Stjarnan - 01.03.1929, Qupperneq 2
34
STJARNAN
Spurningakassinn
Kæri Mr. Guðbrcmdsson! Viltu gera
svo vel að svara eftirfarandi spurningum:
x. Er það laugardagurinn, sem Bibl-
ían nefnir Drottins dag í Opinb. I :io?
OrÖin eru á þessa leiÖ: “Eg var hrif-
inn í anda á Drottins degi.”
Við sökpun heimsins innsetti GuÖ hinn
sjöunda dag sem minnisvarÖa sköpunar-
innar. Hann helgaði og blessaði þennan
tiltekna dag, en til þess að þessi dag-
ur yrði Drottins dagur, varð Drottinn
sjálfur að hvílast á honum; þá fyrst var
hann með réttu orðinn hvíldardagur
Drottins. Sá Drottinn sem hvíldist var
Jesús, því að hann er sá, sein hefir skap-
að alla hluti JSjá Jóh. i :i~3, 14 ; Opinb.
3:14; Kól. 1:16,17; Heb. 1:2.). Það
er þess vegna að Kristur getur sagt um
sjálfan sig: “M'anns-Sonurinn er jafn-
vel herra hvíldardagsins.” Mark. 2:28.
Jesús mundi aldrei hafa getað nefnt
sjálfan sig herra þessa dags, sem hér er
um að ræða, nema hann hefði veriö upp-
hafsmaður hans. Það var einnig Jesús,
sem kunngjörði boðorðin frá tindum
Sinaís fSjá Es. 33:22; Jak. 4:12.). í
hvíldardagslboðorðinu kemst Jesús þann-
ig að orði: “Sjöundi dagurinn er hvíld-
ardagur Drottins, Guðs þíns.” Hjá
Esaíasi nefnir hann sama vikudaginn
“hinn helga dag Drottins.” “Jesús Krist-
ur er í gær og í dag hinn sami um aldir.”
Heb. 13:8. Iíjá GuSi “er hvorki um-
breyting né umhverfingarskuggi.” Jak.
1:17. Svo að ]iað er auðskilið að sami
dagurinn, sem hjá Móse, Esaíasi og Es-
ekíel (^20:12, 20, 24.J er nefndur hinn
helgi dagur hans, er sami dagurinn, sem
höfundur Opinberunarbókarinnar (1:10)
nefnir Drottins dag.
2. Eru það dyr hjartans, sein átt er
við í Opinb. 3 :20 ?
Versið hljóðar þanníg: “Sjá, eg stend
við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir
raust mína og lýkur upp dyrunum, þá
mun eg fara inn til hans og neyta kveld-
verðar með honum og hann með mér.”
Hér lýsir Jesús því innilega sambandi
sem er á milli hans og þess, sem hefir
gengiS honum á liönd til að þjóna hon-
um af öllu hjarta, allri sálu og öllum
kröftum. Nema maður lofi Jesú inn í
hjartað, lofi honum að skipa öndvegi þar
og-ríkja í lífi manns sem konungur kon-
unganna og Drottinn drotnanna, getur
Jesús ekki leyft manni inn í sitt eilífa
friðarriki. Því að endurfæðingin er
irmifalin í því að maður býður Jesúm
velkominn inn í hjartað og beygir vilja
sinn algjörlega undir vilja hans í hlýðni
við öll tíu boðoröin. Nema maður hafi
þessa reynslu er hann ekki Krists. Þess
vegna er það að Jesús segir við Niko-
demus: “Sannlega, sannlega segi eg
þer: enginn getur séð guðsríki nema
hann endurfæðist og 'komist inn í hið
eilífa ríki Guðs, drepi Jesús á dyr hjart-
ans.
3. Hefir Satan söfnuði, Opinb. 2 :g. ?
Jesús sagSi: “Sá, sem ekki er með
mér, er á móti mér, og sá, sem ekki
samansafnar með mér, hann siindur-
dreifir.” Matt. 12:30.
Af þessum orðum Krists er það auð-
séð, að það er ekki einungis úti í heið-
ingjaheiminum, þar sem menn hafa
reglulega djöflatilbeiðslu, og á andatrú-
arfundum í Parísarborg og San Fran-
cisco, þar sem þeir tilbiðja með hárri
röddu hans mikla hátign undirdjúpsins,
að Satan hefir söfnuði, heldur allstaðar,