Stjarnan - 01.03.1929, Page 9

Stjarnan - 01.03.1929, Page 9
STJARNAN 4i höfðu varðmannaskiíti um miðnætti. Þá lyftum við fallbyssuhleranum nokkra þumlunga og létum við rnann, sem var kunnugur þessu fyrirtæki okkar, halda rennikaðlinum og höfðum við komið okkur saman um að hann léti ekki aftur hlerann, þangaS til að við værum komnir rít fyrir skotfæri varðmannanna. Ivaðallinn ásamt ullarábreiðum okkar voru hér um bil þrjátíu fet á lengd og naðu ofan að sjávarborði. Forbes, félagi minn hvíslaði að mér: * “Ætlar þú að fylgja mér?” Eg svaraði: “Já.” Þeg- ar hann náði vatnsborðinu meðan eg var að láta mig síga niður á eftir honum hrópaði alt í einu einn varðmaðurinn: “Maður útbyrðis!” Vinur okkar lét fallbyssuhlerann falla af ótta fyrir að verða uppvís að þessu og eg varö fyrir skothríð varðmannanna, en eg var á svip- stundu kominn ofan i sjóinn og synti fljótt undir þægindastigann og faldi mig þar, meðan þeir útveguðu bátunum lukt- ir, til að leita að okkur. Við biðum eftir tækifæri til að fjarlægja okkur í hina áttina frá þeim, sem nú voru að elta okkur. Var stöSuglega kallað til þeirra frá skipinu, til að vita hvort þeir hefðu fundið okkur eða ekki. Við mundum hafa þurft að synda þrjár mílur í föt- unum, nema jakkanum og skónum, sem við höfðum bundið á hnakkann, til þess að vernda okkur luóti skoturn frá skip- inu. Foringi og fleiri dátar komu ofan þægindastigann með luktir. Um leið og hann strauk hendinni um neðsta þrepiS snerti hann hönd mína og öskraði hann upp: “Hér er annar þeirra! Komdu út þaðan, strákurinlr þinn! Hér er hinn ! Komdu þaðan, bjálfinn þinn!” Við synt- um fram og vorum við því næst dregn- ir upp á þilfarið. “Hver ert þú?” öskraði foringinn til mín. “Ameríkumaður.” “Hvernig dirfist þú að synda burt frá skipinu? Vissir þú ekki að þú mundir verða fyrir skothíð?” Eg svaraSi, að ekki væri eg þegn Georgs konungs og að eg hefði gjört þetta, til þess að öðlast frelsi. “Leiðið þá hingað upp!” hljómaði skipunin ennframar. Og eftir að hafa verið yfirheyrðir einu sinni enn, vorum við settir undr strangari vörð saman meS öðrum glæpamönnum, sem biðu eftir hegningu sinni. Þegar eg hafði verið þrjátiu klukku- tíma í þessu stranga fangelsi, var eg skyndilega tekinn í burtu frá félaga mín- um og saman með hundrað og fimtíu öð'rum mönnum, sem allir voru mér ó- kunnugir, fluttir yfir á herskipið “Rod- ney,” sem hafði sjö hundruð ;nanns um- borð og var vopnað með sjötíu og fjór- um fallbyssum. Undir eins og við vor- urn komnir upp á þilfarið, fengu allir leyfi .til að fara að borða, nema eg Kommandör Bolton afhenti yfir-lauten- anti skjal, sem þessi las um leið og hann gaut hornaugum til mín og muklraöi fyrir munni sér: “Bófinn þinn !” Alíur mannskapur björgunarbátanna, kring um hundrað manns, var undir eins kallaður upp á þilfarið. Kommandör Bolton benti á mig og sagði: “Sjáið þiS þenn- an pilt?” “Já, herra!” “Ef þið leyfið honum nokkurn tíma að komast í ein- hvern björgunarbátinn, þá mun eg láta berja hvern einasta mann af allri skips- höfninni. Skiljið þið það?” “Já, herra, já, herra,” svöruðu þeir. “Farið þá að borða og þú líka, strákurinn þinn!” sagði hann um leiS og hann sneri sér að mér. Eg fór nú að skilja hvaða hegningu eg mundi fá, vegna þess að eg á friðarlegan hátt og í allri kyrþey hafði reynt að losa mig úr þjónustu hans hátignar konungs- ins. Þetta virtist vera í augum kaf- teinsins ófyrirgefanlegur glæpur, sem aldrei mátti gleymast. Eftir fáeina klukkutíma lyfti “Rodney” akkerum og lét undir fullum seglum í haf. Hélt það upp undir strendur Frakklands, til þess að geta ráðist á frönsk herskip, sem ef til vill yrðu á vegi þess. Eg var svo að segja veikur af þessari vonblekking og var eg orðinn úrkula vonar um aS lósna

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.