Stjarnan - 01.01.1928, Qupperneq 10

Stjarnan - 01.01.1928, Qupperneq 10
IO STJARNAN margir prestar fóru heitn til sín og leit- u8u undir eins. hjálpar hjá yfirvöldun- um og meÖ aðstoS þeirra fóru aS of- sækja saklausa menn í tugatali og hneppa þá í varðhald eins og Sál frá Tarsús gjörSi forðum daga. Þegar vér sjáum hvernig kirkjan yfirgefur hiÖ ó- mengaÖa fagnaÖarerindi Krists, breytir þvert á móti kenningu hans og fer að öilu leyti eftir eigin geÖþótta þá skiljum vér hetur hvers vegna Jesús uppörvar fylgjendur sína á þessum síÖustu dögum að vaka og biÖja. Sunnudagalö gin. Bæði í Canada og Bandaríkjunum eru öflug félög, sem reyna ah vernda um sunnudagshelgina. í Canada eru ströng sunnudagalög, en samt sem áður örva klerkar alla tíÖ1 fylkisstjórnir og Domin- ion stjórnina að heröa á þessum sunnu- dagalögum. Núna í desember mánuÖi kom amerískur þingmaður, sem Lank- ford heitir, meö tillögu í bandaríska þing- inu tmr a8 innleiða fyrirmyndar sunnu- dagalög í Wjashington D.C. Og ef sú tillaga verÖur að lögum, munu þeir næsta ár reyna aÖ setja samskonar lög í gildi fyrir öll Bandaríkin og ætla þeir að eyða miljónum dollara til þess a8 koma þessu í gegn. Prestarnir halda að þeir meÖ því móti geti þvingað fólk til að sækja kirkju og ofsótt þá, sem halda annan dag heilagan. Ljósasti bletturinn. Eins og skært ljós í öllu þessu fumi heimsins skín starf kristniboðanna með- al þeirra, sem lengi hafa setið í myrkr- inu. ;Margar þúsundir af olnbogabörn- um heimsins rétta á þessum tíma hend- urnar eftir hinum lifandi Guði og búa sig undir að mæta sínum dýrmæta Frels- ara, þegar hann kemur með mætti og dýrð mikilli, til að sækja sitt bíðandi fólk. ' Yfirlit yfir rás viðburðanna á liðna ár- inu, mun sannfæra þig, kæri vinur, um að þessi heimur hefir ekki það til í eigu sinni að bjóða þér, sem er nokkurs virði, í samanburði við það, sem Frelsarinn hefir lofað fylgjendum sínum. “Auga hefir ekki séð, ekki eyra heyrt og í einskis huga komið, það sem Guð hefir fyrirbúiö þeim, sem hann elska.” I. Kor. 2:9. D. G. Séra Hills biblíuskóli. Formáli. Höfundur þessarar bókar veit að æfi- ferill hans er bráðum á enda, að hann áður en langt um líður verður að leggja frá sér ferðastafinn, þess vegna óskar hann að skilja eitthvað eftir, er getur ieitt sálir, sem eru dýru verði keyptar, til að elska Frelsarann og fagna yfir hjálpræði hans. í ótta Drottins með hinn mikla og alvarlega dag dómsins fyrir augum hef- ir hann ritað þessa bók í von um að hún verði lesin með hið sama hlýja hugarþel og hinar sömu tilfinningar og höfundur- inn hefir. Enga afsökun, ekkert bragð, enga til- búna sögu eða draum hefir höfundurinn tileinkað nokkrum meðlimi Biblíuskól- aris, án þess að hann hafi persónulega þekkingu á að það kom frá þessum eða hinum, eða hann hefir fengið það frá áreiðanlegum mönnum.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.