Stjarnan - 01.11.1926, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.11.1926, Blaðsíða 14
174 STJARNAN af yðar amerísku dollurum að vér mun- um liggja fyrir akkerum á höfninni í Hongkong, þegar “Sadu Maru” siglir inn í sundið. Þér Ameríkumenn eruð kappar í spilum og veðmálum. Hlvað segið þér?” “Eg er ekki vanur að fást við veðmál; en mig langar að vita .hversvegna þér er- uð svo viss um þetta.” “Það langar mig ekki til að segja ySur. í nótt klukkan eitt munum vér sigla fram hjá tanga, sem nefnist “Bomhay grynn- ingar,” þar sem sjórinn mun verða úfinn. Það er ætíð stormur þar, sérstaklega um þetta leyti árs. Eg hefi siglt fram og aftur um þetta haf í fjórtán ár og haft úfinn sjá hjá “Bombay grynningunum” í hvert einasta skifti. Það sem vér nú höfum er sléttur sjór í samanburði við það, isem vér getum vænst við sólarupp- komu á morgun. Japaninn er hraðskreið- ur, en hinn hái skipsskrokkur hans gef- ur vindinum of mikið tækifæri til að vinna á móti. sér. Hann verður þá að ganga hálfri ferð, til þess að geta bjarg- að sér. Vér þar á móti liggjum djúpt í sjónum og skrokkurinn á þessu skipi er mjór og “Glenogle” gamli getur gengið i gegnum öldurnar fuUri ferð. Eg ætla að loka farþegunum niðri undir þilfarinu og ekki sigla yfir einn einasta öldutopp, sem verður á vegi vorum.” “Mun skipiö velta sér meira en það nú gjörir?” “Já, miklu meira —.” Eg svaraði engu, en þessi orð drógu talsvert úr kjark mínum; því það mundi, ef til vildi, verða henni aö bana, ef skip - ið færi að hreyfast harðara en nú átti sér stað. í neyð minni snéri eg mér til hans, sem “hefir mælt vötnin í lófa sínum,” og á hnjánum mínum niðri í káetunni fletti eg (biblíunni minni og fann 107. Dav. sálm og lét hana liggja opna á kojunni hjá minni elskulegu eiginkonu. Með hönd hennar í minni las eg: “Þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verzlun á hinum miklu vötnum, þeir hafa séð verk Drottins og dásemdir hans á djúpinu. Því aS hann bauð og þá kom stormivðri Sem hóf upp bylgjur þess. Þeir hófust til himins, sigu niður í djúp- ið, þeim féllst hugur i neyðinni. Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukknir menn og öll kunnátta þeirra var þrotin. Þá hrópðu þeir til Drottins í neyö sinni, og hann leiddi þá úr angist þeirra; hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar. Þá glödd- i:st þeir, af því að þær kyrðust, og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu. Þeir skulu þakka Drotni miskunn hanS og dásemdarverk hans við mannanna börn.” Sálm. 107:23-31. Þar næst báðum við eins og við höfð- um aldrei beðið áður ■— báðum í ein- faldri trú, að við fengjum logn að við mundum komast í þá höfn, er við þráð- um. Og viS þökkuðum Drotni miskunn hans. Eg held að eg hafi aldrei verið rólegri, en þegar eg fór að hátta þaö kveld. Það var fyrirheit Drottins á móti reynslu skipstjórans. Eða var það Drottinn sjáv- arins sem nú gekk yfir öldur suður Kín- verska hafsins? Einu sinni enn mundi hið ólgufulla haf heyra skipun hans: “Þegi þú, haf hljótt um þig!” Við sváfum vært. Klukkan sex næsta morgun vaknaði eg, fór skyndilega í fötin og þar næst upp á þilfarið. Hreyf- ingar skipsins höfðu þegar sannfært mig um að alt var i lagi. Þaö var einungis pínulítil undiralda. Það eina sem eg sá af japanska skipinu, var reykjarmökkur fram undan skipi voru. Tveimur dögum seinna sigldum vér hjá Hongkong eyjunni inn á höfnina sex klukkutímum á eftir “Sadu Maru.” Skipstjórinn var ergilegur og sagðist ekki geta skiliö þetta. En við gátum þaB. Við vissum að Guð heyrir bænir og svar- ar þeim.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.