Fréttablaðið - 24.01.2019, Page 18
Eigðu góðan
dag - ristaðu
Samsölu beyglur
Samsölu-beyglur eru og hafa verið vinsælar á
íslenskum heimilum til fjölda ára. Þú getur valið úr
fjórum tegundum. Núna færðu vinsælu Samsölu-
beyglurnar einnig með jalapeno og bræddum
Cheddar osti.
Njóttu þess að setjast niður að morgni með
nýristaða jalapeno beyglu, það gerir daginn betri.
Það einfaldar þér lífið að eiga beyglur í frystinum,
þú getur fengið þér bragðgóða máltíð á einungis
nokkrum mínútum. Hafðu það notalegt og toppaðu
Samsölu-beygluna með þínu uppáhalds áleggi.
myllan.is
>>
Veldu þínar
uppáhalds
Samsölu-b
eyglur
eru frábæra
r
með rjóm
aosti...
— fáðu þér beyglu,
strax í dag
Bestar ristaðar
Smakkaðu bey
glur
með jalape
no og osti
Hörfræ, sesam
og blátt birki
Kanill og rúsínur
Fínar
cw190041_ Myllan_Samsölu_Beyglur_Jalapeno_dagbl2x38_201805228_END.indd 1 23.1.2019 10:18:20
Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magn-úsardóttur sem bar heitið „Um
gildar ástæður gyðingaofsókna og
Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar
var til umræðu grein sem ég skrifaði
fyrir Vísindavef Háskóla Íslands
2001, eða fyrir tæpum 18 árum.
Heiti Vísindavefsgreinarinnar var:
„Hvers vegna hafa Gyðingar verið
ofsóttir í gegnum aldirnar“
Tilefni þess að grein þessi er til
umræðu var beiðni bandarísks
háskólakennara um að hún yrði
fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin
mun hafa borist seint í desember sl.
og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár
frá birtingu greinarinnar í maí 2001
hefur slík beiðni aldrei borist fyrr.
Í ljós kom og að sú sem beiðnina
kom með, vildi ekki að ég sæi hana
eða rökin fyrir því að hún yrði fjar-
lægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla
íslenskra 11. janúar sl. en þar mót-
mælti hún að ritstjórn vefsins hafði
sýnt mér, höfundinum, beiðnina
um að greinin yrði fjarlægð.
Ritstjórnin taldi hins vegar
skyldu sína að segja mér frá þessari
sérstöku beiðni og gerði það með
tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar
sá ég engin rök fyrir því að greinin
yrði fjarlægð á þessu stigi málsins
enda voru þau sögð vera trúnaðar-
mál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég
skýrði því frá henni samdægurs með
færslu á síðu minni á „Facebook“.
Þessi færsla vakti mjög mikla
athygli, rúmlega 200 manns lýstu
skoðun sinni á henni, nær allir
fordæmdu á einn veg eða annan
þessa beiðni um ritskoðun. Á net-
inu skýrðu fjölmiðlar frá beiðn-
inni. Þegar hér var komið var ekki
lengur fært að þegja um rökin fyrir
beiðninni og las ég þau um kvöldið
11. janúar. Ég sá strax að auðvelt
yrði að endurskoða greinina til að
mæta helstu efnisatriðum í beiðni
kröfuhafa og sendi ég viðkomandi
tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrir-
hugaðri efnisendurskoðun. Raunar
er fátt eðlilegra en að endurskoða of
stuttar 18 ára gamlar greinar!
Daginn eftir, 12. janúar, barst
mér í tölvupósti svar þar sem við-
komandi háskólakennari vestan-
hafs lýsti sig ánægðan með þennan
framgangsmáta. Ég hóf þá endur-
ritunina sem lauk 14. janúar og sem
birtist á Vísindavefnum að morgni
15. janúar. Endurritunin fólst eink-
um í tvennu. Ég fjarlægði nokkur
orð í fyrsta hluta greinarinnar sem
auðveldlega mátti misskilja og setti
önnur í staðinn, orð sem ekki gátu
sært. Sá efnishluti var þar að öðru
leyti óbreyttur. En einnig bætti ég
við nýju efni í síðasta hlutanum þar
sem ég taldi að ég hefði ekki gert
tímanum frá 18. öld nógu góð skil
í upphaflegu greininni.
Ég tel að með þessari nýju útgáfu
greinarinnar hafi öllum kröfum
háskólakennarans bandaríska
verið tekið sómasamlega. Er það og
álit þeirra sem greinina hafa lesið í
nýja forminu. En það er óneitanlega
undarlegt hver framgangsmátinn í
umræddri kröfu var. Hvers vegna
hafði umræddur kvörtunaraðili
ekki beint samband við mig og
hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni
hennar?
Lára Magnúsardóttir víkur
nokkuð að Vísindavefsgreininni
frá 2001 en hefur augsýnilega ekki
lesið greinina í núverandi formi.
Var henni þó bent á þetta en hún
hafði það að engu. Í framhaldi af
því fer hún að velta fyrir sér ýmsu
um mig sem fræðimann og áhuga-
mann um stjórnmál. Allt eru þetta
sértækar ályktanir hennar sem eru
í meginatriðum rangar, ég þekki
mig ekki hvorki sem fræðimann né
áhugamann um samfélag okkar í
ímyndunarveruleika hennar. Nenni
ég því ég ekki að elta ólar við þær í
smáatriðum.
Ritskoðunarkrafa og
margvísleg viðbrögð við henni
Ég tel að með þessari nýju
útgáfu greinarinnar hafi
öllum kröfum háskóla-
kennarans bandaríska verið
tekið sómasamlega. Er það
og álit þeirra sem greinina
hafa lesið í nýja forminu. En
það er óneitanlega undarlegt
hver framgangsmátinn í
umræddri kröfu var.
Gísli
Gunnarsson
prófessor
emeritus
í sagnfræði
Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra
hefði staðfest tillögu Minjastofn-
unar Íslands um friðlýsingu Fóg-
etagarðsins í Reykjavík; þennan
garð hafa borgaryfirvöld nefnt
Víkurgarð í seinni tíð. Friðlýsingin
er þungvægari en svonefnd aldurs-
friðun og þótti ekki vanþörf á að
grípa til hennar. Sama dag ákvað
Minjastofnun „að skyndifriða
þann hluta Víkurkirkjugarðs sem
er innan byggingareits Lindarvatns
á Landssímareit í Reykjavík“. Þetta
er austurhluti Víkurkirkjugarðs
og samanlagt eru hann og Fógeta-
garðurinn hinn gamli kirkjugarður
Reykvíkinga, eins og hann var 1838.
Minjastofnun mun stefna að því að
leggja til friðlýsingu austurhlutans
á byggingarreit framkvæmdaðilans,
Lindarvatns, enda segir í yfirlýsingu
frá stofnuninni um þessa skyndi-
friðun: „Ákvörðun þessi felur í sér
að lagt er til að friðlýsingarsvæðið
verði stækkað.“ Við teljum þetta
sjálfsagt, að skilja ekki austur-
hlutann út undan í friðlýsingu og
munum gera nánari grein fyrir
þeirri skoðun hér.
Sagan
Nýr kirkjugarður á Melunum var
tekinn í notkun 1838 en gamli
Víkur kirkjugarður var þó ekki
lagður niður formlega og áfram
mun hafa verið jarðsett þar, síðast
með vissu 1883. Kirkja stóð í garð-
inum til loka 18. aldar og var seinast
dómkirkja. Hún stóð þar sem núna
er stytta Skúla fógeta. Vestan við
hana, handan við núverandi Aðal-
stræti, stóð höfuðbýlið í Reykjavík
að fornu.
Árið 1883 var Schierbeck land-
lækni fenginn vesturhluti hins
gamla kirkjugarðs til afnota með
ströngum skilmálum, garðurinn
skyldi vera umgirtur og aðeins
vera aldingarður, þ.e. skrúðgarður,
en ekki mætti rækta þar kál, hvað
þá byggja. Þetta er upphaf Fógeta-
garðsins. En sama ár var austurhluta
garðsins ráðstafað líka. Á horni
Kirkjustrætis og Thorvaldsens-
strætis, alveg úti við Austurvöll, stóð
hús lyfsala. Þeir voru jafnan danskir
og áttu húsið hver eftir annan. Árið
1883 hét lyfsalinn Krüger og fékk
austurhluta Víkurkirkjugarðs til
varðveislu með svipuðum skil-
málum, mátti aðeins nota hann til
ræktunar. Þetta var 300 til 350 fm
spilda, eftir sólarmerkjum að dæma,
og er það reiturinn sem var skyndi-
friðaður á dögunum. Lyfsalarnir
höfðu þarna umgirtan skrúðgarð.
Í þessum austurhluta voru merktir
legstaðir, eins og í Fógetagarði.
Stundum er sagt að með þessari
ráðstöfun og skiptingu 1883 hafi
gamli kirkjugarðurinn verið „afhelg-
aður“ en ekkert kemur fram um
það. Kirkjubyggingar eru stundum
afhelgaðar en fróðustu menn vita
ekki til að kirkjugarðar séu nokk-
urn tíma afhelgaðir. En með því að
fá mönnum hinn gamla kirkjugarð
til ræktunar mun hafa þótt vel fyrir
séð um varðveislu hans.
Lög
Í 33. gr. í lögum um kirkjugarða
(36/1993) segir: „Niðurlagðan
kirkjugarð má ekki nota til neins
þess sem óviðeigandi er að dómi
prófasts (prófasta). Ekki má þar
jarðrask gera né reisa nein mann-
virki. Þó getur [ráðuneytið] veitt
undanþágu frá þessu, að fengnu
samþykki [kirkjugarðaráðs]“. Sam-
bærilegt ákvæði var fyrst sett í
íslensk lög 1901 en styðst við langa
hefð, gamlir kirkjugarðar voru jafn-
an varðveittir og lögð áhersla á að
þeir væru girtir svo að skepnur væru
þar ekki á beit.
Því er stundum haldið fram
að ekki þurfi að virða grafarró
lengur en í 75 ár. Í 29. gr. sömu
laga (36/1993) segir: „Allar grafir
skulu friðaðar í 75 ár. Að þeim tíma
liðnum er kirkjugarðsstjórn heimilt
að grafa þar að nýju eða framlengja
friðun ef þess er óskað.“ Þetta merk-
ir að jarðsetja megi að nýju í grafar-
stæði eftir 75 ár. Það merkir ekki að
frjálst sé að umturna kirkjugörðum
að loknum 75 árum frá síðustu jarð-
setningu. Ofannefnd 33. gr. er ótví-
ræð um þetta. Bygging í austurhluta
Víkurkirkjugarðs er þar með ólögleg
nema undanþága sé veitt en um
hana hefur ekki verið sótt.
Ólögmætar framkvæmdir á
Landsímareit – Skyndifriðun skýrð I
Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari
Friðrik Ólafsson
fv. skrifstofustjóri Alþingis
Helgi Þorláksson
fv. prófessor
Hjörleifur Stefánsson
arkitekt
Marinó Þorsteinsson
formaður sóknarnefndar
Dómkirkjunnar
Þetta merkir að jarðsetja
megi að nýju í grafarstæði
eftir 75 ár. Það merkir ekki
að frjálst sé að umturna
kirkjugörðum að loknum
75 árum frá síðustu jarð-
setningu.
2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
F
-5
3
2
0
2
2
1
F
-5
1
E
4
2
2
1
F
-5
0
A
8
2
2
1
F
-4
F
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K