Stjarnan - 01.11.1926, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.11.1926, Blaðsíða 12
172 STJARNAN Þesskonar háðglósur voru engin nýj- ung. “Ó, mamma, eg get ekki þolaÖ aÖ börn- in meöhöndli mig þannig, eins og eg skyldi hafa aÖhafst eitthvaK ljótt. Ó, að pab'bi vildi hætta að drekka. Heldur þú að hannn geri það nokkurntíma ? “Eg vona það,” sagði frú Ellet, og kysti Súsíu á kinnina, sem tárin perluS- ust á eins og daggardropar á rósarblaði. “Eg bið Guð að gefa honum kraft til að sigra vonda vana, annað get eg ekki gert, og svo legg eg þaS í guðs hendi.” “'Hr. Ellet kom heim þetta kvöld eins og hann var vanur til að borða kvöldverð sinn. Hann var duglegur verkmaður og góður nágranni, en, hann var svo sokk- inn niður í drykkjuskap, að allir 'héldu, að hann mundi seinast eyðileggja líf sitt þannig. Súsía kysti hana, eins og hún var vön að gera, þegar hann kom inn í garð- inn, en hún var svo döpur í bragði, að það gekk honum til hjarta. Að sjá slíkan hrygðarsvip á svo ungu barni. “HlvaS er aS stúlkunni minni?” spurði hann og strauk hendinni um ljósgulu, hrokknu lokkana hennar. “Eg get ekki sagt þér það pabbi,” sagði hún rólega. “Því þá ekki ?” spurði hann. “Af því að það mundi hryggja þig,” sagði hún. “Ekki held' eg það,” svaraði hann og leiddi hana heim aS húsinu. “HvaS er það Súsía?” “Ó, pabbi,” sagði hún og fór að gráta er hún mintist ljótu orSanna, sem Frizk Linde haföi sagt, “eg vildi aS þú gætir hætt að drekka, því piltarnir og stúlkurn- ar vilja ekki leika viS mig af því að þú drekkur.” Hr. Ehet svaraði engu, en það var eitt- hvað, sem hreyfSi sér í hjarta hans, sem kom honum til að skammast sín fyrir það, að hann skyldi vera orsök í svo mik- illi eymd og sorg. Er hann hafði lokið við kvöldverð sinn, stóð hann upþ, tók hatt sinn og fór. Frú Ellet vissi vel hvert hann hafSi í hyggju að fara. Fyrst hafði hann hugsaS sér að fara ekkert í kvöld, en vald vanans var honum yfirsterkara, samt lofaSi hann, sjálfum sér, að hann skyldi ekki drekka nema einu sinni eða tvisvar framar. Súsía hafði farið frá borðinu áSur en hann var búinn að boröa, og farið út, og þegar hann gekk fram hjá þéttum njóla- búski, er stóð skamt frá götunni, heyrSi hann málróm hennar. Hann stansaði til þess aS heyra hvað hún segði. “Ó, góöi Jesús vertu svo góöur að láta pabba hætta að drekka. Gerðu hann að eins góðum manni og hann var þegar eg var lítið barn því þá geta piltarnir og stúlkurnar ekki kallað mig barn drykkju- mannsins eða sagt annað ljótt um mig. Ó, vertu svo góður, kæri Jesús, að gera þetta vegna mömmu og vegna mín.” Pabbi hennar hlustaði á einföldu bæn- ina hennar, sem ge'kk honum til hjarta. Þegar hún haföi lokiö bæn sinni, gekk hann til hennar, kraup niður við hlið hennar og vafði hana örmum. “Himnanna GuS,” sagði hann með há- tíðlegri alvöru, “eg lofa í kvöld að bragða aldrei framar dropa af áfengum drykk eins lengi og eg lifi. Gefðu mér kraft til þess aö efna loforS mitt og gerðu mig að betri manni.” “Ó, pabbi,” sagSi Súsía, og lagði 'hönd- urnar um háls honum og hallaði sér upp að brjósti hans, “nú er eg svo ánægS. Nú er mér sama, hvað ibörnin segja um mig, því nú veit eg að þau geta ekki kallað mig 'barn drykkjumannsins.” “Með Guðs hjálp,” svaraði hann, “skal eg reyna aö vera maöur upp frá þessu,” og tók í 'hendi Súsíu og leiddi hana inn í húsið, þangaS sem móðir hennar sat, þolinmóð að venju en sorg- mædd. Það verður ekki sagt frá því þakk- læti, sem steig upp til GuSs frá altari Ellets f jölskyldunnar þetta sama kvöld.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.