Fréttablaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 12
Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 16. umferðar 2018-19 Bournem. - Liverpool 0-4 0-1 Mohamed Salah (25.), 0-2 Salah (48.), 0-3 Steve Cook, sjálfsm. (68.), 0-4 Salah (77.) Arsenal - Huddersf. 1-0 1-0 Lucas Torreira (83.). Burnley - Brighton 1-0 1-0 James Tarkowski (40.). Cardiff - Southampton 1-0 1-0 Callum Paterson (74.). Man. United - Fulham 4-1 1-0 Ashley Young (13.), 2-0 Juan Mata (28.), 3-0 Romelu Lukaku (42.), 3-1 Aboubakar Kamara, víti (67.), 4-1 Marcus Rashford (82.). West Ham - C. Palace 3-2 0-1 James McArthur (6.), 1-1 Robert Snodg- rass (48.), 2-1 Javier Hernandez (62.), 3-1 Fe- lipe Anderson (65.), 3-2 Jeffrey Schlupp (76.). Chelsea - Man. City 2-0 1-0 N’Golo Kante (45.), 2-0 David Luiz (78.). Leicester - Tottenham 0-2 0-1 Son Heung-min (45+1.), 0-2 Dele Alli (58.). Newcastle - Wolves 1-2 0-1 Diego Jota (17.), 1-1 Ayozo Perez(23.), 1-2 Matt Doherty (90+4.). Rautt spjald: DeAndre Yedlin (57.). FÉLAG L U J T MÖRK S Liverpool 16 13 3 0 34-6 42 Man. City 16 13 2 1 45-9 41 Tottenham 16 12 0 4 30-16 36 Chelsea 16 10 4 2 33-13 34 Arsenal 16 10 4 2 35-20 34 Man. Utd. 16 7 5 4 28-26 26 Everton 15 6 5 4 21-17 23 Bournem. 16 7 2 7 25-26 23 Leicester 16 6 4 6 21-20 22 Wolves 16 6 4 6 17-19 22 West Ham 16 6 3 7 23-25 21 Brighton 16 6 3 7 19-22 21 Watford 15 6 2 7 18-21 20 Cardiff 16 4 2 10 15-30 14 Newcastle 16 3 4 9 13-22 13 C. Palace 16 3 3 10 13-23 12 Burnley 16 3 3 10 15-32 12 Huddersf. 16 2 4 10 10-27 10 Southampt. 16 1 6 9 13-30 9 Fulham 16 2 3 11 16-40 9 Leikmaður helgarinnarStóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Liverpool vann 4-0 sigur á Bournemouth á velli þar sem lið hafa átt erfitt með að taka þrjú stig undanfarin ár. Spilamennskan frábær sem skilaði toppsætinu og afbragðs veganesti inn í næstu vikur fyrir lærisveina Klopps. Hvað kom á óvart? Manchester United hefur átt í vandræðum fyrir framan markið en náði að setja þrjú mörk í fyrri hálfleik og alls fjögur gegn slökum varnarleik Fulham. Eitt markanna skoraði Romelu Lukaku, hans fyrsta á Old Trafford síðan í mars. Ef þeim tekst að vekja Lukaku til lífsins getur Manchester United gert áhlaup á eitt af fjórum efstu sætunum. Mestu vonbrigðin Crystal Palace hefur ekki verið að skora mörg mörk og hefur stigasöfnun liðsins einkennst af góðum varnarleik. Þeir komust snemma yfir gegn West Ham en hleyptu þremur mörkum inn í upphafi síðari hálfleiks sem gerði út um vonir þeirra. Brasilíski miðvörðurinn David Luiz fagnar innilega marki sínu gegn Manchester City um helgina á Brúnni sem reyndist innsigla fyrsta tap Manchester City á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. NoRDiCPHoToS/GETTy Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Verður í eldlínunni þegar Everton tekur á móti Wat- ford í kvöld. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Lék allan leikinn í 1-0 sigri á Southampton á heima- velli. Burnley Jóhann Berg Guðm. Byrjaði leikinn og lék fyrstu 72. mínúturnar í sigri Burnley gegn Bright on. Fótbolti Chelsea varð um helgina fyrsta liðið til að sigra Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Lundúnaliðið vann 2-0 sigur á Stamford Bridge í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ríkjandi Englandsmeistarar Man- chester City misstu því toppsætið yfir til Liverpool sem er jafnframt eina taplausa liðið í deildinni en aðeins eitt stig skilur liðin að þegar mótið er tæplega hálfnað. Bláklæddir Manchester-menn eru þó enn með gott forskot á nágranna- liðin frá Lundúnum, Chelsea, Arse- nal og Totten ham sem unnu öll um helgina og stefnir í tveggja hesta kapphlaup um meistaratitilinn. Tveir mikilvægustu leikmenn Manchester City fram á við, Kevin De Bruyne og Sergio Agüero, náðu sér ekki í tæka tíð og voru fjar- verandi um helgina og ákvað Pep Guardiola, líkt og Maurizio Sarri, að tefla fram sóknarsinnuðum miðjumanni í fremstu röð. Brasilíski sóknar maðurinn Gabriel Jesus virð- ist rúinn öllu sjálfstrausti fyrir fram- an markið og tók Raheem Sterling sér stöðu í fremstu víglínu gestanna. Gestirnir frá Manchester-borg byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu fjölmörg færi til að skora í fyrri hálfleik en þeim brást bogalist- in. Eftir öfluga skyndisókn á loka- sekúndum fyrri hálfleiks var það franski landsliðsmaðurinn N’Golo Kante sem kom Chelsea yfir eftir góðan undirbúning Edens Hazard. Leikurinn var mun jafnari í síðari hálfleik áður en Chelsea gerði út Chelsea tókst að temja City í höfuðborginni Chelsea varð um helgina fyrsta liðið til að vinna Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar Lundúnaliðið vann 2-0 sigur á heimavelli sínum. Englandsmeistararnir voru mun sterkari aðilinn framan af og kom fyrra markið gegn gangi leiksins en þeir áttu ekki svörin sem til þurfti í seinni hálfleik. um leikinn með öðru marki. David Luiz var þar að verki en Manches- ter City-menn geta verið ósáttir við aðdraganda þess enda kom markið úr hornspyrnu sem átti aldrei að standa.  Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi ranglega horn- spyrnu sem annað mark Chelsea kom upp úr. Var það eina horn- spyrna Chelsea í leiknum gegn þret- tán hornspyrnum Manchester City sem voru meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi en fóru stiga- lausir aftur til Manchester. Egyptinn Mohamed Salah hristi af sér allt slen og reyndist hetja Liver- pool-manna í 4-0 stórsigri á Bournemouth um helgina. Handhafi gull- skósins og eigandi markametsins í tuttugu liða úrvalsdeildinni skoraði þrennu í leiknum en þetta var í fyrsta sinn síðan 17. mars síðastliðinn sem hann skorar meira en eitt mark í sama leiknum í ensku úrvals- deildinni. Salah hafði heppnina með sér í fyrsta markinu sem hefði ekki átt að standa þar sem hann var rangstæður en hann var vakandi og stökk á frákastið eftir skot Roberto Firmino eins og framherja sæmir. Hann gerði vel í öðru markinu þegar hann stóð af sér groddalega tæklingu Stevens Cook sem virtist stíga á hásinina á Salah en hann lék á varnarmann Bournemouth og lagði boltann í netið. Salah fullkomnaði síðan þrennuna þegar hann komst inn í sendingu Cook, lék tvívegis á Asmir Begovic í marki Bournemouth og setti boltann rólegur í netið. Þriðja mark hans um helgina var tíunda markið hans í ensku úrvals- deildinni í vetur og deilir hann efsta sætinu í baráttunni um gullskóinn með Pierre-Emerick Aubameyang. Hann virðist vera að finna taktinn betur og betur með hverjum leik sem líður og eru það frá- bærar fréttir fyrir Liverpool-menn fyrir næstu vikur þar sem liðið á erfiða leiki fram undan. Fótbolti Everton tekur  á móti Watford í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þá mætir Marco Silva liði Watford í fyrsta sinn síðan honum var sagt upp störfum sem þjálfara liðsins í janúar síðastliðnum. Þegar Silva tók við liði Everton krafðist hann þess að félagið keypti Richarlison, einn besta leikmann Watford, og greiddi Everton fúlgur fjár fyrir brasilíska landsliðsmann- inn sem hefur síðan blómstrað við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá liði Everton það sem af er tímabilinu.  – kpt Silva mætir gamla félaginu 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m Á N U d A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 0 -4 9 F 0 2 1 B 0 -4 8 B 4 2 1 B 0 -4 7 7 8 2 1 B 0 -4 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.