Stjarnan - 01.02.1933, Blaðsíða 11
STJARNAN
27
Ungir og gamlir voru árla á fótum
næsta morgun, og eg var brátt feröbú-
inn. Eg þorði ekki að leggja á mig a8
ganga í þungum fötum, þó eg vissi að
mér vrði kalt án þeirra.
Eg bjó mig út með sterkan göngustaf
sem sonur húsbóndans hafði útvegað mér,
eg var heþpinn að hafa hann þegar fram
í sótti. í ferðatösku minni hafði eg dá-
lítið af Evropiskri fæðu til að bæta upp
kínversku réttina, sem eg nú hlaut að
kaupa á leiðinni.
Rétt þegar eg var að fara gaf húsmóð-
irin mér kínverskt Nýja Testamenti, eg
var ófús að bæta þvi við farangur minn,
en hún vildi engar mótbárur hevra, svo
eg tók það aðeins til að þóknast henni, en
það leið ekki á löngu að bók þessi yrði
mér til þeirrar hjálpar. sem hvorki hún
eða eg höfðum fyrir séð.
Nú beindi eg ferð minni að borginni
Mukden. Það var næsti áfangastaSurinn
eftir Harbin, sem vinur minn hafði lagt
fyrir mig að ná, þegar hann markaði leið
mína frá Kákasus til Ameríku, það var
lika heppilegasta leiðin.
Vinir mínir höfðu mjög daufa von um
að eg mundi nokkurn tíma sjá Mukden.
þvi leið min lá fleiri skifti yfir járnbraut,
sem var undir urnsjá Rússa, þótt hún
væri í Kinaveldi, og héldu þeir þar sterk-
an vörð.
Eg skildi eftir bréf, sem átti að senda
foreldrum mínum ef ekkert fréttist af
mér innan þriggja vikna, því þá mætti
búast við að eg hefði annaðhvort verið
bandtekinn eða drepinn. HiS síðara var
ekki eins hræðilegt umhugsunarefni. en
eg óttaðist í rauninni hvorugt. Eg bjóst
við að komast alla leið til Ameríku.
Eftir ferðalagið með Manchuriska reið-
manninum var mér orðið kunnugt hvaða
götu var best að fara til að komast út úr
borginni og tókst mér það hindrunar-
laust. Vindurinn var voðalega kaldur.
Hélukögur frá andardrætti mínum mynd-
aðist á húfunni, sem eg hafði dregið nið-
ur yfir andlitið, bæði til að verjast kuld-
anum, og til þess að mér yrði veitt minni
eftirtekt.
Þegar síðustu rússnesku húsin voru að
hverfa úr sýn sneri eg mér við og þakkaði
Guði fyrir að vera kotninn burtu úr borg
þessari, þar sem eg hafði komið svo nærri
því að falla í hendur lögreglunnar. Eg
hraðaði nú ferð minni en sá brátt flokk
manna koma á móti mér, og hélt þá vera
rússneska hermenn, og til þess aö verða
ekki á vegi þeirra, sneri eg út á slétturn-
ar og gáfu þeir því engan gautn. Þeir
hafa líklega haldið að eg væri Manchur-
iskur, eða ef til vill voru þeir sjálfir illa
baldnir og óhamingjusamir, eins og títt
var með rússneska hermenn, sem voru
litið betur haldnir en fangar, og höfðu
svo ekkert á móti því, að leyfa manni í
svipuðum kringumstæðum, að bæta kjör
sín ef hann gæti það.
Fólkið veitti mér nákvæma eftirtekt í
fyrsta þorpinu, sem eg kom til. Það hefir
að líkindum hugsað að eg væri flóttamað-
ur. því nokkrum dögum áður höfðu fá-
einir hermenn reynt að strjúka, en þeir
náðust aftur áður en þeir komust langt í
burtu. Það var svo rnikið kafald að eg
átti bágt með að sjá brautina, en nálægð
járnbrautarinnar var trygging fyrir því
að eg væri ekki langt frá veginum. Eg
hefði gjarnan óskað að járnbrautin væri
lengra í burtu, svo minni hætta væri á
að eg mætti hermönnum þeim, sem þar
voru á verði.
Eg snéri mér lítið eitt til hliðar til'að
skýla andlitinu fyrir hinum nístandi kalda