Stjarnan - 01.11.1927, Blaðsíða 3
STJARNAN
163
Tímabœr lexía frá reynslu Jónasar spámanns.
MeÖal stórbofga fornaldarinnar var
Níníve, höfuöborg Assýríu. Hún bygÖist
skömmu eftir aÖ Babelturninn var eyði-
lagur. Hún blómgaÖist öld eftir öld
þangað til að hún var orðin “geysimikil
borg — þrjár dagleiðir á lengd.”
Níníve var orðin miðstöð glæpa, allra
handanna synda og óguðlegleika. Hún
er víða nefnd í spádómum ritningarinn-
ar. Spádómur Nahúms fjallar aðallega
um hana. Þessi spádómur gefur oss ná-
kvæma lýsingu af lífinu x þeirri borg.
Hún er nefnd: “Hin blóðseka borg,” “full
af lygum og ofríki,” “bæli ljónanna” o. s.
frv.
Til þessarar óguðlegu og óttalegu borg-
ar sendi Guð Jónas. Það viðfangsefni,
sem Drottinn gaf Jónasi, var nóg til að
skjóta hinum hugrakkasta manni
skelk í bringu. Jónas, sem var
friðsamur fjárhirðir, að öllu leyti
óvanur stórborgalífinu með öllum
gildrum þess, löstum og hættulegum
stöðum, var ekki nógu djarfur til að
leggja út í þá ferð. Hann sá sjálfan sig
umkringdan af ilsku og glæpum þeirrar
miklu borgar. Honum var ómögulegt að
trúa því, að hann í breyskleika sínum og
feimni gæti gjört nokkuð til að stemma
stigu fyrir þeirri misgerninga-flóðöldu,
sem var rétt komin að því að kalla þrumu
Guðs reiði yfir borgina. Hann gat ó-
mögulega trúað því, að nokkur boðskap-
ur, sem hann mundi flytja, myndi hafa
áhrif á hina óguðlegu íbúa. í hræðslu
sinni flýði hann í öfuga átt—til Jaffa.
Skaparinn getur stjórnað
sköpunarverkinu.
Sagan um reynslu hans er of kunn, til
þess að þörf sé á að endurtaka hana
hérna: Hvernig Guð varpaði miklum
stormi á sjóinn; hræðsla og í'áðaleysi
allra, sem á skipinu voru; hvernig Drott-
inn sendi “stórfisk, til þess að svelgja
Jónas,” sem eftir þrjá daga og þrjár
nætur spúði honum upp á þurt land.
Jónas hafði góða reynslu meðan hann
var í kviði stórfisksins. Hann lofaði
Guð, ef hann vildi láta hann út aftur, þá
mundi hann vera fús til að fara til Níníve,
ef Drottinn ennþá óskaði þess, jafnvel
þó að það myndi kosta líf hans. Guð lét
hann út og sagði við hann: “Legg af stað
og far til Níníve, hinnar miklu borgar,
og flyt henni þann boðskap, er eg býð
þér.” Jónas 3:2.
Mikilvœgi hlýðninnar.
Jónas hafði nú lært lexíu sína. Hann
hafði lært að sýna Guði hlýðni, afdráttar-
laust. Hann flýtti sér til Níníve. Þegar
hann nálgaðist þessa “geysimiklu borg”
og vissi að hann nú stóð augliti til auglits
við hið erfiðasta verk, sem hann nokkurn
tíma hafði reynt að leysa af hendi, þá
fóru vafalaust kné hans að titra og hann
sjálfur að verða máttlítill. Einu sinni
enn hefir hans verið freistað til að flýja,
en hann mundi eftir fyrri reynslu sinni
og faldi sig Guði á vald, til þess að geta
fullnægt ráðstöfun hans. Þegar öllu var
á botninn hvolft, gátu þessir Nínívitar
ekki gjört meira en að drepa hann og
Jónas ákvað, að ef hann þyrfti að deyja,