Stjarnan - 01.11.1927, Síða 11
STJARNAN
171
ungfrú Samson, aö hinir óguðlegu eigi
aS kveljast eilíflega,” sagði hr. Foster,
“eða er það ekki í biblíunni?”
“Jú, en eilíflega getur átt við bæði
stutt og langt tímabil. Þegar orðið eilíft
er notað um dauðlega menn, þá meinar
það æfilangt. Vér getum litið á nokkr-
ar ritningargreinar, sem varpa ljósi á
þetta. Það er sagt, að sveinninn Samúel
hafði verið gefinn Guði, að hann skyldi
verða fyrir augliti hans “ávalt,” faðrar
þýðingar: “eilíflega”.J. 1. Sam. 22,28.
Þarna táknar orðið eilíft, æfilangt. Á
öðrum stað er sagt að líkþrá skyldi loða
við vis'sa fjölskyldu “ávalt” — eilíflega.
2. Konungab. 5, 27. Það er, eins lengi og
fjölskyldan lifði. Spámaðurinn Jónas
notar orðið “eilíflega”, er hann talar um
veru sína í kviði hvalfisksins, og það
furðar mig heldur ekki.
“Kvalir hinna óguðlegu, sem þú, hr.
Foster minnist á, og talað er um í Opinb.
14,11, vara aðeins þar til þeir eru al-
gerlega að engu orðnir. Þeir kveljast að-
eins eins lengi og tilveran varir. Þeir eru
aðeins dauðlegar verur, og sem dauðlegar
verur farast þeir. Er ekki þetta skýrt og
auðskilið ?”
“Jú, vissulega virSist það vera auðskil-
ið,” svaraði hr. Foster, og öllum hinum
viðstöddu fanst hið sama. Hr. Spencer
var þó sérstaklega mjög fagnandi yfir
þessum augljósa sannleika, og hans góða
kona hneigði höfuðið brosandi til sam-
þykkis.
Til þess að staðfesta enn betur þenn-
an sannleika, má geta þess, að hinir óguð-
legu eiga að farast í eldi, og sá eldur er
kallaður “eilífur eldur,” Matt. 25,41. En
það er hann kallaður aðeins vegna þess
að afleiðingar hans eru eilífar.
“í Júda bréfi, 7. versi er sagt að borg-
irnar Sódóma og Gómorra “liggi fyrir
sem dæmi,” sem sýnishorn hinnar síðustu
miklu eyðileggingar. Borgum þessum
eyddi “eilífur eldur”, en takið nú eftir:
Eldurinn “brendi borgirnar Sódómu og
Gómorru til ösku,” sjá 2. Pét. 2,6. Og
Harmaljóðin 4, 6 segja að borgum þess-
um hafi verið “umturnað svo að segja á
augnabliki,” eilífur eldur, það er að segja
eldur með eilífar afleiðingar, eyðilagði
borgir þessar eilíflega, en hann gerði það
á svipstundu. Þannig munu hinir óguð-
legu einnig verða eyðilagðir skyndilega
á miskunnsaman hátt.”
“Ó, eg vildi að Ingersoll hefði getað
hlustað á þetta!” sagði hr. Foster, auð-
sjáanlega mjög hrifinn. “Eg get ekki
skilið, að hann hefði verið vantrúarmað-
ur, ef hann hefði fengið réttan skilning
á þessu. Kenningin um eilíft logandi hel-
víti snéri honum frá biblíunni, og þó er
hún alls ekki í biblíunni. Þetta veitir mér
nýjan skilning á öllu mannlífinu.”
“Já, hr. Foster, það var einmitt þekk-
ingin á þessu atriði, sem gaf mér löngun
til þess að verða kristin stúlka. Aldrei
áður —”
“Og eg get bætt þessu við söguna,
sagði hr. Samson, að þessi skynsamlega
meðferð á Guðs orði hefir gjörbreytt
mér. Tóbakinu hefi eg kastað frá mér,
biblían er orðin mér ný bók, og vér erum
farin að iðka bænalíf á heimilinu.”
“Vinir,” tók hr. Spencer til máls,
“þetta kvöld verður fyrir mig upphaf
nýrrar og merkilegrar reynslu. Eg er fús
til þess að samstarfa þér, hr. Samson við
að umskapa nágrennið. Eg get ekki lýst
tilfinningum mínum réttilega, en vissu-
lega sé eg nú og trúi á gæzku Guðs.”
Frú Spencer og dóttir hennar grétu
af fögnuði. Faðir og eiginmaður hafði
tekið sinnaskiftum.
Þetta var sannarlega blessunarríkt
kvöld á heimili Spencers. Eitthvað háleitt
og fagurt snerti tilfinningar allra, sem
þar voru staddir. Tár frú Spencers og
dóttur hennar urðu til þess að fleirum
vöknaði um auga, og inenn, sem um
margra ára skeið, ekki höfðu orðið varir
neinna sérstakra áhrifa, fundu að þeir
voru óafvitandi orðnir snortnir af ein-
hverju háleitu.
Nokkur augnablik var alger þögn. Eng-