Stjarnan - 01.12.1932, Page 3

Stjarnan - 01.12.1932, Page 3
STJA RNAN 179 Gleðileg jól — Farsœl framtíð Stjarnan óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og farsællar framtíðar. Ó hve gjarnan vér vildum geta veitt öllum vinum vorum farsæld og gleði lífsins, en enginn vor á meðal er fær um að gjöra slíkt, iafnvel þótt vér getum stutt að vel- gernni annara á ýmsan hátt. 1 Orðið segir oss að Guðs ríki sé réttlæti, friður og fögnuður í Heilögum Anda, og sá, sem hefir þegið þessa gjöf og öðlast þetta hnoss, hann er sann-farsæll. Þessi dýrmæta gjöf stendur oss öllum til boða. enginn getur hindrað oss frá að þiggja hana ef vér aðeins viljum sjálfir. Guð einn getur veitt oss þetta hnoss, það stendur jafnt til boða fátækum og ríkum, mentuðum og fáfróðum, veikum og hraustum, og allir þurfum vér þess jafnt með. Skilyrðið: Trú og hlýðni. Jesús sagði: “Hver sem elskar mig mun varðveita mitt orð, og faðir minn mun elska hann, og til hans munum við k"ma o'T giö’-a okkur bústað hjá honum.’’ ‘ Kf þér elskið mig þá munuð þér halda m’n boðorð.” Tóh. 14:23,15. Þegar faðirinn o'T sonurinn dvelia hjá rrnn’num, búa í hjarta hans fyrir Heil- agan Anda, þá nýtur sá maður gleði og hamingju í fylsta mæli. Oss eru einnig gefin dýrmæt fyrirheit, sem auk sjálfra vor ná til ástvina vorra ef vér í sannleika elskum Guð og höldum hans boðorð. “Æ, að þú vildir gefa gaum að boð- orðum mínum, þá mundi heill þín verða sem fljót, og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins.” Jes. 48:18. “Ó, að þeir hefðu slíkt hugarfar, að þeir óttuðust mig og varðveittu allar skip- anir mínar alla daga, svo að þeim vegni vel og börnum þeirra, um aldur of æfi.” 5. Mós. 5 -.29. Hugsið yður slíkt fyrirheit. Ó’hve dýrð- leg verðlaun öðlast Guðs börn bæði í þessu, og í komanda lífi. Hlér í lífi, sam- félag við Föðurinn og Soninn, og fyrir það réttlæti, frið og fögnuð í Heilögum Anda. Svo þegar Jesús birtist, þá mun hann ummynda likama vorrar lægingar svo hann verði líkur hans dýrðarlíkama. (Fil. 3:21), og gefa oss ríkið með sér. Sá, sem hefir þessa reynslu fyrir yfir- standandi tíma, og fullvissu um arfleifð heilagra í ljósinu þegar Jesús kemur, hann er í sannleika farsæll og glaður á öllum tímum ársins. 5’. Johnson.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.