Fréttablaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 1 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 0 . d e s e M b e r 2 0 1 8
Fréttablaðið í dag
skoðun Hægt er að búa við
allsnægtir en vera á sama tíma
bláfátækur, segir Svava Guðrún
Helgadóttir. 9
sport Gunnar Nel-
son sneri aftur með
látum í UFC um
helgina. 18
tÍMaMót Mannréttindayfir-
lýsing SÞ er sjötíu ára í dag. 14
lÍfið Einar Stefánsson er spennt-
ur fyrir að fá fleiri Íslendinga í
Red Bull tónlistarakademíuna. 22
Laugavegi 15 og Kringlunni - michelsen.is
Heill kalkúnn
franskur
1.198KR/KG
FRÁBÆRT
VERÐ!
Fleiri myndir frá jólahátíð Árbæjarsafns er að finna
á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í
Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+Plús
Ketkrókur gætti þess vandlega að engir aðrir
kæmust í hangilæri sem hann hafði meðferðis
í Árbæjarsafn í gær. Fréttablaðið/anton brink
skipulagsMál „Þó að það verði
örugglega reynt að gera stórmál
úr þessu þá er þetta ekkert nýja-
brum,“ segir Gunnlaugur A. Júlíus-
son, sveitarstjóri Borgarbyggðar,
um þá niðurstöðu að deiliskipulag
vegna legsteinasafns
í Húsafelli sé ógilt og
að byggingarleyfið
hafi verið ógilt eftir
kæru frá nágranna.
Að sögn Gunn-
laugs verður ein-
f a l d l e g a g e f i ð
út nýtt bygg-
ingarleyfi með
undanþágu fyrir
l e g s t e i n a s a f n
l i s t a m a n n s i n s
Páls Guðmunds-
sonar. – gar / sjá
síðu 4
Legsteinasafn
svipt leyfinu
reYkJaVÍk Heildarraforkuinnkaup
A-hluta Reykjavíkurborgar námu
rúmum 665 milljónum króna á síð-
asta ári. Innkaupin eru ekki útboðs-
skyld þar sem um viðskipti við fyrir-
tæki í eigu borgarinnar er að ræða.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur
engu að síður að efna eigi til útboðs
enda sparist þannig tugir milljóna.
Þetta kemur fram í svari við fyrir-
spurn fjármálastjóra Reykjavíkur-
borgar við fyrirspurn Björns Gísla-
sonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
innkauparáði, á fundi innkauparáðs
29. nóvember. Fréttablaðið sendi í
kjölfarið borginni fyrirspurn um
á hvaða taxta A-hluti borgarinnar
keypti orku. Þar kemur fram að
borgin greiði Landsneti á bilinu
1,73-18,6 krónur fyrir hverja kíló-
vattstund vegna orkuflutnings. Þá
nema greiðslur vegna dreifingar
4,24-4,69 krónum á kílóvattstund
og greiðslur fyrir orku eru á bilinu
5,67-6,09 krónur.
Í bókun Björns á fyrrgreindum
fundi segir að það sé með öllu
óásættanlegt að orkukaup borgar-
innar séu ekki boðin út. Öllum
megi vera ljóst að borgin sé að þver-
brjóta innkaupareglur sínar en í
þeim kemur fram að skylt sé að við-
hafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt
að fjárhæð vörukaupa verði hærri
en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa
meirihlutans er bent á að innkaup
milli opinberra aðila um raforku
falli ekki undir lög um opinber inn-
kaup. Í svari borgarinnar við fyrir-
spurn Fréttablaðsins segir síðan að
innkaupareglur borgarinnar verði
að túlka með hliðsjón af lögum um
opinber innkaup og því stofnist ekki
skylda til að bjóða orkukaupin út.
„Þó að það sé ekki skylt að bjóða
þetta út þá er ekkert sem bannar
slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á
bilinu níu til tíu prósent með því að
kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn.
„Hagsmunir borgarinnar eru að
kaupa orkuna á sem hagstæðustu
verði. Það skiptir miklu máli að
borgin sé skynsöm í innkaupum en
við höfum undanfarið séð dæmi um
að svo sé ekki,“ segir Eyþór.
Borgin kaupir orku af Orku
náttúrunnar sem er dótturfélag
Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR
er að langstærstum hluta í eigu
borgarinnar eða að 94 prósentum.
Aðspurður um það hvort það sam-
ræmist ekki hag borgarinnar sem
best að kaupa orku af sínu eigin
félagi segir Eyþór að svo sé ekki.
„Það sem vegur þyngst í þessu er
að það sé virk samkeppni. Með því
að kaupa án útboðs af OR þá er verið
að stuðla að fákeppni og gera fyrir-
tækinu kleift að hafa verðskrána
hærri en það þyrfti. Það er einn
hópur sem tapar í þessu öllu saman
og það er almenningur. Hann ætti
að njóta lægsta verðsins hvort sem
það er í gegnum borgina eða beint
til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið
talað um að bjóða meira út og það er
ekkert sem bannar það. Við teljum
einsýnt að borgin eigi að afla tilboða
og lækka kostnað sinn.“ – jóe
Telur milljónir
geta sparast á
útboði raforku
A-hluti borgarinnar keypti raforku fyrir 665 millj-
ónir í fyrra. Viðskiptin eru ekki útboðsskyld og því
ekki boðin út. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur
borgina ekki hvetja til samkeppni á orkumarkaði.
Við teljum einsýnt
að borgin eigi að
afla tilboða og lækka kostn-
að sinn.
Eyþór Arnalds,
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í
borgarstjórn
plús 2 sérblöð l fólk
l fasteignir
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
1
0
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
B
0
-3
B
2
0
2
1
B
0
-3
9
E
4
2
1
B
0
-3
8
A
8
2
1
B
0
-3
7
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K