Stjarnan - 01.03.1929, Qupperneq 14
46
STJARNAN
HVERT STEFNIR ?
Fyrir nokkru kom hingað til Winnipeg
maður, sem þektur er um allan hinn
enskumælandi heim fyrir þekkingu,
mælsku, dugnað og guðrækni. Var þessi
maður dr. Riley frá Minneapolis. Meðan
hann 'dvaldi hér í borginni héíit hann
nokkra fyrirlestra í kirkju 'einni á Port-
age Ave. og var einn þeirra á móti breyti-
þióunarkenningunni. Hefir dr. Riley
rannsakað þá vísindagrein í fjörutíu ár
og kapprætt tuttugu og tvisvar sinnum
við forsprakka hennar um sannleiksgildi
getgátna þeirra og oftast nær borið
frægan sigur úr ibýtum.
Fór sá, sem þetta ritar til að hlusta á
þennan fyrirlestur. Voru allir háskóla-
ktnnarar og stúdentar boðnir og vel-
kcmnir. Þrjú hundruð sæti í kirkjunni
voru geymd eingöngu handa þeim og var
skorað á þá að koma með spurningar og
alhugasemdir í ræðulok. Ritari þessara
lína sat hjá heilli röð af háskólamönnum
og höfðu þeir á undan ræðunni allra
handa spurningar, athugasemdir og
“sannanir,” sem þeir ætluðu sér aS koma
með undir eins og doktorinn væri búinn
að ljúka mál sínu; en þegar þeim var
tækifæri gefið voru allar þessar spurn-
ingar, athugasemdir og “sannanir” orðn-
ar eins og sáðir á sumarláfa, sem vind-
urinn hafði feykt í burtu. Alt, sem þeir
gátu sagt sín á milli var þetta: “He is
some boy that fellow.” Svo afleiðingin
var sú, að ekki nema fáeinir menn, sem
hvorki höfðu skilið það, sem doktorinn
fór með, né það sem þeir sjálfir voru
að segja, komu með nokkrar spuringar.
Maður nokkur, er M. J. Gauvin heit-
ir, auglýtsti að hann ætlaði að tala um
hve mikill hluti boðskaparins, sem dr.
Riley flutti, væri sannur. Hann hafði
auðsjáanlega hvorki kjark né manndáð
í sér til að gjöra þetta meðan dr. Riley
var hér. Af því aS sá, sem þessar línur
ritar, er að öllu leyti óháður báðum þess-
um mönnum, en hafði hlustað á dr. Riley,
þá fanst honum það ekki nema sann-
gjarnt að hlusta á andstæðing hans líka.
Og þar eð hann var laus við ákveðið
verk þennan klukkutíma fór hann til að
hiusta á Mr. Gauvin, sem telur sig skyn-
semistrúarmann og segist ekki vita hvort
Guö sé til eða ekki. Kennum vér í
brjósti um þess konar fáfræði.
Þegar vér 'komum inn í leikhúsið var
það þegar troðfult af fólki. Meðan vér
gengum meðfram stólaröðunum í von
um að koma auga á autt sæti, urðum
vér fljótt varir við að fslendingar voru
þár fremur mannmargir og að meiri
hiuti þeirra var óþroskaðir unglingspilt-
ar og kornungar stúlkur.
Var ræðan að mestu leyti tómt guð-
níð og árás á kristnina frá upphafi til
enda, en alt svo grunnhyggið og fáfræði-
legt, hvað andlegu hliðjina snertir, að
það er óskiljanlegt að menn meS meðal
dómgreindj skyldu geta farið til að hlusta
á annað eins í viku hverri. Höfðum vér
tvær arkir með til að geta skrifað niður
punktana í ræðu hans, en lauk svo að
vér rituðum ekki staf, því að punktarnir
voru engir. En þegar hann með fyndni
afneitaði tilveru Föðurins, gerði gys að
fæðingu Sonarins og fyrirdæmdi verk
Heilags Anda, þá var klappað lof í lófa
og heyrðist víða hjá þessu unga fólki:
"Þetta er ágætt hjá honum.”
Vér vissum að margt af þessum ungl-
ings piltum og stúlkum kom frá góðum
heimilum, þar sem reynt hafði verið að
irmræta þeim eitthvað betra og göfugra,
er. það, sem þeim var boðið hjá þessum
manni. Töluðum vér við roskinn ís-
lending, sem segist vera prestahatari, en
eftir að hafa hlustað á þennan ræðu-
mann, komst hann þannig að orði:
“Herra trúr! það gjörir lítiS til þó að
eg sitji undir þessu, en hvað á maður
að segja um óþi'oskaða æskulýðinn, senx
teygar vatnið úr þessari gruggugu lind?”
Hvað á maður að segja? Það er ekki