Stjarnan - 01.11.1927, Qupperneq 13

Stjarnan - 01.11.1927, Qupperneq 13
STJARNAN 173 Jljörð hans hafÖi flokkast inn í annaö sauÖabyrgi. Þessi kvöld-samkoma á heimili hr. Fosters, var á marga vegu mjög mikil- fengleg. Þar ríkti andi friÖar og samúÖ- ai, og allir viðstaddir fundu glögt, aÖ þeirra bezti, en ósýnilegi vinur, var þeim nálægur. Þar var stór hópur ungmenna, er undraÖist stórum breytingu þá, er orÖ- iÖ hafði á Ellu. Hún, sem áður var reikul, gjálíf, og heimselsk, var nú orð- in ráðsett og stilt, sannkristin elskuleg stúlka. Hún hafði auðsjáanlega fundið það, sem þau oft höfðu heyrt talað um, en aldrei þekt af reynslu. Líf hennar og framkoma öll var kröftugur vitnisburður. Kvöldið lyfti þeirri byrði af herðum hennar, að vita nágrannana álíta sig eitt- hvað ruglaða, því allir leituðust við að láta henni í ljós hina gagnstæðu skoðun. Spurningarnar voru margar og mis- jafnlegar, sem lagðar voru fram fyrir Ellu, en allar snertu þær sannleika biblí- unnar um Guðs eilífu ráðsályktan, mönn- um til frelsunar. Þær snérust um það, hvað synd væri, hvernig hún kom í heim- inn, hvernig hægt væri að yfirstíga hana og lifa sigursælu lífi. Og mörg önnur þýðingarmikil atriði voru rædd þetta kvöld. En aðal umtalsefnið var þó það, sem séra Dikson hafði valið sér að ræðuefni: “Sál mannsins og framtíð hennar.” Marg- ir þeirra, sem ekkert höfðu heyrt um það atriði, óskuðu þess, að Ella færi aftur yfir helztu greinar þess, er hún hafði meðhöndlað undanfarna viku. Hinn “litli guðfræðingur,” svo kallaði hr. Samson dóttur sína, endurtók nú aft- ut sömu söguna um sköpun mannsins. Hún benti á þann sannleika ,aö Guð einn væri ódauðlegur, að meðfæddur ódauð- leiki hefði manninum aldrei gefinn verið, að hann hefði getað haldið áfram að lifa aðeins með þvi, að hafa aðgang að lífs- trénu; að óhlýðni hefði svift manninn þeim réttindum 0g leitt dauða yfir hann; að sá dauði snerti bœði hinn innri og ytri mann:; að dauðinn væri draumlaus svefn; að maðurinn hvíldist í gröf sinni til upp- risudagsins; að ef engin upprisa væri til, þá væri heldur ekkert annað líf til; að á milli dauðans og upprisunnar, væri hvorki um himnaríld né helvíti að ræða, ekki fyrri en Kristur kæmi aftur við enda þessarar veraldar. Hún lagði mikla áherzlu á Jóh. 3. 15, “Allir eiga líf sitt Frelsaranum að þakka. Án hans og hans réttlætis hlytu allir að glatast, og glötun sú er það, að hætta að vera til.” Hún las ennfremur Jóh. 3, 36 og 1. Jóh. 5:11, 12. og benti á, að aðeins fyrir trú og samfélag við Krist Jesúm öðluðust menn líf og ódauðleika. Að allir ættu líf sitt í honum; að hann hefði end- urreist allan hinn fallna heim; að hann veitti mönnum iðrun og afturhvarf, og fyrirgæfi syndir þeirra, gæfi þeim einnig kraft til að sigra synd; að kross Krists væri syndarans einasta lífsvon. Og að lokum mundi Jesús leiöa manninn aftur inn í dýrðarheimkynni, sem honum upp- runalega voru gefin. Þau heimkynni yrði virkilegt heimiti virkilegra manna. “Hér kemur nokkuð til sögunnar,” sagði hr. Spencer, “sem eg skil ekki fylli- lega. Hvað er þessi himin, sem á að verða bústaður vor eilíflega?” “Hefði maðurinn aldrei syndgað,” svaraði Ella, “þá hefði þessi jörð vor haldiS áfram að vera hans eilífi bústaður. Það er öllum augljóst. Þetta var fyrir- hugun Guðs, og það, að syndin kom inn í heiminn, mun enganveginn raska þeirri ráðsályktun Guðs. Jesús sagðist vera kominn til þess, “að leita að hinu týnda og frelsa það.” Lúk. 19, 10. Alt hið týnda eða glataða var endurleyst og mun verða endurreist. Jesús sagði, að hinir hóg- væru mundu erfa landið, Matt. 5,5. Spá- maðurinn segir, að maðurinn muni öðl- ast aftur hið “forna veldi,” Mika 4,8. Á hinum mikla degi dómsins mun kon- ungurinn segja við hina endurleystu: “Komið þér elskuðu Föður míns, og tak- ið að erfðum ríkið, sem vður var fyrir-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.