SÍBS blaðið - Oct 2017, Page 4
4
SÍBS-blaðiðGrein
Axel F. Sigurðsson læknir
Mikill árangur hefur náðst í baráttunni við kransæðasjúkóma
hér á landi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Þetta ber að
miklu leyti að þakka lækkandi tíðni reykinga, lægra kólesteróli
í blóði og betri blóðþrýstingsstjórnun.
Margir sérfræðingar telja að útrýma megi ótímabærum
veikindum og dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma með því
að ná betri tökum á ofangreindum áhættuþáttum
Enn eru þó blikur á lofti. Þrátt fyrir að dánartíðni vegna
hjarta- og æðasjúkdóma hafi lækkað umtalsvert taka þessir
sjúkdómar enn háan toll og eru tíð orsök dauðsfalla og
örorku. Þá er líklegt að vaxandi tíðni offitu og sykursýki
af tegund 2 muni snúa við þeirri jákvæðu þróun sem orðið
hefur.
Þótt árangur hafi náðst er rétt að velta fyrir sér hvers
vegna hann er ekki meiri en raun ber vitni. Sumir telja það
vera vegna þess að við höfum ekki gengið nógu langt í barátt-
unni við hina hefðbundnu áhættuþætti. Þannig mætti hugsa
sér að frekari lækkun kólesteróls í blóði og aukin notkun
blóðfitulækkandi lyfja myndi fækka kransæðatilvikum enn
frekar.
Önnur möguleg skýring er að enn vanti hlekki í keðjuna.
Hugsanlega þarf að huga að fleiri þáttum en reykingum,
kólesteróli og blóðþrýstingi. Nýlegar rannsóknir hafa t.d. sýnt
að svefn, hreyfing, streita og félagsleg einangrun geta skipt
mikli máli varðandi tilurð hjarta- og æðasjúkdóma.
Þá bendir margt til þess að bólga hafi mikla þýðingu fyrir
langvinna sjúkdóma eins og kransæðasjúkdóm, sykursýki,
krabbamein og hrörnunarsjúkdóma í taugakerfi.
Kransæðasjúkdómur
Frumorsök hjarta-og æðasjúkdóma má rekja til fyrirbæris
sem kallast „atherosclerosis“ og hefur á íslensku verið kallað
æðakölkun. Æðakölkun er reyndar villandi orð því fjölmargir
aðrir þættir en kalkanir eiga hér hlut að máli.
Með æðakölkun er átt við þrengingar á æðum vegna fitu-
söfnunar og bólgu í æðaveggjum. Með tímanum geta myndast
kalkaðar skellur í æðaveggnum. Æðakölkun getur herjað á
allar slagæðar en er mest áberandi í kransæðum, ósæð og
slagæðum til heila og útlima.
Fljótlega eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk tók tíðni
æðakölkunar að aukast hratt. Á sjötta áratug síðustu aldar
var kransæðastífla orðin meðal algengustu dánarorsaka á
Vesturlöndum.
Einkenni kransæðastíflu voru oft skyndileg og afleiðing-
arnar alvarlegar.
Hraustir einstaklingar fengu skyndilega sáran brjóstverk
og alvarlegar hjartasláttartruflanir sem oft leiddu til dauða.
Þá voru meðferðarmöguleikar takmarkaðir á þessum tíma.
Fljótlega var því farið að tala um faraldur.
Áhrif bólgu á hjarta-
og æðasjúkdóma
Margt bendir til þess að
bólga hafi mikla þýðingu
fyrir langvinna sjúkdóma
eins og kransæðasjúkdóm,
sykursýki, krabbamein
og hrörnunarsjúkdóma í
taugakerfi.
www.linde-healthcare.is