Stjarnan - 01.12.1932, Qupperneq 16

Stjarnan - 01.12.1932, Qupperneq 16
Hversvegna kom Jesús í heiminn ? Margir, sem efast um guðdóm Krists hafa beint að oss þessari spurningu, en einungis Ritningin getur svaraÖ henni. Fyrst og frernst kom hann til að frelsa lýð sinn frá synd. Matt. i :2i. Maðurinn hafði selt sjálfan sig og alt, sem Guð hafði fengið honum í hendur og ekkert fengið í aðra hönd. Jes. 52 :3- Og þótt hann gjarnan vildi það, var maðurinn ekki fær um að endurleysa sjálfan sig af eigin rammleik og ekki heldur jörðina, sem hann hafði afhent sálnamorðingjanum mikla. Einhver, sem var óvininum yfirsterkari varð að koma manninum til hjálpar. Jes. 49:24,25. Jesús frá Nazaret—ljónið af Júda ættkvísl—mætti þessum rammeflda og kæna erki-óvini mannanna í einvígi á eyðimörkinni, þar sem myrkrahöf ðinginn, eftir að hafa freistað Frelsarans í f jörutíu daga, beið smánarlegan ósigur. Jesús mætti honum aftur í grasgarðinum, þar sem Frelsarinn í mannsmvnd glímdi við þennan mikla hardaga-engil þangað til að sviti hans féll sem blóðdropar á jörðina. í sálarangist sinni hrópaði Jesús til Föður síns: “Faðir minn, ef mögu- legt er, þá fari þessi bikar framhjá mér; þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt.” Matt. 26:2g. Einu sinni enn varð óvinurinn að hopa á hæl, og engill birtist Jesú, til þess að styrkja hann. Lúk. 22 :43- Og þótt þessi mikli uppreistar-engill fylkti öllu liði sínu—hinum föllnu englum, Júdasi og þjónum prestanna, æðsta prestinum, Pílatusi, Gyðinga skrílnum og rómverska herliðinu—þá gekk Jesús samt sem áður sigrihrósandi frá þeirri viðureign. Hvort sem menn skilja það eða ekki, þá var það hið mesta stríð, sem nokkurntíma hefir verið háð á þessari jörðu, því að aldrei hefir verið teflt um eins mikið og þá. Með þessum sigri útvegaði Jesús oss tækifæri til að öðlast sonarrétt hjá Guði, ef vér aðeins veitum Jesú viðtöku sem persónulegum Frelsara frá synd. Aldrei hefir kall hans hljómað eins hátt og vitt í heiminum og einmitt nú. Vinur, Jesús' kom í heiminn til að leita að hinum týndu sonum og dætrum Adams og Evu. Þú og eg, kæri lesari, vorum týndir. Við höfum villst svo langt í burtu frá föðurhús- unum að okkur var ókleift að rata heim aftur; en nú hljómar í kærleiksrómi kall hans: “Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að eg er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld; því að mitt ok er inn- dælt og mín byrði létt.” Matt. 11:28-30. Lífið er orðið mörgum býsna þungt og erfitt á. þessum alvarlegu tímum. Hversvegna ekki koma til Frelsarans, til þess að hann létti byrðina á herðum okkar. Honum er gefið alt vald á himni og jörðu, svo að hann er nógu öflugur til að bera hvaða andlega og líkamlega byrði, sem kynni að kúga okkur niður í vonleysi og ör- væntingu. Hlustið á hinn örvandi boðskap Frelsarans: “Þetta hefi eg talað til yðar, til þess. að þér hafið frið í mér. í heiminum hafið þér þrenging, en verið hughraustir, eg hefi sigrað heiminn.” Jóh. 16:33. Eigum við ekki á þessari hátíð, sem nú fer í hönd, að vígja líf okkar og krafta honum, til þess að hann geti veitt okkur sannan frið og örugga von um eilíft líf.—D. G.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.