Stjarnan - 01.11.1927, Síða 9
STJARNAN
169
eru vatnslaust ský, sem rekst fyrir vind-
um, fölnuð tré, ávaxtalaus, tvisvar dauð,
rifin upp meÖ rótum, ofsalegar hafs-
bylgjur, sem freyða eigin skömmum,
reikandi stjörnur, sem sorti myrkursins
er geymdur til eilífÖar. En um þessa
menn spáði líka Enok, sjöundi maÖur frá
Adam, er hann segir: Sjá, Drottinn er
kominn með sínum heilögu tíuþúsundum,
ti! að halda dóm yfir öllum, og til að
sanna alla óguÖlega menn seka um öll
þau óguÖlegu verk, sem þeir hafa ógu?5-
lega drýgt, og um öll þau hörðu orð, sem
hinir óguÖlegu syndara hafa talaÖ gegn
honum. Þessir menn eru möglarar, um-
kvörtunarsamir, og ganga eftir girndum
sínum—munnur þeirra mælir ofmetnaðar-
orð—þeir sýna mönnum lotningu fyrir
hagnaÖarsakir.” Júda 10-16. ‘‘Þeir heita
mönnum frelsi, þótt þeir séu sjálfir þræl-
ar spillingarinnar.” 2. Pet. 2, 19.
ÞaÖ sem sannar þó best yfirburbi biblí-
unnar yfir alla aðra fræÖslu, eru áhrif
hennar á lærisvein sinn. Því meir, sem
maÖurinn innlifar sig anda hennar guð-
dómlegu fræðslu, því meiri guðsmaÖur
verður hann. Þeir, sem við þjónustu
kristninnar hafa verið riðnir og orðið
hinu góða málefni til vansa, eru æfinlega
mennirnir, sem vanrækt hafa að feta í
fótspor Meistarans frá Nazaret í því, að
“lifa í bókum” biblíunnar.
Það er kynlegt, að menn, sem státa af
skynsemi, dómgreind og mentun, skuli
ekki geta ráðið jafn auðvelda gátu eins
og það, að húsið hlýtur alt að hrynja,
ef annar helmingurinn er rifinn niður.
Og svo er með Gamla- og Nýjatestament-
ið, að sameinuð standa þau, en aðskilin
falla þau.
Prófessor Robert Dick Wilson, Ph. D.,
D.D. segir i riti sínu, “Is the Higher
Criticism Scholarly”: “Saga ísraels
heldur áfram í sögu kristninnar. Sá,
sem andmælir annari andmælir þeim báð-
um. Sameinaðar standa þær, en aðskild-
ar falla þær.” Bls. 181.
Prófessor W. H. Griffith Thomas,
D.D. kennari i fræðum Gamlatestament-
isins við Wycliffe College, Toronto, seg-
ir í sinni ágætu bók, “The Work of the
Ministery”: “Það eru margir á vorum
dögum, sem ekki virða Gamlatestamentið
mikils, en postulinn Páll hafði háar hug-
myndir um það og sagði að þaö [Gamla-
testamentið] gæti veitt speki til sáluhjálp-
ar fyrir trúna á Krist Jesú.” bl. 92.
Þegar fyrstu lærisveinar Krists fóru að
vitna um hann, þá sögðu þeir: “Vér
höfum fundið þan, sem Móse hefir rit-
að^um í lögmálinu og spámennirnir.” Jóh.
1, 46. Og þegar postularnir fóru með
gleðiboðskapinn út um alla heimsbygðina,
þá 'boðuðu þeir þann Frelsara, sem kom,
lifði, dó og uppreis “samkvæmt ritning-
unum”. 1. Kor. 15,3,4.
Sá sem réttilega vill upphefja Meist-
arann frá Nazaret, verður að feta i fót-
spor hans, og einnig i þessu, að “lifa í”
hinum helgu bókum ritningarinnar
Pctur Sigurðsson.
Alvarlegt er aS deyja.
Flugríkur bankamaður veiktist snögg-
lega. Læknirinn, sem kallaður var, kom
og skoðaði hann. Að því búnu sagði
hann við sjúklinginn: “Þér þjáist af
bólgu í heilanum og eftir þrjá klukku-
tíma er það úti um yður.”
Óttasleginn horfði bankamaðurinn
framan í lækninn og spurði skjálfandi:
“Er það nú alveg áreiðanlegt?”
“Já, það hryggir mig að fullyrða, að
það sé sannleikur.”
“Læknir, ef þér getið haldið lífi í mér
þangað til á morgun, mun eg borga yður
tvær miljónir króna.”
Læknirinn stóð þar mjög svo alvarleg-
ur og leit á hinn veika mann og sagði:
“Eg get skrifað lyfseðla og gefið meðöl,
en eg get ekki selt tíma. Tíminn er 3
hendi Guðs.”