Stjarnan - 01.03.1929, Page 12

Stjarnan - 01.03.1929, Page 12
44 STJARNAN blóð Lambsins. Og þá mun Drottinn segja við þig: Synd þín er þér fyrir- gefin og þú ert frjáls og hólpinn. Þá byrja blessaðar stundir, friður og fögn- uður fyllir hjartað, Andi Guðs tekur sér bustað í sál mannsins, alt, sem vér erum og höfum er honum undirorpiS. vér byrjum nýtt líf, fáum nýjar hugsan- “En síðasta daginn. hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði og sagði: Ef nokkurn þyrstir, þó komi hann til mín og drekki. Sá, sem trúir á mig, frá hans innra muni, eins og ritningin hefir sagt, renna lækir lifandi vatns. En þetta sagði hann um andann, er þeir mundu fá, er gjörðust trúaðir á hann.” Jóh. 7)37 (Amerisk endurb. þýðingj. Hér ómar þér í eyrum, kæri vinur, heimboð það, sem mezta andlega auðlegð- og blessun veitir. Jesús býður þér heim, heim til föðurhúsanna, heim til fullkom- ins friðar, heim til sællar hvíldar, heirn til andlegrar auðlegðar og gleði. ÞaS er ekkert fals í þessu heimboði mannkyns- frelsarans. Ef þú snýrð þér til hans, þá muntu sjá opinn kærleiksfaðm, einmitt það, sem þú, af vonlbrigðum þreyttur vegfarandi, þarfnast með og þráir. Hefir þú, kæri vinur, komið til Jesú? Hefir þú lært af honum kristilega hóg- værð og lítillæti, lært af honum, að láta það vera “unun þína aS óttast'drottinn; lært af honum, að láta það vera “yndi þitt að gera Guðs vilja”; lært af honum, að “dæma með réttlæti og réttvísi.” ii og ásetningar—Kristur er kominn inn i líf manns. En vér megum ekki gleyma því, sem vér eigum að gjöra, nefnilega að breyta eins og hann breytti. Látum oss alla hafa þessa inndælu reynslu að verða frjálsir í Kristi. Það er “engin fyrirdæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.” P. L. Hoen. Hefir þú lært af honum, að lifa, biðja og starfa? Hefir þú lært af honum, að ganga “um kring og gera gott?” Hefir þú lært af honum, að líkna nauðstöddum, leiðbeina viltum, vorkenna breyskum og vanda um viS andvaralausa ? Hefir þú lært af honum, að mæta háði og fyrir- litningu manna, hrakningi og kvölum á degi neyðarinnar, “eins og lamb” og ljúka ekki upp munni þínum? Hefir þú lært af honum, að þjóna, fórna, elska og umbera? Hafir þú enn ekki sint fóðurlegu heimboði Frelsarans, þá kallar hann enn i dag, og heilagur andi knýr á dyr hjarta þins og segir: “I dag,” ef þú heyrir raust hans, þá forherð ekki hjarta þitt; en hafir þú komið til Jesú, þá ertu orðinn hluthafi í auðlegð náðar hans, og hefir af nógu að miðla öðrum. Blessun himinsins mun þá streyma út frá þér til þeirra, sem þú umgengst og sanna öllum, að þú sért konungsins barn, erf- ingi eilífa lífsins, og bróðir kærleiksríka og góða Frelsarans. Af sjálfum þér getur þú alls ekki neitt. Þú ert andlega “fátækur, blindur og nakinn,” en Jesús kallar og segir: kom þú til mín, og eg mun “gcfa.”

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.