Stjarnan - 01.12.1932, Side 5

Stjarnan - 01.12.1932, Side 5
T STJARNAN 181 áttu að ver'ða notaðar fyrir fénað, og þær eru hafðar fyrir beitiland enn i dag, eins og fyrir var sjáð, en enginn hjarömaður bælir fénað sinn meðal rústa hinnar fornu Babýlonar.” “Hjarðmenn mundu fegnir nota sér það, sem eftir stendur af múrveggjum Babýlonar, ef þeir þyrðu það. En Raw- linson segir í sögu sinni bls. 109, að Arab- ar setji aldrei tjöld sín eða beiti hjörðum sínum meðal rústa Babýlonar, fyrst vegna þess að þar er ekkert fráfært beitiland, og auk þess hafa allar rústirnar ilt orð á sér, menn trúa því að illir andar hafi aðsetur þar. “Hvað ertu að reyna að sanna með öll- um þessum fénaöi í eyðilögðum borg- um?” greip nú Einarsson frarn í. “Þú byrjaðir máls á því efni, og eg tók það upp til að sýna að það var ekki eins auðvelt, eins og virtist í fljótu bragði. Einnig til þess að sýna, að allir spádóm- ar, hversu ólíklegir sem þeir virðast, geta staðist rannsókn. Vér höfurn ekki lokið þessu máli ennþá. f Jesajas 13:20 stend- ur: “Enginn Arabi skal slá þar tjöldum sínum.” Hjvernig gat Jesajas vitað að Arabar mundu verða uppi löngu eftir að Babýlon var orðin að engu?” “Fáeinir Arabar lifðu í tjöldum um- hverfis Babýlon fyrir 2,500 árum síðan, þegar hinir voldugu Babýloníumenn voru stjórnendur heimsins. Eyðilegging hinn- ar ríkjandi þjóðar varð sögð fyrir, og allir vita, einnig þér, sem hlustið á mig i dag, að sú þjóð er fyrir löngu undir lok liðin. Spámaðurinn gaf til kynna að hin volduga þjóð og hin fræga borg þeirra mundi undir lok líða, en þessir lítilfjör- legu reikandi hjarðmenn mundu halda á- fram tilveru sinni þúsundir ára eftir að hin volduga borg var orðin að rústum.” “Hvernig gat Jesajas vitað að Arabar mundu halda áfram að lifa umhverfis Babýlon ?” “Spádómurinn ber þetta með sér. Arabar voru hirðingjaþjóð, svo það mátti eins vel búast við að þeir með tímanum mundu yfirgefa héraðið, eða að þeir sjálf- ir mundu líða undir lok. Hvernig gat Jesajas vitað að þeir mundu haldast við umhverfis rústir Babýlonar í 2,000 ár, og vera þar enn í dag meðan eg er aö tala til yðar? Hugsið yður hvernig vantrú- armenn mundu halda því á lofti, ef eng- ir Arabar héldust við innan 100 mílna frá rústum Babýlonar, og hversu þeir rnundu fagna ef Arabar liefðu liðið undir lok löngu á undan borginni. “Hvernig gat Jesajas vitað að þeir mundu halda áfram að lifa í tjöldum? “Það var nóg verkefni í rústum Babý- lonar til að byggja mörg þorp, ef efnið hefði verið flutt í burtu. En Arabar lifa ennþá í tjöldum. Enginn önnur þjóð í sögu heimsins hefir gjört þetta. Og hvernig vissi Jesajas að Arabar mundu ekki leita sér skýlis í rústum Babýlonar? “Margir feröamenn og fornmenja-leit- endur seinni ára hafa getið þess í skýrsl- um sínum, hve ómögulegt sé að fá Araba til að dvelja næturlangt í Babýlon. Kaf- teinn Mignan hafði 6 vel vopnaða Araba með sér, en þeir fengust alls ekki til að staðnæmast næturlangt við rústirnar, þeir voru svo hræddir við illa anda. Það er ómögulegt að uppræta þessa hjátrú hjá fólkinu. (Travels bls. 235). En eins og flestir vita eru Arabar þó djarfir stríðs- menn og hættulegir i bardaga. Nú greip Einarsson fram í: “Þú gjörir mikið mál út af spádómunum um Araba, en sumt, sem þú hefir sagt um þá, mætti einnig með sanni segja um flökkufólk það, sem kallað er “Gypsies,” það heldur aldrei lengi kyrru fyrir á sama staö og lifir alt af í tjöldum.” “Spádómurinn um Araba er svo skýr og ótvíræður, að enginn, ekki heldur þú, hr. Einarsson, getur neitað því að hánn er bókstaflega uppfyltur. Og sú nákvæmni sem kemur fram þegar spádómurinn er borinn saman við söguna, freistar van- trúarmannsins til að leiða athygli manna að þessu flökkufólki, sem þú nefndir, og þannig snúa huga þeirra frá spádómin-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.