SÍBS blaðið - okt. 2017, Síða 8
8
SÍBS-blaðiðGrein
Hildur Thorsdóttir,
læknir offitusviðs Reykjalundar
Ofþungum einstaklingum hefur farið fjölgandi á síðustu
áratugum, sérstaklega á Vesturlöndum. Á sama tíma hefur
tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma aukist og eru þeir farnir að
ógna lýðheilsu vestrænna þjóða. Eru þetta sjúkdómar á borð
við sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma, astma
og ýmsar gerðir krabbameina. Hafa þessir sjúkdómar verið
algengari hjá einstaklingum sem eru of þungir. Ekki er það þó
algilt að einstaklingar með verulega líkamsfitu þrói með sér
slíka sjúkdóma. Þannig eru sumir með verulegan fitumassa
en með heilbrigða líkamsstarfsemi meðan aðrir fá þessa
sjúkdóma með mun minni fitumassa. Síðastliðna áratugi
hafa vísindamenn haft mikinn áhuga á að finna hvaða tengsl
eru á milli fitumassans í líkamanum og myndunar annarra
sjúkdóma. Einkennandi fyrir þann hóp sem þróar með sér
þessa langvinnu sjúkdóma er að þeir hafa meiri fitusöfnun
á efri hluta líkamans og sérstaklega kviðfitusöfnun. Þeir
virðast samkvæmt ýmsum mælingum hafa meiri bólguvirkni í
líkamanum og er hún líklegur orsakavaldur þeirra langvinnu
sjúkdóma sem tengjast aukinni líkamsþyngd. Mun ég skýra
frá nokkrum tilgátum sem settar hafa verið fram um hvernig
þessi bólguvirkni er tilkomin.
Fitufruman og boðefni hennar
Áður fyrr var litið á fituvefinn eingöngu sem geymslustað fyrir
umfram orkuforða sem mátti sækja í þegar þröngt var í búi.
Nú hefur fitufruman verið rannsökuð betur og hefur komið í
ljós að hún er flókin að gerð og hefur margvíslega starfsemi
aðra. Hún er byggð upp af þunnri umlykjandi frumuhimnu, í
öðrum endanum er frumukjarninn en að öðru leyti er fruman
full af fitu. Frumukjarninn er stjórnstöðin og þar verður fram-
leiðsla margvíslegra efna. Fitufruman tekur þátt í stjórnun
efnaskipta, hefur áhrif á inntöku hitaeininga og stjórnar
geymslu fitunnar. Fundist hefur fjöldi boðefna og hormóna
sem fitufruman myndar og seytir út í blóðrásina, eru þau köll-
uð adipokine. Tvö þessara boðefna hafa verið mest rannsök-
uð, þau eru adiponectin og leptin. Leptin var fyrsta boðefnið
sem fannst í fitufrumunni. Leptin hefur í gegnum beina
stjórnun á undirstúku heilans (hypothalamus) áhrif á hversu
mikillar fæðu er neytt og einnig áhrif úti í líkamanum á það
hversu mikilli orku er eytt. Leptin hefur verið kallað seddu-
hormón líkamans. Magn leptins í blóði er í réttu hlutfalli við
fitumassa líkamans. Til er afar sjaldgæfur genagalli þar sem
leptin skortir, verða slíkir einstaklingar mjög feitir strax sem
ungabörn. Leptin var þróað sem lyf fyrir þessa einstaklinga
og við gjöf þess minnkaði fæðuinntaka þeirra, grunnefna-
skiptahraði jókst og þeir léttust hratt. Áhrif leptins breytist
hins vegar við aukna líkamsfitu. Stærri og fleiri fitufrumur
framleiða meira leptin, styrkur þess í blóði hækkar stöðugt og
líkaminn fer að mynda ónæmi fyrir virkni þess. Þannig hefur
leptin sem lyf ekki hjálpað þeim fjölda einstaklinga sem eru
of þungir heldur eingöngu þeim örfáu sem hafa meðfædd-
an skort á efninu. Ónæmi fyrir leptini helst oft í hendur við
ónæmi fyrir insúlíni, hormóninu sem stjórnar noktun blóð-
sykursins. Adiponectin er annað boðefni fitufrumunnar sem
einnig er vel rannsakað. Það eykur næmi vöðva og lifur fyrir
insúlíni, það hreinsar fitusameindir, sérstaklega fríar fitusýrur
úr blóðrásinni og vinnur úr þeim. Adiponectin virðist einnig
hafa bólguhemjandi áhrif. Þegar fitufruman er heilbrigð er
adiponectin hennar aðalboðefni. Rannsóknir hafa sýnt að
Bólga, líkamsfita og
langvinnir sjúkdómar
Frumuhimna
Fituforði
Umfrymi
Frumukjarni
Orkukorn
Mynd 1. Fitufruman