SÍBS blaðið - okt. 2017, Side 6
6
SÍBS-blaðið
Athyglisvert er að statinlyf draga einnig úr bólguvirkni.
Margir sérfræðingar telja að þessi eiginleiki lyfjanna eigi
mikinn þátt í gagnsemi þeirra.
Nýlegar niðurstöður lyfjarannsóknar sem ber heitið
CANTOS hafa vakið mikla athygli.
CANTOS rannsóknin var alþjóðleg rannsókn á sjúklingum
sem fengið höfðu kransæðastíflu og mælst með hækkun á
hsCRP í blóði.
Rannsóknin prófaði áhrif lyfsins canakinumab sem er
einstofna mótefni sem gefið er undir húð á þriggja mánaða
fresti. Canakinumab er lyf sem dregur úr bólguvirkni í æða-
kölkunarskellum.
Niðurstöður CANTOS rannsóknarinnar sýna að sjúklingar
sem fengu canakinumab fengu ný æðaáföll í minna mæli en
sjúklingar sem fengu lyfleysu.
CANTOS er tímamótarannsókn því hún sýnir í fyrsta sinn
að með því að draga úr bólguvirkni má bæta horfur sjúklinga
sem þegar hafa greinst með kransæðasjúkdóm og aukna
bóguvirkni.
Lífsstíll og langvinnar bólgur
Lífsstíll getur haft veruleg áhrif á hversu mikil bólgusvörun
verður í slagæðum og öðrum vefjum líkamans. Til dæmis hafa
rannsóknir sýnt að tóbaksreykingar ýta undir bólgusvörun á
meðan regluleg hreyfing minnnkar bólgusvörun.
Mataræði getur haft mikil áhrif á langvinnar bólgur.
Rannsóknir hafa sýnt að neysla á viðbættum sykri og
einföldum kolvetnum ýtir undir bólgusvörun.
Aðrar rannsóknir sýna að neysla á transfitu ýtir undir
bólguviðbrögð.
Líklegt er að neysla á omega-3 fitusýrum minnki bólgu-
svörun.
Margar rannsóknir benda til að neysla á grænmeti og
ávöxtum minnki bólgusvörun.
Dedicated to People Flow
Rannsóknir benda til að svokallað Miðjarðarhafsmataræði
geti minnkað líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, Parkinson-
sjúkdómi, Alzheimersjúkdómi og sumum krabbameinum. Allir
þessir sjúkdómar tengjast langvinnri bólgusvörun.
Neysla á ólífuolíu, hnetum og fiski virðist einnig draga úr
bólgusvörun.
Slæmur svefn, kyrrseta og streita ýta undir langvinna
bólgusvörun. Þetta kann að vera ein ástæðan fyrir því að
þessir þættir auka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.
Löngum hefur verið ljóst að lífsstíll okkar tengist hættunni
á að fá langvinna sjúkdóma. Langvinn, hægfara bólgusvörun
kann að vera einn mikilvægasti þátturinn í tilurð þessarra
sjúkdóma.
Heilbrigður lífsstíll er áhrifaríkasta leiðin sem við höfum til
að draga úr langvinnri, hægfara bólguvirkni.
Lykilorðin fjögur eru mataræði, hreyfing, svefn og
streita.
Slæmur svefn, kyrrseta og
streita ýta undir langvinna
bólgusvörun. Þetta kann að
vera ein ástæðan fyrir því að
þessir þættir auka líkurnar á
hjarta- og æðasjúkdómum.
Síðumúla 6 | 108 Reykjavík | 560 4802
verslun.sibs.is | Finndu okkur á fb
-Hentar fyrir bæði mjúkt og hart undirlag.
-Kemur í mörgum litum
-Verð 4.990.-