Fréttablaðið - 24.01.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
jeep.isJEEP® ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 26. JANÚAR
JEEP® GRAND CHEROKEE 35” BREYTING FRÁ ARCTIC TRUCKS – NÝR JEEP® CHEROKEE
Ranghermt var í blaðinu í gær
að Boeing 737 MAX 8 þota
flugfélagsins Lion Air hefði hrapað
í Indónesíu vegna bilunar í hreyfli.
Orsökin er rakin til bilunar í
skynjara.
LEIÐRÉTTING
KJARAMÁL „Ríkissáttasemjari er
búinn að boða þrjá fundi í næstu
viku. Það er kominn nýr taktur í
samningaviðræðurnar og ég met
það svo að hver fundur færi okkur
nær lausn,“ sagði Halldór Benja-
mín Þorbergsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir
samningafund með Eflingu, Verka-
lýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi
Grindavíkur og VR sem fór fram í
gær.
Á fundinum var meðal annars
rætt um tillögur átakshóps um
aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það
er mitt mat að þetta útspil í hús-
næðismálum hafi verið mikilvægt
og sé til þess fallið að koma skriði
á viðræður við alla hópa. Þetta
ávarpar hinn raunverulega vanda
sem er að hluti samfélagsins býr við
framboðsskort á fasteignamarkaði.
Ef það er ráðist að rótum þess vanda
þá er það í mínum huga lykillinn að
farsælli lausn kjarasamninga,“ segir
Halldór Benjamín.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri, lýsir einnig yfir ánægju með
húsnæðistillögurnar frá hópnum
og fagnar því að húsnæðismálin
séu nú eitt aðalmálanna við kjara-
samningaborðið.
„Sagan hefur kennt okkur að ein-
mitt í tengslum við kjarasamninga
hafa stærstu umbæturnar í hús-
næðismálum á Íslandi náð fram að
ganga,“ segir Dagur.
Reykjavíkurborg og verkalýðs-
hreyfingin hafi gengið í takt og
talað fyrir svipuðum hugmyndum
en mikilvægt sé að hafa náð sam-
hljómi við borð þar sem ríkisstjórn
og aðrir aðilar vinnumarkaðarins
eigi líka sæti.
„Ég legg áherslu á að sem flestar
og helst allar tillögurnar fari nú í
markvissa vinnslu og mér fyndist
eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins
Segir nýjan takt í viðræðunum
Framkvæmdastjóri SA segir nýjan takt kominn í kjaraviðræður en fyrirhugaðir eru þrír samningafundir
milli deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Borgarstjóri fagnar því að húsnæðismál séu í forgrunni.
Fjörutíu tillögur voru settar fram af átakshópi til að bregðast við húsnæðisvandanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ASÍ kynnir skattatillögur
Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær
tillögur um róttækar breytingar á
skattkerfinu. Er þar meðal annars
lagt til að tekið verði upp fjögurra
þrepa skattkerfi með sérstöku
hátekjuþrepi. Þá vill ASÍ hækka
skattleysismörk og að þau fylgi
launaþróun.
Einnig er lagt til að húsnæðis-
stuðningskerfin verði endur-
reist og að barnabætur nái til
þorra barnafjölskyldna með
því að draga verulega úr tekju-
skerðingum. Í tilkynningu segir
að markmið breytinganna sé að
létta byrðum af lág- og milli-
tekjuhópum og koma á réttlátari
skattheimtu.
Bent er á að ríkissjóður gæti
fjármagnað þessar aðgerðir til
dæmis með hækkun fjármagns-
tekjuskatts, upptöku auðlegðar-
skatts og auknu skatteftirliti. Hall-
dór Benjamín sagðist aðspurður
ekki geta tjáð sig um tillögurnar
að svo stöddu.
og ríkisstjórnin klári fjármögnun á
lykiltillögum til þess að heilbrigðari
húsnæðismarkaður verði að veru-
leika,“ segir Dagur en tillögurnar
verða ræddar á fundi borgarráðs í
dag.
Dagur bætir því við að mjög
ánægjulegt sé að sjá að hópurinn
hafi áttað sig á samspili góðra sam-
gangna og húsnæðismála.
„Það eru beinlínis tímamót að
svona breiður hópur sem er að fjalla
um húsnæðismál kalli sérstaklega
eftir að framkvæmdum við borgar-
línu verði hraðað,“ útskýrir borgar-
stjórinn.
sighvatur@frettabladid.is
INDLAND Flokksmenn Congress,
stærsta stjórnarandstöðuflokks
Indlands, sögðust í gær eiga í vand-
ræðum með að finna þyrlur til að
ferja leiðtoga flokksins á milli staða
í aðdraganda þingkosninga sem fara
fram í vor. Narendra Modi forsætis-
ráðherra og BJP-flokkur hans eru
sagðir sökudólgarnir og kennt um
að einoka þyrlur landsins.
Indland er stórt og fjölmennt með
1,3 milljarða íbúa. Frambjóðendur
þurfa því að ferðast mikið.
Anand Sharma, fyrrverandi iðn-
aðarráðherra og háttsettur innan
Congress, sagði BJP hafa bókað
stóran hluta indverska þyrluflotans
níutíu daga fram í tímann. Venjan sé
að slíkar bókanir séu með 45 daga
fyrirvara. „BJP hefur tryggt sér flest-
ar þyrlurnar enda á flokkurinn digra
sjóði. Ef við hugsum okkur að auði
flokkanna tveggja sé skipt í hundrað
hluta ættu þau níutíu, við tíu,“ sagði
Sharma.
BJP-liðar þvertaka fyrir að
flokkurinn einoki þyrluflotann.
Kosið er um 543 sæti í neðri deild
þingsins í hollum í apríl og maí. Alls
eru 545 sæti í boði en forseti skipar
þau tvö sem eftir standa út frá til-
nefningum ensk-indverska sam-
félagsins þar í landi.
Skoðanakönnun frá því fyrr í
janúar sýnir að stefni í að bandalag
BJP fái 245 þingsæti, bandalag Con-
gress 146 og aðrir flokkar 152. Verði
þetta raunin hefur hvorugt banda-
lagið meirihluta. – þea
Kvarta yfir þyrlueinokun á Indlandi
Narendra Modi þykir einoka þyrlur í kosningabaráttunni. NORDICPHOTOS/AFP
KJARAMÁL „Það er rétt að það hefur
verið leitað til mín um að bjóða mig
aftur fram til formennsku í VR, en
ég var búin að taka þá skýru afstöðu
að það myndi ég ekki gera og hún
stendur, segir Ólafía B. Rafnsdóttir,
fyrrverandi formaður VR. Hún
tapaði fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni
sem bauð sig fram gegn henni í for-
mannskjöri 2017.
Búist er við að stjórnarkjör fari
fram í mars en ekki hefur enn verið
auglýst eftir framboðum og fram-
boðsfrestur ekki kynntur.
Ólafía segir að þrátt fyrir að
mikið hafi verið þrýst á sig sé hún
ekki tilbúin að fórna öðrum fjórum
árum í þetta verkefni.
„Ég skilaði mínum
fjórum árum og er
stolt af þeim. – aá
Ólafía fer ekki
aftur fram í VR
2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
F
-3
5
8
0
2
2
1
F
-3
4
4
4
2
2
1
F
-3
3
0
8
2
2
1
F
-3
1
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K