Stjarnan - 01.11.1927, Síða 10
170
STJARNAN
“En má eg spyra, ungfrú Samson,”
greip hr. Foster fram í, “ætlar þú að
segja oss, a'Ö biblían tali ekki um helvítis-
eld ?”
“Nei, vissulega ekki, hr. Foster. Eg
segi, aÖ nú sem stendur sé ekkert Iogandi
helvíti til ,og þess vegna geti heldur eng-
inn kvalist þar.”
“Hivað er þá þetta helvíti, sem biblían
talar um?” spurði hann.
“Fyrst og fremst vil eg svara spurn-
ingu þinni þess, aS biblían kennir hvergi
þessar hræðilegu eilífu kvalir. Slíkt
mundi kenna ranglátan Guð. Guð er kær-
leikur, og öll refsing og hegningarákvæði
hans verða í samræmi við eðli hans.”
Hr. Spencer las nú eftir beiðni Ellu,
Róm. 6, 23: “laun syndarinnar er dauði,”
og hr. Samson las Sálm. 37, 20: “Því að
óguðlegir farast.” Hinn þriðji las Mal.
4,1: “Því sjá, dagurinn kemur, brenn-
andi sem ofn, og allir hrokafullir og allir
þeir, er guðleysi fremja, munu vera sem
hálmleggir, og dagurinn, sem kemur,
mun kveikja í þeim, segir drottinn her-
sveitanna, svo að hvorki verður eftir af
þeim rót né kvistur.”
“Og í viðbót við þetta,” sagði Ella,
“lesum vér í 3. versi: “Og þér munuð
sundurtroða hina óguðlegu, því að þeir
munu verða aska undir iljum yðar, á
þeim degi, er eg hefst handa, segir Drott-
inn hersveitanna.”
“Sjá einnig Obadía 16. vers. Hinar
óguðlegu þjóðir skulu “verða eins og
þær hefðu aldrei til verið,” og sama hugs-
unin kemur fram í sálm. 37,10. “Innan
stundar eru engir óguðlegir til framar,
þegar þú gefur gætur að stað þeirra, eru
þeir horfnir.”
“Hinir óguðlegu munu farast x eyði-
leggingar eldi hins mikla og sxðasta dags.
Þeir munu þá verða að ösku, verða eins
og þeir hefðu aldrei til verið. Hegning
þessi er dauði, og það er skýlaust sagt x
Matteusar guðspjalli, 25. kap. 46. versi,
að þessi dauði sé “eilífur.”
“En einhversstaðar hefi eg lesið það,