SÍBS blaðið - okt 2017, Qupperneq 18
18
SÍBS-blaðið
Góður nætursvefn er mikilvæg grunnstoð heilsu líkt og hreyf-
ing og næring. Þó svefninn veiti okkur nauðsynlega hvíld er
þetta mjög virkt ástand þar sem mikil vinna á sér stað bæði í
líkama og sál. Líkaminn er bæði að endurnæra sig og byggja
sig upp þegar við sofum og skortur á svefni getur haft marg-
víslegar neikvæðar afleiðingar á heilsu og líðan.
Rannsóknir hafa sýnt að skertur nætursvefn eykur magn
bólguefna í líkamanum sem getur valdið ýmsum sjúkdómum
ef bólgur eru viðvarandi. Auknar bólgur í líkamanum eru í
raun eðlileg svörun ónæmiskerfisins við sýkingum og meiðsl-
um. Bólgur eru þannig gjarnan fyrstu viðbrögð líkamans við
utanaðkomandi innrás eða áfalli. Ónæmiskerfið bregst við
slíku með bólgum meðan verið er að vinna bug á meininu.
Þegar líkaminn jafnar sig og nær að vinna á sýkingum og
meiðslum dregur jafnan úr bólgum á ný. Bólgur geta hins
vegar líka verið viðvarandi og þá eru þær oft á lágu stigi en
valda skaða með tímanum. Krónískar bólgur í líkamanum geta
aukið áhættu á ýmsum sjúkdómum, s.s. háþrýstingi, sykur-
sýki, hjarta- og æðasjúkdómum, gigt og krabbameini. Með
því að draga úr bólgum má þannig byggja upp öfluga forvörn
gegn ýmsum heilsufarslegum kvillum.
Svefntruflanir og bólgur
Auknar bólgur eru algengari hjá þeim sem eru að kljást við
svefntruflanir á borð við svefnleysi, kæfisvefn og fótaóeirð.
Einstaklingar sem glíma við sjúkdóma þar sem auknar bólgur
koma við sögu líkt og krabbamein, Alzheimer og hjarta- og
æðasjúkdóma eru sömuleiðis í aukinni áhættu á að glíma við
svefnraskanir.
Þegar fólk missir svefn heila nótt eða sefur skemur en
fjórar klukkustundir fara bólguefni eins og C-reactive protein
(CRP) og interleukin-6 (IL-6) að aukast í blóðinu en þessa
aukningu má sjá jafnvel eftir einungis eina nótt af skertum
svefni. Það er þó heldur ekki hollt að sofa of mikið en of mikill
svefn getur líka valdið auknum bólgum í líkamanum. Það er
því hinn gullni meðalvegur sem er bestur þegar kemur að
svefninum en flestir fullorðnir þurfa að sofa í 7-8 klukku-
stundir á sólarhring.
Kæfisvefn er sjúkdómur þar sem fólk hættir að anda
endurtekið yfir nóttina vegna þrengsla í efri loftvegi. Helstu
Grein
Erla Björnsdóttir
sálfræðingur
Svefn og bólgur
Rannsóknir hafa sýnt að
skertur nætursvefn eykur
magn bólguefna í líkamanum
sem getur valdið ýmsum
sjúkdómum ef bólgur eru
viðvarandi.
einkenni kæfisvefns eru hrotur, óvær svefn og dagssyfja.
Það er nokkuð sterkt samband milli bólguefna og kæfisvefns
en ljóst er að offita, sem er helsti áhættuþáttur kæfisvefns,
hefur mikil áhrif á þessi tengsl. Alvarleiki kæfisvefns er
þannig tengdur styrk bólguefna í blóði og því aukinni áhættu
á hjarta- og æðasjúkdómum en þessi tengsl virðast vera
mun sterkari hjá kæfisvefnssjúklingum sem eru í ofþyngd.
Einstaklingar i yfirþyngd eru yfirleitt með aukið magn bólgu-
efna í blóðinu og því líklegt að kæfisvefninn valdi enn frekari
bólgum hjá þessum hópi.
Því miður eru svefnvandamál algeng í nútíma samfélagi og
ætla má að um að þriðjungur fullorðinna glími við svefnleysi
einhvern tímann á ævinni og tíðni kæfisvefns hefur aukist
með vaxandi ofþyngd þjóðarinnar. Hugræn atferlismeðferð er
gagnleg leið til þess að vinna bug á svefnleysi en ef grunur
er um kæfisvefn er mikilvægt að ræða slíkt við sinn heimilis-
lækni sem metur þá hvort gera þurfi svefnrannsókn til þess
að skima fyrir kæfisvefni.
Góðar svefnvenjur
Það er ýmislegt sem fólk getur sjálft gert til þess að bæta
eiginn svefn. Í fyrsta lagi er afar mikilvægt að hafa sem mesta