Fréttablaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 10
Allir velkomnir! ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA Þórður Snær Júl í us son Rit stjóri Kjarn ans og höfundur bókarinnar Kaupt hink ing Opinn fundur í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 11. desember kl. 12-13 HM 2019 í knatt- spyrnu A-riðill: Frakkland, Suður-Kórea, Noregur og Nígería B-riðill: Þýskaland, Kína, Spánn og Suður-Afríka C-riðill: Ástralía, Ítalía, Brasilía og Jamaíka D-riðill: England, Skotland, Arg- entína og Japan E-riðill: Kanada, Kamerún, Nýja- Sjáland og Holland. F-riðill: Bandaríkin, Taíland, Síle og Svíþjóð Njarðvíkingar seigir í Breiðholtinu Grænir eru glaðir Justin Martin reynir að keyra inn að körfunni en mætir öflugri hávörn Njarðvíkinga í Domino’s-deild karla í gær. Njarðvíkingar héldu í við Tindastól á toppi deildarinnar með sex stiga sigri í Breiðholtinu og eru nú búnir að vinna fimm leiki í röð. FréttABlAðið/Anton Brink Körfubolti Brynjar Þór Björnsson bætti í gær metið yfir flestar þriggja stiga körfur í efstu deild karla þegar hann setti niður sextán þrista í sigri Stólanna á Blikum. Hann jafnaði um leið níu ára gamalt met Seans Bur- ton sem setti sextán þrista í bikar- leik Snæfells og Hamars árið 2009. Brynjar byrjaði leikinn með látum og setti niður ellefu þriggja stiga skot í fyrri hálfleik. Hann var aðeins rólegri í þeim síðari en setti þó niður fimm til viðbótar og lauk leik með 48 stig, öll úr þriggja stiga skotum. Með því bætti Brynjar Þór 28 ára gamalt met Francs Booker sem setti fimmtán þrista í deildarleik ÍR og Snæfells árið 1991. – kpt Brynjar bætti met Bookers Brynjar Þór var hreint út sagt óstöðv- andi í gær. FréttABlAðið/Sigtryggur Ari fótbolti Dregið var í riðlakeppnina fyrir Heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu í kvennaflokki um helgina en alls senda 24 lönd lið til leiks. Nor- egur með Selfyssinginn Maríu Þóris- dóttur, dóttur Þóris Hergeirssonar, innanborðs fékk erfiðan riðil með heimaþjóðinni Frakklandi. Íslenska kvennalandsliðið missti af tækifæri að komast inn á loka- keppni HM í haust í fyrsta sinn þegar þær horfðu á eftir efsta sæt- inu til Þýskalands og rétt misstu af umspilssæti í lokaumferðinni. Norska landsliðið með Maríu innanborðs lenti í riðli með heima- þjóðinni Frakklandi sem er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA, Suður-Kóreu sem er einu sæti fyrir neðan Noreg á listanum og Nígeríu sem vann nýlega Afríkukeppnina. Bandaríska landsliðið þykir sigurstranglegt, hefur enda leikið til úrslita í síðustu tvö skipti og er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með þrjá titla. Bandaríkin eru með Svíþjóð í riðli, sem sló út banda- ríska liðið á Ólympíuleikunum 2016, ásamt Taílandi og Síle sem eru óþekktari númer. Ríkjandi Evrópumeistararnir í Hollandi voru nokkuð heppnar með riðil eftir að hafa þurft á umspili að halda til að öðlast þátttökurétt í Frakklandi næsta sumar. Holland er með Kanada í riðli sem er eitt af sterkari liðum heims en Nýja-Sjá- land hefur ekki leikið vel að undan- förnu og Kamerún hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt í lokakeppni HM. kristinnpall@frettabladid.is María og stöllur í erfiðum riðli með Frakklandi Miðvörðurinn María Þórisdóttir, hér fyrir miðju ásamt liðsfélögum sínum í norska landsliðinu fyrir æfingarleik gegn Svíþjóð. norDiCPhotoS/gEtty 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m Á N u d A G u r10 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð sport 1 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 0 -4 E E 0 2 1 B 0 -4 D A 4 2 1 B 0 -4 C 6 8 2 1 B 0 -4 B 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.