Stjarnan - 01.01.1928, Qupperneq 15
STJARNAN
iS
kemur út mánatSarlega.
titgeíendur: The Western Canadian
Union Conference S.D.A. Stjarnan kost-
ar $1.50 um árið I Canada, Bandarikj-
unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram;.
Ritstjóri og ráðsmaður :
DAVID GUÐBRANDSSON.
Skriístofa:
306 Sherbrooke St.. Winnineg, Man.
Phone: 31 708
mun halda sæti sínu viS hlið Föðursins og
í starfi hans. Þeim, sem mikið er 'fyrir-
gefið elskar mikið. En þú verður þá í
myrkri fyrir utan. Því að sá, sem ekki
elskar, þekkir ekki Guð, því að Guð er
kærleikur. 1. Jóh. 4,8. ,
E. G. White.
jj FRÉTTIR. ji
Jólamatur -Georges Bretakonungs var
frá öllum löndum hans mikla ríkis. BúÖ-
ingurinn var íbúinn til af þeim afurðum
landanna, sem hér eru taldar : Fimm
pund af kúrenum og rúsínum frá
Ástralíu, fimm pund af rúsínum frá
SuÖur-Afríku, hálft annað pund af
eplum frá Canada, fimm pund af ensk-
um brauðmolum, fimm pund af kjöt-
seyði frá Nýja-Sjálandi, tvö pund af
sykruðum aldinbörk frá Suður-Afríku,
tvö og hálft pund af ensku mjöli, tvö
og hálft pund af sykri frá Vesturheims
eyjunum, 20 egg frá írlandi, tvær únzur
af kanel frá Ceylon, hálft annað pund
af negulnöglum frá Zanzíbar, hálf önnur
únza af múskathnotum frá Singapore,
teskeið af kryddjurtum frá Indlandi,
peli af rommi frá Jamaica og tveir pott-
ar af enskum bjór.
Allir verkamenn á ítalíu—um átta
miljónir að tölu—verða að vátryggja
sig á móti tæringu. Þeir, sem veikjast
fá hjúkrun ókeypis og fjölskyldur þeirra
fá styrk.
Á ferð sinni um Bandaríkin flaug
Charles A. Lindbergh 22,350 mílur,
heimsótti 83 borgir og sat sjötíu veizl-
ur Hafði hann tvö hundruð dollara á
dag meðan ferðin stóð yfir. Gekk alt
þetta ferðalag slysalaust og eftir áætlun.
Þegar þetta er ritað er hann að fljúga
um Mexico og Mið-Ameríku ríkin.
í Brasilíu er lítill bær, sem heitir Villa
Americana. Eftir þrælastríðið fór ame-
rískur læknir, James M. Gaston að nafni,
ásamt sextíu fjölskyldum frá Columbia
í South Carolina ríkinu til Brazilíu, því
að öll heimili þeirra voru brend til kaldra
kola í stríðinu og gjörðu þessir menn
það heit að reisa heimili sín í öðru landi.
Borgin Villa America er minnismerki
þessara manna.
Ef einhverjir skyldu hafa hreina og
óskemda árganga af Stjöjrnunni frá
1920, 1922, 1923 og vilja selja þá, eru
þeir vinsamlegast beðnir um að skrifa
ritstjóranum viðví'kjandi verðinu, sem
þeir vilja fá fyrir þá. Eleiri háskólar
vilja fá alla árganga Stjörnunnar frá
byrjun.
í bænum Marblehead í Massachusetts
ríkinu, þar sem sagt er að Leifur Eiríks-
son hafi lent í Vínlandsferð sinni, er nú
búið að reisa einkennilegt vígi eða höll
með miðaldasniði. Stendur hún uppi á
háum hól, svo að hægt er að sjá hana frá
höfninni. Þessi bygging er nefnd “Castle
Brattahlíð”. Á hún að vera nokkurs
konar eftilíking af “Brattahlíð” á Græn-
landi, þar sem Leifur hepni átti heima,
Hjónin, sem reist hafa þessa einkennilegu
byggingu og búa í henni, eru Hr. og Erú
Waldo P. Ballard.