Fréttablaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 4
LaxeLdi Icelandic Wildlife Fund
hefur sent Isavia kröfu um að auglýs-
ingaskilti um villta atlantshafslaxinn
verði sett upp í Leifsstöð að nýju.
Annars leiti samtökin réttar síns.
Skiltið var tekið niður eftir að
hafa hangið örfáa daga í komusal
Leifsstöðvar síðastliðið haust. Isavia
sagði auglýsinguna brot á siðareglum
Sambands íslenskra auglýsingastofa
og reglum Isavia um að auglýsingar
varði ekki deilumál tveggja hópa,
um að upplýsingar séu ekki rangar
og þær vegi hvorki að fólki né fyrir-
tækjum.
Samtökin leituðu til siðanefndar
SÍA sem sagði skiltið hvorki hafa
vegið að fólki né fyrirtækjum en að
ekki yrði fullyrt hvort staðhæfingar
á skiltinu væru vísindalega sannaðar.
Í kjölfarið var skiltinu breytt lítil-
lega og svo óskað eftir uppsetningu
að nýju. Isavia synjaði því. Hafa sam-
tökin því leitað lögfræðiaðstoðar.
„Við erum búin að gera þær breyt-
ingar sem Isavia óskaði eftir þegar
skiltið var tekið niður og förum ekki
fram á annað en að það verði sett
upp,“ segir Jón Kaldal, talsmaður
IWF.
Í bréfi frá lögfræðingi IWF er þess
krafist að skiltið verði sett upp í síð-
asta lagi í dag. Annars sjái samtökin
sig tilneydd til að leita réttar síns eftir
öðrum leiðum og áskilji sér einnig
rétt til að krefja Isavia um bætur. – aá
Stefnir í hart vegna auglýsingar Icelandic Wildlife Fund í Leifsstöð
Skiltið hékk í nokkra daga uppi í Leifsstöð áður en starfsmenn Isavia tóku það
niður. Textanum hefur nú verið breytt lítillega en skiltið fæst ekki sett upp.
skipuLagsmáL Byggingarleyfi vegna
legsteinasafns Páls Guðmundssonar
á Húsafelli hefur verið ógilt. Deili-
skipulagið er sömuleiðis ógilt.
Fréttablaðið sagði í október 2016
frá legsteinasafninu. Húsið utan
um safnið var þá í byggingu. Páll
er eigandi Bæjargils og lóðarinnar
Húsafells 2. Eigandi Húsafells 1
hafði í ágúst það ár kært bæði nýtt
deiliskipulag frá því í janúar 2016
og byggingarleyfi sem gefið var
út mánuði síðar. Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála hafn-
aði því í september 2016 að ógilda
byggingarleyfið og vísað frá kröfu
varðandi deiliskipulagið. Vegna
álits frá umboðsmanni Alþingis
frá í október 2017 tók nefndin hins
vegar málið upp aftur í mars 2018.
Eigandi Húsafells 1 rekur gisti-
heimilið Gamla bæ, rétt norðan við
lóðir Páls. Hvorki hafi „verið skilyrði
til að samþykkja umrædd bygg-
ingaráform né útgáfu hinna kærðu
byggingarleyfa“, segir meðal annars
í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar
um málsrök kærandans.
Borgarbyggð krafðist þess að kær-
unni yrði vísað frá eða því hafnað að
ógilda skipulagið og byggingarleyf-
ið. „Ekki verði séð að landnotkun
á hinu deiliskipulagða svæði muni
með nokkrum hætti hafa áhrif á
hagsmuni kæranda en hún verði sú
sama og verið hafi,“ segir um meðl
annars um rök Borgarbyggðar. „Eina
útsýnið sem tapist sé upp í fjalls-
hlíðina fyrir ofan húsin sem varla
hafi verulega þýðingu við mat á
verðmæti hússins að Húsafelli.“
Úrskurðarnefndin ógilti bygg-
ingarleyfið fyrir legsteinasafninu
en vísaði frá kröfum um ógildingu
byggingarleyfis fyrir áðurnefnt
pakkhús. Þá sagði nefndin sjálft
deiliskipulagið frá 2016 aldrei hafa
tekið gildi og því væri ekki hægt að
ógilda það.
„Þótt leiða megi líkur að því með
hliðsjón af málsatvikum að kær-
anda, sem kunnugur er staðháttum,
hafi mátt vera ljóst í hvað stefndi
þá verður, að teknu tilliti til þeirra
réttaröryggissjónarmiða sem áður
hafa verið reifuð, ekki hjá því kom-
ist að álykta sem svo að hið kærða
deiliskipulag hafi ekki tekið gildi
með lögformlega réttri birtingu,“
segir nefndin. „Á hið kærða bygg-
ingarleyfi sér því hvorki stoð í gildu
deiliskipulagi né fór málsmeðferð
þess að undantekningarákvæðum
skipulagslaga um grenndarkynn-
ingu. Verður byggingarleyfið þegar
af þeim sökum fellt úr gildi.“
Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitar-
stjóri Borgarbyggðar, segir úrskurð-
inn ekki hafa önnur áhrif en þau að
vinna verði nýtt byggingarleyfi sem
stenst kröfur, fara í grenndarkynn-
ingu og gefa leyfið út aftur. „Það er
hægt að gefa út byggingarleyfi þótt
það sé ekki deiliskipulag, það er
bara undanþáguákvæði,“ útskýrir
sveitarstjórinn og upplýsir að hann
telji úrskurðinn ekki fréttaefni.
„Þetta er ekkert í fyrsta skipti
sem byggingarleyfi er fellt úr gildi,“
segir Gunnlaugur. „Þó að það verði
örugglega reynt að gera stórmál úr
þessu þá er þetta ekkert nýjabrum.
Þannig að ef þetta er orðið frétta-
efni þá er víða fréttaefni varðandi
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála.“ gar@frettabladid.is
Ógilda leyfi legsteinasafnsins í
Húsafelli og skipulag sagt ógilt
Byggingarleyfi fyrir legsteinasafn listamannsins Páls Guðmundssonar í Húsafelli hefur verið fellt úr gildi
að kröfu nágranna. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir Borgarbyggð ekki hafa staðið rétt að
birtingu deiliskipulags sem sé því ógilt. Ekki fréttnæmt segir sveitarstjórinn. Gefa eigi út nýtt byggingarleyfi.
heiLbrigðismáL „Við aðstæður
sem þessar er augljóst að öryggi
sjúklinga er ekki tryggt,“ segir Páll
Matthíasson, forstjóri Landspítal-
ans, í pistli á vefsíðu sjúkrahússins.
„Á hefðbundnum bráðasjúkra-
húsum er gert ráð fyrir að nýting
sjúkrarýma sé um 85 prósent enda
mikilvægt að borð sé fyrir báru í við-
kvæmum rekstri. Við höfum undan-
farin misseri oftast verið í ríflega 100
prósent nýtingu á bráðalegudeild-
um okkar og nú í vikunni keyrði um
þverbak þegar rúmanýtingin náði
117 prósent!“ skrifar forstjórinn um
ástandið í síðustu viku. Landlækni
og velferðarráðuneyti hafi verið gert
viðvart. – gar
Yfirfullt og ekki
öruggt á spítala
heiLbrigðismáL „Ofnotkun svefn-
lyfja er mikið vandamál á Íslandi,
segir á heimasíðu Landlæknis-
embættisins. „Bæði eru of margir
einstaklingar að nota svefnlyf, þau
eru notuð of lengi og oft í of stórum
skömmtum.“
Á síðustu tólf mánuðum fengu 34
þúsund einstaklingar ávísuð svefn-
lyf hérlendis. Hér noti hlutfallslega
fleiri svefnlyf en víða annars staðar.
„Samkvæmt lyfjagagnagrunni land-
læknis virðast konur eiga frekar við
vanda að stríða vegna svefnlyfja en
64 konur og 35 karlar fengu ávísað
sem samsvarar fjórföldum skammti
eða meira hvern dag á liðnu ári hér á
landi,“ segir landlæknir. – gar
Konur ofnota
frekar svefnlyf
Páll Guðmundsson á byggingarreit legsteinasafns haustið 2016 með hús nágrannana í baksýn. FréTTabLaðIð/VILheLm
Páll matthíasson, forstjóri Land-
spítalans. FréTTabLaðIð/anTon brInk
Ef þetta er orðið
fréttaefni þá er víða
fréttaefni varðandi úrskurð-
arnefnd umhverfis- og
auðlindamála.
Gunnlaugur Á. Júlíusson sveitarstjóri
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m á N u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
1
0
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
0
-5
3
D
0
2
1
B
0
-5
2
9
4
2
1
B
0
-5
1
5
8
2
1
B
0
-5
0
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K