Stjarnan - 01.03.1929, Qupperneq 13
STJARNAN
45
Jesús er ríkur, þvi það “þóknaðist Guði,
að láta alla fyllinguna búa í honum.”
Hann er ríkur og sterkur. Hann getur
gcfið og hann býðst til að gefa. Af
þér er þvi ekki rnikils krafist, þú átt að-
eins aö koma til hans, rétta fram hönd
þína eins og gott !barn og þiggja, ekki
lítilsvirða gjöf, heldur alla “Guðs fyll-
ingu.” Þú átt að koma, taka við og rétta
svo öörum. Þú stendur á milli mikla
og góða gjafarans og einhver minni bróð-
ur þins, sem enn hefir ekki komið til
Jesú. Getur þú. kæra Guðs barn, svikist
um að rétta honurn brauð lífsins og þann
svaladrykk, sem slekkur þorsta sérhverr-
ar mæddrar sálar? í nafni himinsins,
kom þú til Jesú “í dag,” ef þú heyrir
"hans raust,” þigðu þaÖ, sem hann 'býð-
ur þér og gefðu svo þeim næsta. Það
verður þá hlutskifti þitt, að vera “ljós
heimsins,” inndælt og öllum vegfarend-
um kært; að vera “salt jarðarinnar,”
blessunarríkt og sykrandi alla beiskju
syndar og spillingar. Þú ert þá verm-
andi of lífgandi sólskin í öllum félags-
skap. endurskin réttlætissólar Guðs. Þú
ert "ilmur af lífi til lífs.” Þú ert “bréf
Krists, þekt og lesið af öllum mönnum,”
boðsbréf Guðs, sem segir, aS “svo elskaði
Guð heiminn, að hann gaf son sinn,” og
að sonurinn hafi gefið þér, og ]>að sem
hann hafi gefið þér, ]>að gefir þú fús-
lega öðrum. Það er þá hlutskifti þitt að
vera líknarhendi Guðs í þurfandi mann-
heimi, huggari sorgmæddra, hjálpari bág-
staddra, sannur mannvinur, eftirsóttur og
elskaSur af mörgum.
Kæri vin, láttu þér ekki til hugar
koma, að ganga um hér í mannheimi vor-
um með játningu þá á vörum þér, að þú
sért sonur hins mikla konungs, en rifinn
og táinn og nakinn sem andlegur betlari,
snauður af sannkristilegum dygðum.
Það mun þá enginn trúa því, að þú sért
konungsins barn og samarfi Krists.
Drottinn kallar á þig að koma. Hann
býður þér að standa rpp og “skína.”
Það er ekki nema um tvent að velja fyr-
ir þig: að koma til J’esú, þiggja af honutn
STJARNAN
kemur út mánatSarlega.
írtgefendur: The Western Canadian
Union Conference S.D.A. Stjarnan kost-
ar $1.50 um áritS í Canada, BandarlkJ-
unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram).
Rltstjóri og rátSsmatSur :
DAVÍD GUÐBRANDSSON.
Skrifetofa:
306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man.
íPhonie: 31 708
og þannig gerast “ljós heimsins” ög
"skína,” eöa hitt, að þér verði hafnað eins
og óverðmætu keri. Drottinn kallaði
Gyðinga þjóðina, setti hana sem háreist-
ann ljósturn á miðjú jarðarinnar, að hún
skyldi “skína,” en hún sveik köllun sína,
formyrkvaðist í sínu innra, tók ekki á
móti birtu Guðs, gat því ekki skinið;
varð að reikandi stjörnu, í sorta myrk-
urs á timans himni, að áteytigarsteini og
blindskeri í þjóöahafinu. Henni var
hafnað. Guðsríkið var frá henni tekið
og gefið öðrum, sem bar “ávöxt þess.”
í sögu Gyðingaþjóðarinnar má lesa sögu
hverrar þjóðar og hvers einstaklings,
sem hafnar heimboðinu mikla, og hana
má lesa jafnvel fyrirfram. Það er ekki
um neinn milliveg að ræöa. Þú verður
annaðhvort að lúta lögmáli lífsins, að
þiggja og gefa, eða verða seldur á vald
eyðingar og dauða, hafna og tapa.
Ivom til vatnsins þyrstur þú,
þér að drekka Kristur býður!
Kom til Jesú, kom í trú!
Kærleiksfaðmur drottins blíður
opnast þér. Ó, kom, hann kallar!
Kom, og þigg hans gjafir allar!
Kom til Jesú, þreyttur þú!
Þinni sálu hvíld hann gefur.
Kom til Jesú, kom í trú!
Kært hann barn sitt örumum vefur.
■ Kom og “lær” þinn kross að bera!
Kom, og hógvær “lær” að vera!
Pétur Sigurffsson.