Stjarnan - 01.03.1929, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.03.1929, Blaðsíða 6
38 STJARNAN frelsið og drenglyndið aö hverfa úr hjörtum manna? Nýtt almanak í smíðum. N:ú er eitthvað nýtt á ferðum, sem, ef þa8 skyldi ganga í gildi, mundi reyna bæ8i sunnudagshaldara og hvíldardags- haldara ,hverja fyrir sig, og sýna heim- inum hversu miki8 þeir gefa fyrir hina vikulegu helgi, sem þeir halda. Margir eru þeir, sem mæla me8 því a8 vér breyt- um almanakinu, sem vér nú höfum og tökum upp nýtt, sem mun gjöra alla mánuði ársins jafnlanga og koma því tii leiSar, að hver vikudagur fellur á sama mánaðardag í hverjum mánuði. Þetta nýja milliþjóða almanak var upphugsað fyrir nokkrum árum af einhverjum hag- fræðingi og vísindamanni á Englandi, sem heitir M. B. Cotsworth. Um nokk- ur ár hefir þessi hugmynd legið í dái, en núna nýskeð fór ]?jóðasambandi8 að sýna mikinn áhuga fyrir þessu málefni og sextán þjóðir í Norðurálfunni hafa þegar lýst þvi yfir, að þær séu með þess- ari breytingu. í Bandaríkjunum hafa atkvæ8amiklir menn bæði á stjórnarfars- lega sviðinu og í viðskiftalífinu mælt með þessari Ibreytingu. Sér í lagi vinn- ur liinn heimsfrægi myndavélaframleið- andi, Mr. George Eastman, af kappi, til þess a8 koma Bandaríkjunum til að taka upp þetta nýja almanak. Sanran við þetta fyrirtæki fellur á- kvörðun brezka þingsins um að páskar falli ætíö á sama mánaðardag; því að þar var það atriði látið ganga til atkvæða og er nú í því landi lögskipað að halda páska á sunnudegi eftir annan laugardag í apríl mánuði, í staðinn fyrir að ákveða þá, eins og nú er tilfellið, meö kvartela- skifti tunglsins, sem geta fært þá aftur á bak og áfram hér um bil heilan mánuð. Bretar halda að aðrar þjóðir muni fall- ast á þetta og a8 páskar a8 lokum verði tímalbundnir um allan heim. Þeir, sem mæla með þessu nýja alman- aki, kunngjöra ágæti Iþess á þessa leið: Allir mánuðir verða jafnlangir, nefni- lega 28 dagar. Hver mánudagur, til dæmis, mundi falla á 2, 9, 16 og 23. Allir skemtidagar (''holidaysý mundu falla á mánudag, svo að menn fái þá tvo eða jafnvel tvo og hálfan dag til eigin notk- unar. Hver vika mun verða nákvæm- lega fjórðungur úr mánuði og hver mán- uður mun hafa sömu tímalengd. Á þann hátt kemur viku- eða mánaðar- kaupið heim við mánaöar húsaleigu og aðra reikninga. Menn munu þá fá 13 mánaðarkaup yfir árið i staðinn fyrir 12 og það meinar að fleiri peningar mundu vera í veltunni. Til þess að ibæta upp fyrir afstýfing hins 29. 30 og 31. dags mánaðanna skjóta þeir nýjum mánuði, sem heitir “sól,” inn á milli júní og júlí. Síðasti dagur hvers einasta árs mundi verða tal- inn sem 29. desember og kallaður “árs- dagur” af því að hann er tekinn inn án þess aÖ honum sé gefið vikudagsnafn og mun hann verða skemtidagur hins seinasta mánaðar. Á hlaupárum mundi “hlaupdagur” verða tekinn inn sem alls- herjar miðsumars-skemtidagur og mundi hann verða skrásettur sem 29 júní. Hvað mun verða unt afmælisdaga, sem falla á 29. 30 og 31. í hinum núverandi mánuðum? Það er útskýrt þannig að leiðréttingartafla rnuni sjá um að þeir glatist ekki. í fljótu bragði mundi líta svo út, að þessi mikla breyting myndi aldrei geta rutt sér til rúms, en þegar vér horfum um öxl aftur í tímann, þá er menn vóru að ræða um ráðstöfun ákveðins tíma um allan heim, þá ætti ekki að vera erfiðara að fylgja þessum nýja tímareikningi. Menn hafa breytt almanakinu oftar en einu sinni í sögu heimsins, en aldrei röð og reglu vikudaganna. Samt sem áður eru stórkostlegar flækjur í þessari breytingu, þegar þær eru skoðaðar frá sjónarmiði kristindóms- ins, og eru þær þess virði, að þeim sé gaumur gefinn. Vér sjöunda dags Adventistar trúa því að hvíldardagurinn, sjöundi dagur

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.