Stjarnan - 01.02.1933, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.02.1933, Blaðsíða 5
STJARNAN 21 Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir Einarsson, ásamt konu sinni og börn- urn kom snemma í fundarsalinn, en þó voru margir komnir á undan þeim, og ræddu menn sarnan meS miklum áhuga um það, sem þeir höföu heyrt á síÖasta fyrirlestri Djarfs. “ÞaÖ verÖur fjöldi hér i kvöld,” sagÖi Lilja er hún sá fólkið flykkjast inn. “Auðvitað,” svaraÖi faÖir hennar, “því frá hvaÖa hliÖ sem á þaÖ er litið þá er málefnið í kvöld hiÖ mest áríðandi at- riÖi.” “Mest áríðandi af öllum fyrirlestrun- um?” spurÖi Lilja forviða. “Nei, telpa mín, það er hið mest áríð- andi málefni sem til er í heiminum,” svar- aÖi faðir hennar mjög alvörugefinn. Guðmundur og Lilja litu steinþegjandi á föður sinn, þau voru alveg hissa. “En—en eg hélt að þú værir vantrúar- maður,” stamaði Lilja út úr sér að lok- um. “Eg er þaÖ, en eg get samt séÖ aÖ ekk- ert málefni í heiminum er nokkuð nálægt því eins alvarlegt og þýðingarmikið, eins og spurningin um það, hvort Jesús lif öi, dó, og reis upp aftur, eins og Nýja Testa- mentið skýrir frá.” Lilja starði um stund á föður sinn eins og hún gæti ekki komið því fyrir sig hvaÖ hann meinti. “Hafa margir vantrúarmenn sömu skoÖun og þú á þessu atriði, pabbi?” “Þeir eru allir á sama máli, og þeir helstu meðal þeirra hafa látið í ljósi þessa sannfæringu.” Guðmundur og Mrs. Einarsson höfðu forviða hlustað á samræður feðginanna. Nú var salurinn orðinn alskipaður fólki og þó voru fleiri og fleiri að koma inn. Dr. Magnússon og Djarfur gengu nú upp á ræðupallinn. “Það er tilgangur minn,” sagði Djarf- ur, “að benda á aðeins nokkur atriði af þeim mörgu, sem mætti tilfæra viðvíkj- andi því mikilvæga umtalsefni sem vér höfum fyrir oss í kvöld. Margar góðar bækur hafa verið ritaðar um þetta mál, sem eru þess verðar að þér læsuð þær. “Jesús vitnaði stöðugt til spádómanna til sönnunar því sem hann kendi, Spá- dómurinn var ekki einungis vitnisburður um að Jesús væri hinn fyrirheitni Mess- ías, heldur var það oft aðal sönnunin. Það eru 333 spádómar og tilvitnanir til Krists í Gamla Testamentinu, sem bent er á í Nýja Testamentinu aö séu uppfyltar á Kristi. “Enginn getur sagt að spádómar þessir hafi verið skráðir eftir hérvistar tíma Krists, því síðasta bók Gamla Testament- isins var rituð 400 árum áður en Jesús fæddist, eðh samkvæmt viðurkenningu

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.