware og eru ísbjarnarhöfuð úr steyptu postulíni. „Ég held að segja megi að það sé oft einhvers konar nostalgía í verkum mín- um,“ segir Guðný Hafsteinsdóttir, keramiker og hönnuður. MYND/ANTON BRINK Meðal verka Guðnýjar eru bollar, skálar, vasar, kertastjakar og snagar. Hún fékk Skúlaverðlaunin 2018 fyrir ísbjarnartappana sem sjást hér til hægri og kallast Beware. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Hér nostrar Guðný við hvítabjarnarhöfuð áður en það fer í hrábrennslu. Hvítabjarnarhöfuðin notar hún við gerð Beware tappanna. MYND/ANTON BRINK ég lauk námi. Að reka vinnustofu í samvinnu við aðra gerir það að verkum að auðveldara og hag­ kvæmara er að búa vinnustofuna vel úr garði með tækjum og nýting á rými verður betri. Þar fyrir utan er félagsskapurinn mjög hvetjandi og við lærum hvert af öðru.“ Góður vettvangur Hún segist alla tíð hafa verið virk í sýningarhaldi, bæði heima og erlendis. „Undanfarin ár hef ég tekið þátt í HönnunarMars og Handverki og hönnun í Ráðhús­ inu en hvort tveggja finnst mér vera góður vettvangur til kynn­ ingar og til að vekja athygli á því sem ég stend fyrir. Á sýningunni í Ráðhúsinu síðustu helgi sýndi ég t.d. baugana mína sem eru í senn kertastjakar og veggverk. Einnig sýndi ég þar bolla, skálar, vasa og snaga. Þar vakti líka mikla athygli hönnun sem ég kalla Sporin og sýndi fyrst á HönnunarMars á síðasta ári, en þau eru í senn kerta­ stjakar og vasar og gefa möguleika á ýmiss konar uppröðun og leik.“ Hönnun Guðnýjar má skoða á gudnyhaf.is og á Instagram (gudnyhaf). 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D e S e M B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 2 -C 8 7 4 2 1 A 2 -C 7 3 8 2 1 A 2 -C 5 F C 2 1 A 2 -C 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.