Fréttablaðið - 05.12.2018, Síða 36
Markaðurinn instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 5. desember 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál |
Stjórnar-
maðurinn
03.12.2018
Þjóðin á ekki
fiskinn í sjónum,
það er mikill misskilningur.
Fiskurinn á sig sjálfur í
sjónum. Af því þegar hann
syndir yfir aðrar lög-
sögur þá á hann sig
sjálfur.
Guðmundur Kristjánsson,
forstjóri HB Granda
Rekstrarfélag fataverslana Húrra
Reykjavík hagnaðist um liðlega
20 milljónir króna í fyrra borið
saman við 37 milljóna króna
hagnað árið áður. Þetta kemur
fram í ársreikningi félagsins, JS
Reykjavík, fyrir síðasta ár.
Verslanirnar seldu vörur fyrir
samanlagt tæpar 375 milljónir
króna á síðasta ári og jókst salan um
58 prósent frá fyrra ári þegar hún
nam um 238 milljónum króna.
Rekstrarfélagið átti eignir upp á 135
milljónir króna í lok síðasta árs en á
sama tíma var eigið fé þess 26 millj-
ónir króna og eiginfjárhlutfallið
því um 19 prósent.
Sindri Snær Jensson og Jón
Davíð Davíðsson opnuðu fyrstu
verslun Húrra Reykjavík, herra-
fataverslun, á Hverfisgötu haustið
2014 en verslun með kvenfatnað var
opnuð í sömu götu tveimur árum
síðar. – kij
Húrra reykjavík hagnast um 20 milljónir
Sindri Snær
Jensson.
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur
Bókhald
Jafnlaunavottun
Áhættustýring
Endurskoðun
Verðmæti
Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði.
Ráðgjöf
Hámarkaðu árangurinn þinn
og verðmæti með því að nýta þér
fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu
PwC á öllum sviðum rekstrar
Skattamál
niðurgreiddur
alibaba
Alþingi afgreiddi í vikunni
neyðarlán til Íslandspósts upp á
1,5 milljarða króna. Ástæða fyrir
rekstrarvandræðum póstsins er
einföld, en samkvæmt alþjóða
samningi ber félaginu að niður
greiða póstsendingar frá þróunar
löndum um 70 til 80 prósent. Því
miður fyrir forsvarsmenn póstsins,
þá telst Kína meðal þróunar
landa samkvæmt samningnum og
uppgangur þarlendra netverslana
hefur því leitt til stórkostlegrar
útgjaldaaukningar. Alibaba er með
öðrum orðum að sliga Íslandspóst.
Þetta er þó ekki eina ástæða
rekstrarvanda Íslandspósts. Fjár
festingar félagsins hafa einnig
vakið athygli en meðalfjárfesting
á ári undanfarin tíu ár nemur um
700 milljónum. Frá 2006 hefur
Íslandspóstur varið um 5,8 millj
örðum í fjárfestingar í fasteignum,
lóðum, áhöldum, tækjum og bif
reiðum. Á móti hafa eignir fyrir
rúmar 600 milljónir verið seldar.
Nettófjárfesting á tímabilinu er því
rúmir fimm milljarðar á verðlagi
hvers árs fyrir sig.
Nú er það ekkert nýtt að rekstur
póstþjónustu sé óarðbær á tímum
verslunar á netinu. Þannig hefur
Trump gagnrýnt Amazon harðlega
fyrir að láta þarlenda póstþjónustu
niðurgreiða pakkasendingar sínar.
Á Íslandi, örríki þar sem verslun
og þjónusta á undir högg að sækja,
magnast þessi vandi upp enn
frekar. Þetta fyrirkomulag veldur
því að innlend verslun þarf að
keppa við niðurgreidda þjónustu
erlendra keppinauta. Sama gildir
um einkaaðila sem kynnu að vilja
veita Íslandspósti samkeppni
um bögglasendingar. Auðvitað
keppa þeir ekki við niðurgreiddar
sendingar hjá Íslandspósti.
Þetta er ekki eina dæmið um að
ríkið sé í óþarfa samkeppnis
rekstri. Fjölmiðlar þurfa að búa við
óbærilega samkeppni frá RÚV, og
fjarskiptafyrirtæki við að Gagna
veitan leggi línur og kapla við hlið
innviða einkafyrirtækjanna. Hvað
póstþjónustu varðar er gengið
skrefinu lengra, og ríkisaðstoðin
nær út fyrir landsteinana. Nógu
erfið er samkeppnisstaða Íslands
þó svo ekki bætist við niður
greiðsla ríkisins í þágu erlendra
keppinauta. Vonandi er þetta eina
lánið sem þarf að veita Íslands
pósti, og í millitíðinni beiti ríkið
sér fyrir því að uppræta þetta
fáránlega ástand á póstþjónustu
markaði.
0
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
A
2
-C
8
7
4
2
1
A
2
-C
7
3
8
2
1
A
2
-C
5
F
C
2
1
A
2
-C
4
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K