Stjarnan - 01.01.1928, Side 7
STJARNAN
7
svellur mönnum móSur til þess að g.jöra
þaÖ, sem ilt er.” Préd. 8:11.
SíÖastliðiÖ ár voru fimm hundruS og
tíu morð framin í Chicago, af því að þar
sleppur meiri hlutinn af morðingjúnum
við að stíga á gálgann eða að setjast í
rafmagnstólinn. Sama árið voru drýgð
340 morð í New York, sem er helmingi
stærri horg, en þar lífláta þeir fleiri
morðingja en í Chicago. Á sama tíma
voru framin aðeins seytján morð í
Lundúnaborg, sem enn er stærsta borg
heimsins. Þar náðu þeir sextán af
þessum morðingjum og urðu þeir allir
hengdir. Það sýnir betur en nokkuð
annað hvað það borgar sig vel að fram-
fylgja lögunum og fullnægja dóminum
fljótlega.
Pyrir nokkrum árum velti sér morð-
ingja-alda yfir eina stórborgina í Norð-
urálfunni. Óvanalega mörg morð voru
framin á hryllilegasta hátt.. Borgar-
stjórnin tók það til bragðs að auglýsa
að hver einasti morðingi, sem náðist,
mundi fá tuttugu svipuhögg áður en
lykkjan legðist um háls honum. Morðin
fækkuðu undir eins og dóu svo að segja
út um tíma.
En að dæma menn til dauða eftir lík-
um er að öllu leyti rangt og á móti boð-
um Guðs:
“Nú drepur einhver rnann, og skal þá
manndráparann af lífi taka eftir fram-
burði votta; þó má ekki kveða upp
dauðadóm yfir manni eftir framburði
eins vitnis. Og skuluð þér ekki taka
bætur fyrir líf manndrápara, sem er
dauðasekur, heldur skal hann af lííi
tekinn verða.” 4. Mós. 35:30,31.
“Dómencfur og tilsjónarmenn skalt þú
skipa i ölium borgum þínum—þeim er
Drottinn, Guð þinn, gefur þér, eftir ætt-
kvíslum þínum, og þeir skulu dæma lýð-
inn réttlátum dómi. Þú skalt eigi halla
réttinum, þú skalt eigi gjöra þér manna-
mun og eigi þiggja mútu, því að mútan
blindar augu hinna vitru og umhverfir
máli hinna réttlátu. Réttlætinu einu
skalt þú fram fylgja, til þess að þú meg-
ir lifa og fá til eignar landið, sem
Drottinn, Guð þinn, gefur þér.” 5. Mós.
16:18-20.
“Eftir framburði tveggja eða þriggja
vitna skal sá líflátinn verða, er fyrir
dauðasök er hafður; eigi skal hann líf-
látinn eftir framburði eins vitnis. Vitnin
skulu fyrst reiða hönd gegn honum, til
þess að deyÖa hann, og því næst allur
lýðurinn. Þannig skalt þú útrýma hinu
illa burt frá þér.” 5. Mós. 17:6, 7.
■Hefðu menningarþjóðirnar fylgt þess-
um reglum aö öllu leyti, þá mundi á
þessum tíma hafa verið mjög lítið um
glæpi í þessum heimi.
Náttúruöflin tala.
Það er ekki einungis í mannfélaginu,
a stjórnarfarslega og trúarbragðasvið-
inu, að órói ríkir. Miklar byltingar eiga
sér stað einnig í náttúrunnar ríki. Sá,
sem fylgir með tímanum og veit hvað
sem á sér stað í heiminum, getur ekki
annað en veitt því eftirtekt, að þær eyði-
leggingar, sem náttúruöflin valda, verða
fleiri ár frá ári. Vísindin þekkja ekkert
ár í sögu heimins, sem getur sýnt jafn
mörg slys af völdum nátúruaflanna og
áriÖ 1927. Þetta bendir á að kraftar
himnanna eru nú að hrærast.
Vér getum ekki gefið neina skýrslu
yfir náttúruatburði, sem hafa átt sér stað
á liðna árinu, vér munum aðeins benda
á fáeina þeirra. Um miðjan febrúar
mánuð síðastliðinn kom landskjálfti á
Balkanskaganum og fórust í honum sex
eða s'jö hundruð manns. Eleiri blóm-
legir bæir liggja enn í rústum.
Sjöunda marz kom jarðskjálftakippur
í Japan, sem meðal annars mölbraut hina
stærstu járnbrautarbrú í Austurálfunni
og fórust á fáum sekúndum 3274 manns
og helmingi fleiri særðust.
í apríl mánuði fór hvirfilvindur yfir
Indlandshafið og gjörði sér í lagi mikl-
ar skemdir eyjunni Madagaskar, eyÖi-
lagði hafnarborgina Tamatave og fjölda