Fréttablaðið - 24.01.2019, Page 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Í stað þess að
vera skömm
ustulegir á
þingi rífa þeir
þar kjaft og
telja sig hafa
fundið
illgjarnan og
hefnigjarnan
óvin í forseta
þingsins.
Á for
mennsku
árinu
leggjum við
áherslu á
hagsmuni
ungs fólks,
sjálfbæra
ferða
mennsku og
málefni
hafsins.
Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefnd-inni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi,
heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa
Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem
litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis.
Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta
þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27
milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims.
Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30
þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum
sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Saman-
lagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands
þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu.
Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tón-
list, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og
norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert
öðru pólitíska fótfestu á óróatímum.
Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi
hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman.
Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að
mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu
en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála
um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi,
lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála.
Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprell-
lifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugs-
un og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull
á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta
vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðs-
svæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og lofts-
lagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir
þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið
stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa
og hlúum að vináttu okkar og velferð.
Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir for-
mennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á
formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs
fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum
frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á
þessum sviðum. Meira um það á norden.org.
Norræn samvinna
Sigurður Ingi
Jóhannsson
samstarfs
ráðherra
Norðurlanda
Steingrímur J. Sigfússon hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammadembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur
þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en
standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstök-
um varaforsetum sem eiga að fara með Klausturs-
málið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími
eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klaustur-
barnum og dunduðu sér við að klæmast.
Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þing-
menn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á
barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun
þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega
eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með
framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki
vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, for-
herðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera
skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig
hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta
þingsins.
Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þess-
ara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag.
Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð
þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu
fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sér-
staka lífsfyllingu í því að ofsækja hann.
Þeir þingmenn Flokks fólksins sem sátu á Klaustur-
barnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason,
eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið
reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft
sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá
þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum
var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu
heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú
þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn
þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir
í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt
hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar
hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Stein-
gríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að
fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla
yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir
sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“
Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað
smán og niðurlægingu yfir sjálfa sig og sett blett á
starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki
einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar?
Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum
töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins.
Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun
sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa
að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema
ónýtt mál“.
Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna
óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega
gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar
koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun
er ekki til í þeirra orðabók.
Forherðing
Erlendir ferðamenn
Sexmenningarnir af Klaustri hafa
snúið nauðvörn í harða sókn
og kjarninn í henni hjá hinum
nú óháðu þingmönnum, Karli
Gauta og Ólafi Ísleifssyni, er að
þeir sögðu ekkert ljótt á barnum.
Ólafur benti á þingi í fyrradag
á að hann hefði aldrei hallað
orði á nokkurn mann og sneri
sér í gær að umferð hópbifreiða
með tilheyrandi raski í kringum
þinghúsið. Einhverjir vinnufé-
laga Ólafs vilja að vísu meina að
drykkjufundurinn hafi raskað
ró þingheims mun meira en
ólíkt þeim sem sátu að sumbli
eftir að Ólafur og Karl hurfu á
braut og töldu hljóðritarann vera
erlendan ferðamann þarf Ólafur
síst að láta slíka pirra sig.
Köng Fú!
Karl Gauti er síðan enn harðari
í vörninni og var öskureiður í
umræðum um tillögu Steingríms
J. um rannsóknarrétt nýrra vara-
forseta forsætisnefndar. Hann er
líka harðjaxl af gamla skólanum,
stofnandi og formaður Karate-
félagsins Þórshamars um árabil
og fyrrverandi formaður Karate-
sambands Íslands og var jafnvel
enn meira ógnandi í jakkafötun-
um en í hvíta gallanum forðum.
Hann hefur því tæplega sagt sitt
síðasta orð eða tekið sitt hinsta
hringspark og gott að hafa í huga
að það getur haft afleiðingar
að reyta fólk sem kann fornar
japanskar bardagalistir til reiði.
thorarinn@frettabladid.is
2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
F
-3
F
6
0
2
2
1
F
-3
E
2
4
2
2
1
F
-3
C
E
8
2
2
1
F
-3
B
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K