Stjarnan - 01.03.1929, Síða 16
Röddin í skóginum
Haraldur gekk fram og til baka hjá bakhliðinu. Hann var dapur á svip
og á kinnum hans voru táraför.
Fyrir aftan girðinguna byrjaði skógurinn, sem stóð þar svo dimmur og
þéttur, að hægt mundi vera að ímynda sér að ávalt væri dimmt þar inni og
þar inni í þessum skógi hafði Jóhanna litla vilzt.
Þau höfðu gengið saman eftir götunni að hinni litlu kirkju til að vera
við æfingu. Jóhanna hafði verið beðin um að syngja tvo söngva á sam-
komu. Hún söng svo vel, en það sem var sérlega skemtilegt við söng\ra
hennar, var það, að þeir voru ávalt nýir. Enginn maður hafði nokkurn tíma
heyrt þá fyr, þvi að faðir hennar var tónskáld og hafðþhann sjálfur ort og
sett lög við alla þessa smásöngva hennar.
En á leiðinni hijfðu þau farið út af götunni, til þess að tína hin purpura-
rauðulauf af hinum vilta vínviði, sem voru svo ljómandi fögur á haustin, og
á einn eða annan hátt höfðu þau mist sjónar hvort af öðru. Þau voru einn-
ig ókunnug í skóginum, þvj að þau voru fyrir skömmu komin þangað vegna
heilsu föðursins.
Haraldur beið eftir föður sínum, sem hafði farið inn í húsið til að sækja
kápu Jóhönnu, þar eð hún var i þunnum fötum og kveldloftið var fremur
svalt.
Þeir reyndu svo að fylgja sporum hennar, kölluðu og leituðu. En nú
var komið fram í rökkur og ekki hægt að sjá nein fótaför eftir systur og var
Haraldur rnjög óttasleginn. Hann vissi að hann var eldri en hún og hefði
átt að gæta hennar betur.
Faðirinn varð meira og meira áhyggjufullur og Haraldur fór að lýjast.
“Eg held að við verðurn að fara aftur og fá aðra með okkur til að leita
betur,’’ sagði faðirinn, þegar þeir höfðu leitað rækilega um það svæði, þar
sem Haraldur hafði mist sjónar af henni. Alt i einu nam Haraldur staðar
þar sem hann var kominn. Hann var sem sé dálitið á undan pabba sínum.
Það voru margskonar hljóð inni í skóginum við sólsetur, en meðal þeirra
allra virtist honum hann heyra rödd, sem söng. Hann hlustaði vel.
Jú, hann var alveg viss um að hann heyrði röddina og honum fanst eins og
það væri rödd Jóhönnu, einmitt lagið við seinasta sönginn, sem enginn annar
i öllum heimi kunni að syngja nema hún, af því að það var einmitt lagið,
sem sett hafði verið við sönginn fyrir hana.
Þeir fundu hana sitjandi á hnjám gamals manns, sem sat á ibekk fyrir
utan gamlan bjálkakofa inni í þéttasta skóginum. Hiefði það ekki verið fyrir
gleðisöng hennar, munu þeir aldrei hafa fariö svona langt inn í skóginn.
Gamli maðurinn sat með brostin augu,- því að hann var blindur. Hann
var þar um slóðir nefndur “blindi einbúinn,” en þau höfðu enn ekki heyrt
hans getið.
“Litla stúlkan hefir glatt mig með söng sínum,” sagði hann. “Eg get
ekki hugsað til þess að láta hana fara. Hún hafði samskonar áhrif á mig og
sólargeisli, sem brýst í gegn um skýin á rigningardegi.”
“Það er ávalt sólskin þar sem Jóhanna er,” mælti Haraldur.
“Eg mun koma aftur til þín,” sagði Jóhanna, “og munt þú allra manna
fyrstur heyra alla mína nýju söngva.”
Þannig gat Jóhanna glatt annan jafnvekþó að hún hefði vilzt svona langt
í burtu frá föðurhúsum og vandamönnum og-var það söngur hennar, sem
leiddi hana heim aftur.