SÍBS blaðið - okt. 2017, Blaðsíða 20

SÍBS blaðið - okt. 2017, Blaðsíða 20
20 SÍBS-blaðið Þátttaka almennings í íþróttum og hreyfingu hefur aukist á undanförnum áratugum. Í dag er hreyfing hluti af lífsstíl sístækkandi hóps og jákvæð áhrif hreyfingar á almennt heilsufar er óumdeild. Hins vegar geta ýmis stoðkerfisein- kenni fylgt aukinni hreyfingu, sérstaklega ef farið er of geyst eða álag aukið of hratt. Þessi einkenni má flokka í bráð meiðsli og álagseinkenni. Bráð meiðsli verða skyndilega við eitt ákveðið atvik ef lífaflfræðilegt álag á ákveðinn vef verður meira en hann þolir á ákveðnum tímapunkti. Álagseinkenni koma oftast fram eftir ofálag yfir einhvern tíma sem leiðir venjulega til lítilla einkenna í fyrstu, en ef haldið er áfram á sama álagi versna einkenni smám saman þar til dregið er úr álagi eða því breytt. Ef engin breyting verður á álagi þarf einstaklingur oft að breyta eða hætta sinni hreyfingu tímabundið vegna einkennanna. Sem dæmi um bráð meiðsli má nefna vöðva- og liðbandatognanir, en álagseinkenni geta t.d. verið tennisolnbogi og álagstengd einkenni frá hásinum. Hlutverk bólgu í bráðum meiðslum í íþróttum Bráð meiðsli geta orðið í mörgum vefjum líkamans svo sem vöðvum, sinum, liðböndum, beinum o.fl. Við skulum taka dæmi um vöðvatognun og skyggnast aðeins inn í hvað gerist í vöðvanum við vöðvatognanir og hlutverk bólgu í þessu ferli. Vöðvatognanir verða venjulega nálægt mótum vöðva og sina við kröftugt og hratt átak, en einnig er þekkt að þær verði við mikla teygju. Þegar tognun verður rofna vöðvafrumur ásamt bandvef umhverfis þær og geta þá frumurnar ekki sinnt hlutverki sínu um að dragast saman við vöðvasamdrátt og lengjast aftur þegar vöðvinn slakar á. Það verður mikið ójafnvægi á flæði ýmissa jóna í og við frumurnar sem m.a. er talið valda samdrætti rofinna vöðvafruma næst tognuninni sem aftur veldur því að stærra bil myndast í vöðvann þar sem rofið varð. Rof á æðum getur valdið mikilli blæðingu inn í þetta gap sem myndast, en smám saman myndast svo örvefur á svæðinu.1 Oftast verða slíkar tognanir þegar einstaklingur er á hreyfingu, en þá er meira blóðflæði í vöðvanum en við hvíld og því verður blæðing meiri en ella. Vinnandi vöðvi þarf auk þess meira súrefni en vöðvi sem er í hvíld og ef æðar til vinnandi vöðva rofna er hætta á að sá hluti vöðvans sem æðarnar lágu til fái ekki það súrefni og næringu sem þörf er á, sem leitt getur til frumudauða næst meiðslasvæðinu og þar með aukið á alvarleika meiðslanna.2 Litlar taugar sem liggja til vöðvafruma geta einnig slitnað ef þær liggja um meiðsla- svæðið sem veldur því að ekki næst samband við viðkomandi vöðvafrumur þar til taugasímar hafa aftur vaxið að viðkom- andi vöðvafrumum.1, 2 En hvað er þessi bólga og hvert er hlutverk hennar í viðgerðarferlinu? Bólga er svar fruma við skemmdum og er nauðsynleg til þess að viðgerð eigi sér stað.3 Samspil ónæmiskerfis og vöðva skiptir miklu máli í viðgerðarferli eftir vöðvatoganir.2 Margar tegundir ónæmisfruma taka þátt í bólguviðbrögðum þar með talið mast-frumur, neutrophils, T regulartory lymphocytes, eosinophils og CD8 T lymphocytes.3 Magn bólgu eftir meiðsli byggir á tveimur meginþáttum: alvarleika meiðslanna og blóð- magni í viðkomandi vöðva þegar meiðslin eiga sér stað.4 Strax eftir vöðvatognun verður blæðing úr rofnum æðum og með blæðingunni fara m.a. blóðflögur út í meiðslasvæð- ið og hefja strax ferli til að draga úr blæðingu. Þær ásamt mast-frumum losa m.a. histamín og serotonin sem valda æðaútvíkkun á meiðslasvæðinu sem hægir á blóðflæði í æðum, en valda einnig auknu gegndræpi æðaveggja. Þannig á blóðvökvi auðveldara með að streyma út um æðaveggi inn Grein Árni Árnason PT, PhD sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun Bólgur vegna meiðsla og álags í íþróttum Sem dæmi um bráð meiðsli má nefna vöðva- og liðbandatognanir en álagseinkenni geta t.d. verið tennisolnbogi og álagstengd einkenni frá hásinum.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.