Stjarnan - 01.11.1927, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.11.1927, Qupperneq 6
i66 STJARNAN hólpnir—og vegurinn til baka er æfinlega erfiður. Jónas sigldi í burtu á skipi, en hann varð að ganga til baka. fátækur, hungrað- ur og töturlegur,—reynsla hans kostaði hann alt, sem hann átti. Vinir, látum oss snúa aftur; aftur í hús Föðurins, til elsku Föðurins, til orðs Föðurins, áður en vér förum svo langt, að vér rötum ekki heim aftur—og vér glötumst. Eins og Guð sendi Jónas til Níníve með boðskap, sem varaði menn við um- turnun þessarar miklu og óguðlegu borg- ar, þannig sendir hann á þessum tima boðskap til heimsins, sem varar menn við komu Frelsarans og hina endilegu um- turnun allra veraldlegra hluta. Eigum vér, eins og Níníve-menn að “trúa Guði” og gjöra hinn nauðsynlega undirbúning með því að leita Drotins af öllu hjarta, snúa oss í burtu frá allri synd og verða hólpnir? Eða eigum vér að skella skoll- eyrum við viðvörun hans og liða undir lok með börnum þessa heims i hringiðu eyðileggingarinnar ? Þetta er hið mikla spursmál, sem nri er á dagsskránni? Hvert er svar þitt? G. W. White. Kristur og Gamlatestamentið. Nútíminn er auðugur af mönnum, sem velta fram úr sér fjúkyrðum um Guð Gamlatestamentisins, og til þess að geta sem bezt afvegaleitt menn og unnið sitt vonda eyðileggingarverk, smeygja þeir inn á milli guðlastsins sætyrðum um meistarann frá Nazaret og kærleika hans. Davíð skrifaði: “Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum.” Sal. 119,105. Og meistarinn frá Nazaret sagði að Davíð hefði talað “a f h ei 1 ö g- u m a n d a.” Mark. 12. 36. Sá sami Jesús, sem þessir niðurrifsmenn þykjast upphefja, kallar þau orð, sem þeir kalla bábiljur, verk heilags anda. Prófessor F. E. Torm, segir i ritgerð sinni, “Det ny Testaments Samling að Jesús hafi “lifað i Gamlatestamentinu,” svo innlifaður hafi hann—Meistarinn frá Nazaret, verið því. Orð prófessorsins eru á þessa leið: “Hver maður, sem nokkurn veginn kannast við boðskap Frelsarans, hlýtur að sjá, hversu hann lifði í Gamlatesta- mentinu. Hann heyrði rödd föðursins í hinum fornu, helgu ritum. Hann greip til þeirra á stundu freistinganna og rak freistarann á flótta með þessum full- komna úrskurði: Skrifað stendur. Jafn- vel á krossinum, verður honum eðlilegast að gera það með orðum, teknum úr sálm- um Gamlatestamentisins fSal. 22, 2; 31, 6). Hann hafði ef til vill oft áður fund- ið mesta hvíld í lífsbaráttu sinni, í þess- um orðum: “Faðir, í þínar hendur fel eg anda minn.” “Bibelhaandbog for det Ny Testa- ment,” blaðsíðu 29. Á blaðsíðu 28, segir sami höfundur þetta um lærisveina Krists og kirkju hans: “Söfnuðurinn fékk í vöggugjöf bækur Gamlatestamentisins. Þessar bækur rannsökuðu hinir kristnu með mesta á- huga bæði í heimahúsum og við sameigin- legar guðsþjónustur sínar. Þeir fetuðu þar aðeins í fótspor Drottins síns og Meistara.” Þeir, sem kasta frá sér Gamlatesta- mentinu en vilja halda Kristi, sýna að þeir þekkja ekki mikið til kenningar Krists eins og hún kemur fyrir í guð- spjöllum Nýjatestamentisins. Jesús not- aði sjálfur svo mikið Gamlatestamentið, að það má með sanni segja eins og pró- fessor Torm gerir, að hann hafi lifað í

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.