Stjarnan - 01.01.1928, Síða 9

Stjarnan - 01.01.1928, Síða 9
STJARNAN 9 ai, því aÖ lausn yÖar er í nánd. Iuík. 21: 25-28. Ráðstefna kirknanna t Lausanne. Sú slefna er ráðandi innan hinna almennu kirkna að brýn þörf sé á að sameina alla kristni í eina samsteypu án tillits til áður rikjandi skoðana, og halda höfðingjar kirknanna með því móti aS geta ráðiði Ibót á öllum meinum þessa gamla heims. í þeim tilgangi hafa á síðari árum fleiri alsherjar ráðstefnur verið haldnar á ýmsum stöðum í Norð- urálfunrii, seinast núna í sumar í Laus- anne á Svisslandi. Það, sem hefir kornið þessari voldugu hreyfingu af stað, er aðallega ástandið, sem stríðið skapaði. Þegar sá hildarleik- ur var á enda, fór svo að segja grísk- kaþólska kirkjan í mola. Yfirhöfuð hennar tapaði níutíu af hundraði af öll- um kirkjum sínum. Rússneska kirkjan varð Bolshevíkum að bráð. Lúterska kirkjan á Þýskalandi og Póllandi hrundi að mestu leyti og rómverska kirkjan notaði tælkifærið til að skara eld að sinni köku á því sviði. Á NorSurlöndum er einnig kaþólskan að ná fótfestu. í Dan- mörku og Svíþjóð er hún orðin öflug og i Noregi sjáum vér háskólakennara og rithöfunda, sem eru að verða heimsfræg- ir, ganga opinberlega yfir í hið páfalega sauðabyrgi. Frá íslandi sjáum vér klerka fara pílagrímsferðir til Róma- borgar, knékrjúpa fyrir hinum óskeik- ula, heilaga(?j föður, sem í hinu inn- blásna orði Guðs er nefndur “maður svndarinnar,” “sonur glötunarinnar” og “antilkristur,” til þess að kyssa innsiglis- hring hans og meðtaka blessun. Enska þjóðkirkjan er óðum að sogast inn í rómversku 'kirkjuna og í Canada og . Bandaríkjunum er engin kirkja, sem ryður sér til rúms eins og kaþólska kirkjan gjörir. Höfðingjar kirknanna • sjá hvert stefnir. Þeir vilja þess vegna reyna að koma sér saman um viss atriði í trúarjátningum sínum—um biblíuna er ekki að ræða, því að kirkjudómurinn hefir fyrir löngu1 fleygt áttavita sínum fyrir Iborð—og mynda alsherjar sam- steypu kirkju. Páfinn er einnig með í þessu, auðvitað í þeim tilgangi að hann verði yfirhöfuð hennar og að allir að lokum verði að dansa eftir pípu hans. Spámaðurinn Esajas talar skýrum orð- um til þjóna Guðs á þessum síðustu dög- um. um þetta alsherjarsamband kirkn- anna á þessa leið : “Því svo sagði Drottinn til mín, um leið og hann tók í hönd mér, og varaði mig við því, að ganga sama veg og þetta fólk gengur; hann sagði: þér skuluð ekki kalla samband alt þaS, sem þetta fólk kallar samband, og ekki óttast það, sem það óttast, og engu kvíða. Drottinn als- berjar, hann veri yður heilagur! Óttist hann ,hræðist hann! Hann skal vera yður griðastaður.” Es. 8:11-14. (Eldri þýðingin). Jóhannes postuli tekur það skýrt fram að “öll jörðin fylgdi dýrinu [páfavald- inu] með undrun.” Hverju mun þess konar samsteypa koma til leiðar? Hún mun verða hræðilegt ofsóknar og kúg- unarvald, sem með aðstoð veraldlega s'verðsins eins og á miðöldunum mun of- ssdkja alla er neita að lúta mannasetn- ingum hennar, sem koma í bága við Guðs orð. I Norðurálfunni mun ka- þólska kirkjan koma þessu til leiðar, en í Vesturheimi verður það hin fráhverfa mótmælendakirkja, sem mun ofsækja Guðs fólk. , Á ráðstefnunni í sumar voru prestar og prelátar sjálfir hissa á því hvaS það er margt, sem þessar kirkjur hafa sam- eiginlegt og vafalaust verður ekki langt að bíða þangað til að þetta verði sett í framkvæmd. En þessi ráðstefna hefir þegar aug- lýst þann anda, sem hún var fylt af. Meðal annars var á henni rætt starf ann- ara kirkjudeilda og lýsti hún vanþóknun smni yfir starfi Baptista og sjöunda dags Adventista í sumum löndum Norðurálf- unnar og voru afleiðingarnar þær, að

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.