Stjarnan - 01.02.1933, Blaðsíða 6
22
STJARNAN
vantrúarmanna, aÖ minsta kosti 169 árum
fyrir Krist.
“Fyrst þegar Jesús kom opinberlega
fram, þá heimfærði hann spádóm upp á
sjálfan sig: “1 dag hefir ræst þessi ritn-
ingargrein, sem þér hafið heyrt.” Lúk.
4:21. í kenningum sínum vitna'Öi hann
aftur of aftur til spádómanna: “Þá
sagði hann við þá: Ó, þér heimskir og
tregir í hjarta til aS trúa öllu því sem
spámennirnir hafa talaÖ.” Lúk. 24:25. Til
a'Ö sýna lærisveinum sínum hvernig þeir
ættu a8 nota Ritningarnar, þá “byrja'Öi
hann á Móse og á öllum spámönnunum,
og útlagöi fyrir þeim í öllum ritningun-
um, þaÖ er hljóÖaði um hann.” 27. vers.
“Þrátt fyrir það hve ákveðiÖ vantrú-
armenn mótmæla spádómunum, þá kann-
ast þeir þó við að Gamla Testamentið gef-
ur aftur og aftur í skyn, að undraverður
maður muni fram koma hjá Gyðinga-
þjóðinni. Þeir vita einnig. að Gyðingar
svo öldum skifti höfðu vænt og beðið
eftir Messíasi. Þjóöirnar umhverfis, ó-
vinir Gyðinganna, vissu um þessa eftir-
væntingu þeirra og gjörðu gys að þeim
fyrir hana.
“Hér eru nokkrir textar, sem Gyðing-
ar lögðu til grundvaliar fyrir þessari von
sinni. Loforð Guðs um sæði konunnar.
1. Mós. 3:15, einnig það, að af Abrahams
afkvæmi skyldu allar þjóðir jarðarinnar
blessun hljóta. 1. Mós. 22:18. Að spá-
maður líkur Móses mundi frani koma.
5. Mós. 18:18. Og Pétur postuli bendir
á að þetta sé uppfylt á Kristi.
“í Jeremía 23:5- og 6. versi lofar Drott-
inn að uppvekja af Davíð réttan kvist,
“og þetta mun verða nafn hans . . . Drott-
inn er vort réttlæti.” Hjá Jesajas lesum
vér: Eins og hirðir mun hann halda hjörö
sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér
og bera þau í fangi sinu, en leiða mæð-
urnar.” Jes. 40:11. Merkilegastur af öllu
er þó hinn undraverði 53. kapítuli Jesa-
jasar.
“Það er eftirtektaverður spádómur
einnig, er talár um heiðingjana, sem Gyð-
ingar hötuðu og fyrirlitu, en þeir héldu
fram einnig þeim spádómi og bygðu á
honum. “Fyrir því gjörði eg þig að ljósi
fyrir þjóðirnar, svo að þú sért mitt hjálp-
ræði til endimarka jarðarinnar.” Jes.
49:6. Ennaftur: “Heiðingjarnir stefna
á liós þitt, og konungar á ljómann, sem
upp rennur yfir þér.” Jes. 60:3.
“Spádómarnir um þenna væntanlega
Messías höfðu inni að halda margar
undraveröar setningar sem virtust alveg
ósamrýmanlegar.
“Jes. 9:6 segir að sonurinn sem oss
fæðist sé faÖir eilífÖarinnar, að ungbarn-
ið sé Guðshetja, undraráÖgjafi.
“í 53. kap. Jesajasar er oss sagt að
hann var lostinn til dauðs, ungur maður
barnlaus, en þó skyldi hann lifa langa
æfi og líta afsprengi. Hann var með ill-
ræðismönnum talinn. en jarðaÖur í leg-
stað ríkra manna. Hann var fyrirlitinn
og einkis metinn, en mundi þó réttlæta
marga. Það var farið með hann eins og
illgjörðamann, en þó átti hann að biðja
fyrir illgjörðamönnum. Eru ekki þetta
óskiljanlegir og ósamrýmanlegir spádóm-
ar?
“Svo óskiljanlegt var að allir þessir
spádómar gætu komið fram á einum
manni, að margir helstu menn Gyðinga
héldu að hér væri um tvo menn að ræða.
En nú, eftir að Jesús er kominn, sjáum
vér að hann hefir uppfylt alla þessa spá-
dóma, svo maður veitir því varla eftir-
tekt, hve ósamrýmanlegir þeir áður sýnd-
ust vera. Nú eru þeir allir skýrir og skilj-
anlegir.
“Það er viðurkent að mörgum öldum
fyrir Krist höfðu Gyðingar rit, sem sögðu
fyrir að maður af þeirri þjóð, þótt lítil
og undirokuð væri, mundi verða öllu
mannkyninu til blessunar. Eins og vér
skulum sýna fram á síðar, eru jafnvel
mestu vantrúarmenn sammála um það að
Jesús Kristur hafi, frarnar öllum öðrum
mönnum, verið mannkyninu til blessunar.
“Þér getið litið á það eins og yður sýn-
ist, en sannleikurinn er sá, að fátækur