Stjarnan - 01.02.1933, Blaðsíða 14
3°
STJARNAN
Láttu áát þína í ljósi
“Þegar eg giftist sagði frænka mín vi8
mig: “Anna, ef þú vilt vera hamingju-
söm ]?á gjörðu mannirin þinn hamingju-
saman, þjóna'Öu honum meÖ alúÖ og tal-
aðu hlýlega til hans.”
“Eg held eg hafi hugsað um hann og
hlynt vel að honum, en eg gleymdi oft að
tala vingjarnleg orð til hans.”
“Hvernig getur það verið ?”
“Stundum þegar hann kom þreyttur
heirn frá vinnu og var í þungu skapi og
eg var niðurbeygð líka, þá kom fyrir aö
við borÖuðum máltíð án þess að tala orð
hvort við annað. Við fundum bæði til
þess hve þetta var þreytandi, en það var
eins og tungur vorar væru bundnar.”
“Og hvað gekk að?”
“Eg verð að kannast við að það var
dramb. Hvorugt vildi tala fyrst. Ef til
vill hefir það meðfram verið feimni. Það
var eins og það væri svo erfitt að koma
þessum orðum fram af vörum sér: “Eg
elska þig.” Kuldi komst þannig inn á
milli okkar, eg held ást vor hvors til ann-
ars hafi verið nærri kulnuð út.
Svo einu sinni við kvöldborðið spurði
litla stúlkan okkar alt í einu: “Pabbi.
hversvegna segir mamma aldrei neitt
þegar þú kemur heim? Hversvegna er
hún ekki glaðleg?”
Þegar hún fékk ekkert svar sagði hún
viS mig: “Mamma, farðu nú að hlæja,
það er svo miklu meira gaman.”
Eg gat ekki stilt mig um að brosa, fað-
ir hennar brosti líka, en tár komu einnig
í ljós. Þegar eg var búin að hátta litlu
stúlkuna okkar bað eg til Guðs að hann
vildi sameina hjörtu okkar svo við gætum
orðið hamingjusöm aftur.
Þegar eg settist við borðið með handa-
vinnu mína, sagði maðurinn minn, sem
sat beint á móti mér: “Anna, þú ert alt
af svo vinnusöm.” Eg leit upp án þéss að
svara og keptist því betur við vinnuna.
“Anna,” sagði hann aftur, “allir fé-
lagar mínir tala urn hve hrein og þokka-
leg fötin min séu, þeir segja að eg hljóti
að eiga myndarlega konu.”
“Segja þeir það?” spurði eg og leit
upp aftur.
“Já,” svaraði hann, “og það er satt,
þú ert ágætis kona.”
Svo kom hann til mín, tók mig í faðm
sér og kysti mig. Eg ætlaði að slíta mig
í burtu og sagði: “Þér þykir ekkert vænt
um mig lengur, því þú talar aldrei hlýlegt
orð til mín.”
“E!n talar þú hlýlega til mín?” spurði
hann. “Réttu mér hendina, við skulum
fyrirgefa hvort öðru. tlver veit hve lengi
við fáum að vera saman. Við skulum
elska hvort annað og láta í ljósi ást okk-
ar meðan við höfum tækifæri.”
Eg rétti honum hendina, þaS var ham-
ingjusöm stund fyrir okkur. Það var
byrjun á nýju lífi. Við vorum ekki leng-
ur feimin við að segja að við elskuðum
hvort annað. Við vorum ósegjanlega
hamingjusöm.
Þessi hamingja varaði aðeins í sex mán-
uði, þá dó maðurinn minn. Ó- hve eg
hryggist yfir því að eg svo lengi vanrækti
að sýna honurn kærleika. Þess vegna segi
eg til allra eiginkvenna: “Sýndu í orði
og verki að þú elskir manninn þinn.
Láttu í ljósi ást þína til hans.”
Það kom nýlega í ljós af skýrslum í
Frakklandi að þar eru 480,000 búðir sem
selja áfengi, eða ein áfengis sölubúð fyrir
hverja 83 af íbúum landsins.
Kostnaður við að ala upp barn, frá
fæðingu til fullorðinsára er um $5,000,
segir uppeldisfræðingur Bandaríkjanna,
W. J. Cooper. þó aðeins með því móti að
unglingurinn gangi ekki á háskóla. Ef
hann þar á móti útskrifast úr 16. bekk
þá verður kostnaðurinn frá 20 til 25 þús-
undir dollara.