Stjarnan - 01.12.1932, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.12.1932, Blaðsíða 1
STJARNAN G— 1 heimsins “En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmál.” Gal. 414. Ekki einungis meÖal GySinga, heldur og mtÖal annara þjóÖa, voru menn, sem höfðu rannsakaS Ritningarnar og fundið að fyrri koma Krists var fyrir höndum og þeir þráðu hann af öllu hjarta. Um það leyti grúfði and- legt myrkur yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum; en þegar hin andlega næturdimma var orðin sem svörtust og vonleysið mest kom fylling tímans og stjarnan birt- ist, sem átti að kunngjöra íbúum jarðarinnar, að “hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn.” Jóh. 1 :g. Einnig á þessum timum grúfir myrkur mikið yfir jörðinni og vonleysi yfir mönnunum, en Jesús Kristur —hið sanna ljós—er hinn sami í dag. Hann sem kveikti von í hjörtum manna, sem til hans komu á hér- vistardögum hans, getur kveikt von í hjörtum manna á þessum tímum, veitt þeim friðinn sæla og fylt þá fögn- uði hjálpræðisins. Kæri vinur, ef þú hefir orðið fyrir ■ vonbrigðum á þessum erfiðu tímum, þá hef augu þín í hæðirnar og lofaðu “ljósi heimsins” að skína inn í líf þitt og veita þér sannan friö.—D. G. jj DES., 1932 WINNIPEG, MAN. Verð 15C

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.