Stjarnan - 01.11.1926, Blaðsíða 4
164
STJARNAN
jafn margar og greinarnar á kiíkjudyra-
hur?5inni í Wittenberg forðum) eru svo
barnalegar, aÖ maÖur getur næstum
brosaö aö þeim, a. m. k. sumum þeirra.
Mér kemur því ekki til hugar aö taka þær
allar til athugunar, hverja út af fyrir sig,
heldur aÖeins nokkrar þeirra, og bera
þær saman viö Ritninguna og þaÖ sem
hugsandi og lærðir kennimenn hafa sagt
og skrifað.
Jón Helgason ætti aö vita, að sannleik-
urinn um Guð og fyrirskipanir hans,
barst frá manni til manns og frá einni
kynslóð til annarar fyrir munnlegar frá-
sagnir, alt þar til Móse byrjaði aö skrifa
hann héruimbil 1500 árum fyrir Krist.
Hann segir aö þaö sé hvergi ritað í Bibl-
íunni, að Adam hafi haldið helgan hvíld-
ardaginn. En er þá aftur á móti hægt að
sanna að hann hafi stolið eða ekki stolið,
eða drýgt hór eða ékki gert 'það ? Hver
maður sem kominn er til vits og ára
getur séö, aö slík sönnunf"!) eða rök-
færzla er ekki á neinu viti bygð. Jesús
segir: “Hvíldardagurinn varð til manns-
ins vegna.”Og hver var hinn fyrsti
maður? Var það ekki Adam. Einnig seg-
ir hann, að Mannsins sonur sé herra
hvíldardagsins.” Eg fyrir mitt leyti vil
halda mér að því — og einungis því —
sem mannsins sonur er herra yfir, hvort
heldur það er hvíldardagurinn eða annað.
Við sköpunina ákvað skaparinn sjálf-
ur hvaöa dagur skyldi vera heilagur, og
hann var þá blessaður og helgaður manns
ins vegna. Hérumlbil 2500 árum síðar,
kom hvíldardagáboðorðið í siðferðislög-
málinu sem gefið var Gyðingum á ferð
þeirra frá Egyptalandi til Kanaanslands.
ísrael hafði svo lengi oröið að búa meðal
sóldýrkenda og var sjálfur oröinn svo
mótaður eftir þeim Jsbr. þegar þeir
gerðu gullkálfinn í eyðimörkinni) að
Guð varð að birta þeim vilja sinn skrif-
aðan. Hver getur sannað aö einu einasta
a f þessum boðum hafi nokkurntíma ver-
ið breytt? Hver getur sannað að Drott-
inn hafi flutt þessa sérstöku blessun yfir
á nokkurn annan dag? Það að Drottinn
hefir blessað þá, sem hafa haldið helgan
sunnudaginn í vanþekkingu1, er engin
sönnun fyrir hvíl'dardagsbreytingu í nýja
sáttmálanum. Hann “sér gegnum fingttr
viö tíðir vanviskunnar.” Post. 17,30.
Þetta sama gjöröi hann á tíma gamla
sáttmálans, með tilliti til þeirra, sem meö
því að taka sér tvær eða fleiri konur,
brutu þetta boðorð: “Þú skalt ekki
drýgja hór.”
Leyfum nú öörum, sem ef til vill er
skyldari Jóni Htelgasyni í trúarskoöunum
en eg er, að svara nokkrum spurningum,
sem oft eru bornar fram nú á tímum.
Dr. Erik Pontoppidan flúterskur pró-
fessorj segir í útskýringum sínum á
fræðum Lúters hinum minni, það sem
hér fer á eftir um lögáliö:
23. sp. Hve margskonar lögmál gaf
Guð í Gamla-testamentinuf
Svar: Þrens konar. 1. Fórnarlögmál
helgidómsins. 2. Hin veraldlegu stjórnar-
skipunarlög. 3. Siðferðislögmálið.
24. sp. Hver af þessum lögum eru enn
í gildif
Svar: Siðf erðislögmálið, sem er hin tíu
hoðorð Guðs.
25. sp. Geta þessi lög aldrei gengið úr
g'ldif
Svar: Nei, því þau eru bygð á réttlæti
Guðs og heilagleika.....................
26. sp. Hvernig lxefir Guð birt þessi lög
slnf
Svar: Hann ritaði þau í hjörtu mann-
anna við sköpunina og þess vegna kallast
þau lögmál náttúrunnar. Róm. 2,15.
27. sp. Hefir Guð á engan annan hátt
birt þessi lög sinf............... .....
Þvar: Jú, hann hefir gefið þau á Sínaí -
fjalli, rituðu á tvær steintöflur.”
Þessi orð eru svo skýr og greinileg, að
hver skynbær, hugsandi maður getur skil-
i8 þau og sagt Amen.
Mig furðar stórlega að nokkur hugs-
andi lesari skuli þora aö bera annaö eins