SÍBS blaðið - okt. 2017, Side 10

SÍBS blaðið - okt. 2017, Side 10
10 SÍBS-blaðið veldur flestum þeim langvinnu sjúkdómum sem tengjast offitu. Cytokine bólguboðefnin berast um allan líkamann og hafa áhrif á starfsemi annarra líffæra og vefja, minnkaður styrkur adiponectins frá fitufrumunum sem hefur bólguhemj- andi virkni hefur líka áhrif til að magna upp bólguferlana. Það hefur líka verð sýnt að þegar frumur ónæmiskerfisins (mismunandi hvít blóðkorn) virkjast í bólguferlinu hafi þær bein áhrif á efnaskiptin svo sem til að minnka virkni insúlíns og til að ýta undir fitusöfnun inn í fitufrumur og viðhalda þannig bólgumyndun. Hér er því kominn annar vítahringur fitusöfnunar og bólguvirkni. Hlutverk þarmaflórunnar Í meltingarveginum búa ótal lífverur, svokölluð þarmaflóra, sem er samsett úr ýmsum örverutegundum. Fjöldi örveranna skiptir einhverjum trilljónum og eru þær margfalt fleiri en frumur mannslíkamans. Mikilvægustu tegundirnar eru taldar vera Bacteriodetes, Firmicutes og Actinobacteria. Hlutverk flórunnar er talið mikilvægt til að viðhalda eðlilegri starfsemi líkamans. Það er ekki langt síðan vísindamenn fóru að rann- saka flóruna og áhrif hennar, ekki nándar nærri öllum spurn- ingum er fullsvarað og sumar upplýsingar höfum við aðeins úr dýrarannsóknum og vitum ekki hvort hægt er að heimfæra upp á manninn. Eitt mikilvægasta hlutverk flórunnar er að vernda okkur gegn utanaðkomandi skaðvöldum og verjast sýkingum en líka hefur verið sýnt fram á að flóran tekur þátt í upptöku næringar- og orkuefna úr görninni. Þetta hlutverk þarmaflórunnar hefur vakið mesta athygli í tengslum við þann mikla offituvanda sem orðinn er útbreiddur á Vesturlöndum. Rannsóknir sýndu mjög fljótt að mýs sem ekki höfðu neina þarmaflóru voru bæði léttari og höfðu hlutfallslega minni líkamsfitu en venjulegar mýs. Þessi munur hélst þótt þær væru aldar á orkuríku fæði sem innihélt bæði mikið af fitu og kolvetnum og líktist þannig fæði vestrænna þjóða. Þetta styður það að eitt af hlutverkum þarmaflórunnur sé að taka upp næringar- og orkuefni úr görninni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þegar þessar örverufríu mýs fengu þarmaflóru úr venjulegum músum þá þyngdust þær og líkamssamsetn- ing þeirra breyttist þannig að fitumassinn jókst hlutfallslega mest. Rannsóknir hafa verið gerðar á mönnum þar sem þarmaflóra úr einstaklingum með litla líkamsfitu hefur verið borin saman við þarmaflóru einstaklinga með mikla líkams- fitu. Sumar þessara rannsókna hafa sýnt mismunandi sam- setningu flórunnar tengt fitumassa en aðrar hafa ekki verið eins afgerandi og þarf að rannsaka það nánar. En rannsóknir á mönnum þar sem einstaklingar fengu mismunandi sam- setta fæðu í einungis þrjá daga sýndu að flóran breyttist á svo skömmum tíma. Mest áberandi var breytingin þegar gefið var mjög orkuríkt fæði en þá varð flóran mun fábreyttari og ein tegund af örverum varð mun algengari en aðrar. Að sama skapi breyttist flóran til baka þegar gefið var orkuskert fæði. Það virðist því skipta máli að rétt hlutföll séu á milli mismun- andi örverutegunda til að orkuupptaka sé sem hagstæðust fyrir einstaklinginn. Sjúk þarmaflóra og bólgumyndun Þegar hlutföll raskast milli örverutegunda flórunnar hefur það áhrif á það sambýli sem ríkir milli líkamans og þarmaflórunnar og virðist ýta undir myndun sjúkdóma sem tengjast efna- skiptunum. Við þessa röskun verður einnig væg bólgumyndun sem hefur áhrif um allan líkamann líkt og bólgumyndunin sem verður við röskun í fituvefnum. Við röskun á jafnvægi flór- unnar virðist slímhúðin sem klæðir þarminn að innan verða lekari og við slík skilyrði ná ákveðin eggjahvítuefni að leka í auknum mæli út í blóðrásina. Eru þetta t.d. eggjahvítuefni sem brotna úr útvegg baktería. Þegar þessi eggjahvítuefni komast út í blóðrásina fara þau inn í aðra vefi líkamans svo sem lifur og fituvef og ná að kveikja þar bólgusvörun. Þetta ferli styrkir enn frekar þá bólgumyndun sem verður í fitu- vefnum sjálfum eins og kemur fram fyrr í þessum pistli. Hefur fundist mælanlegur munur á styrk þessara eggjahvítuefna í blóði einstaklinga með offitu miðað við einstaklinga í kjör- þyngd. Fæða mjög rík af fitu og einföldum kolvetnum eykur styrk þessara eggjahvítuefna á meðan fæði sem er ríkt af ávöxtum og trefjum gerir það ekki. Þeir sem hafa sykursýki af tegund 2 virðast vera sérstaklega viðkvæmir fyrir þessari bólgumyndun og er það líklega vegna þeirra áhrifa sem mallandi væg bólga í líkamanum hefur á myndun insúlínón- æmis sem með tímanum leiðir til sykursýki. Heilbrigð þarmaflóra hefur áhrif á allt okkar heilsufar með því að stýra upptöku næringarefna úr fæðunni, halda slímhúðinni heilbrigðri og hindra að efni komist út í líkamann sem geta valdið bólgu með aukinni fitusöfnun og efnaskipta- sjúkdómum. Samantekt Hér hef ég tekið saman ýmsar kenningar sem hafa verið settar fram um bólgumyndun í líkamanum sem tengist við líkams fitu. Það er margt sem er athyglisvert. Fituvefurinn hefur mismunandi virkni eftir því hvar hann er í líkamanum bæði hvað varðar áhrif á efnaskipti og áhrif á bólguferla. Viðbrögð ónæmiskerfisins verða sérstök fyrir það hve langvarandi og mallandi þau verða. Örverur meltingarvegar- ins hafa mikilvægt hlutverk og röskun á þeirra jafnvægi getur haft mikil áhrif bæði á fitusöfnun og bólguvirkni. Það er fullsannað að bólguvirkni hefur áhrif á myndun fylgikvilla offitunnar og það er bólguvirknin frekar en heildarlíkamsfitan sem er ráðandi um heilsufar okkar. Það sem við getum gert sjálf til að vinna gegn þessari bólgumyndun er að gæta að lífsháttum okkar með því að viðhalda stöðugri líkamsþyngd, vinna gegn kviðfitusöfnun og viðhalda heilbrigðri örveruflóru. Fjölbreytt og hollt mataræði er lykilatriðið. Helstu heimildir: Samoch-Bonet et al. Metabolically healthy and unhealthy obese – the 2013 Stock Conference report. Obesity reviews 2014;15:697-708. Lumeng CN, Saltiel AR. Inflammatory links between obesity and metabolic disease. The Journal of Clinical Investigation 2011;6:2111-2117. Boulangé et al. Impact of the gut microbiota on inflammation, obesity and metabolic disease. Genome Medicine 2016;8:42-53. Heilbrigð þarmaflóra hefur áhrif á allt okkar heilsufar með því að stýra upptöku næringarefna úr fæðunni, halda slímhúðinni heilbrigðri og hindra að efni komist út í líkamann sem geta valdið bólgu með aukinni fitusöfnun og efnaskiptasjúkdómum.

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.