Stjarnan - 01.02.1933, Blaðsíða 13
STJARNAN
29
heldur en tíu fa'Sma fjarlægð nema hús-
eigandinn bjóÖi manni þaÖ, svo félagi
minn kallaÖi til þeirra, sem inni voru og
baÖ þá um húsaskjól, en þeir kváÖust ekk-
ert pláss hafa.
Við fórum út fyrir girÖinguna aftur og
litlu seinna sáum við vagn meÖ múlum
fyrir, við fylgdum honum eftir og kom-
umst þannig aÖ veitingahúsi. En þegar
þangaÖ kom kvaÖst veitingamaður ekkert
pláss hafa, við fengum hann þó til að
hýsa okkur.
Veitingahús þetta eins og önnur hús
þar í landi, var búið til úr bambusreyr og
leir hnoðað inn á milli. Gluggarúðurnar
voru úr bréfi. Eftir aÖ eg var búinn að
vera þar inni í fáeinar mínútur, gat eg
varla dregið andann fyrir reyk úr eld-
stæðinu og úr pípum þeirra, sem inni
voru. Reykjarpípur þessar voru alt að
tvö fet á lengd, en sumar styttri.
Okkur var gefið pláss uppi á pallinum
sem notaður var fyrir borð, sæti og rúm
handa öllum, sem þar voru saman komn-
ir. Eftir stutta stund kom matreiðslu-
maðurinn með nokkurs konar súpu í smá
skálum. Hvorki matreiðslumaðurinn, á-
höldin eða fæðan sýndist vera sérlega
hreinlegt, en eg hafði ekki bragðað heit-
an mat allan daginn svo eg hafði allgóða
matarlyst. Eg settist niður með kross-
lagða fætur eins og þar er siður og reyndi
i fyrsta skifti á æfinni að borða með.
tveimur smáspýtum eins og Kínverjar
gjöra, í stað þess að nota skeið. Þeir sem
viðstaddir voru höfðu sjáanlega gaman af
að horfa á mig á meðan eg var að borða.
Eg var bæða þreyttur og syfjaður en
hávaði gestanna hélt vöku fyrir mér, og
strá-teppið, sem eg lá á var svo þunt að
þaö var eins og eg lægi á grjóthörðu gólf-
inu, auk þess var mér of kalt til að geta
sofið. Eélagi minn sá að mér leið ekki
vel svo hann bað veitingamanninn að lána
mér ábreiðu, svo eg fékk part af flóka-
teppi, en það nægði ekki til að skýla mér
fyrir kuldanum, sem kom inn um rifurn-
ar á veggnum, en þrátt fyrir alt þetta
sofnaði eg þó að lokum.
Það hlýtur að hafa veriö um kl. 3 þeg-
ar eg vaknaði um morguninn, eg gat
ekki sofið fyrir kulda. Við fórum á fæt-
ur, borguðum veitingamanninum nokkur
cent, sem hann setti upp fyrir kvöldmat-
inn og gistinguna, og lögðum svo af stað,
við vonuðumst eftir að komast til
Shwang-chang-puo þá næsta kvöld.
Veðrið var nú orðið talsvert betra en
vindurinn var kaldur. Tungl var í fyll-
ingu svo það var nægilega bjart, en snjór-
inn huldi veginn svo gatan sást ekki.
Vinurinn næddi gegn um hin þunnu föt
mín, svo eg var orðinn hálf-stirðnaður
af kulda- en svo fórum við að hlaupa til
að halda á okkur hita. Mig sveið í augun
eftir reykinn á veitingahúsinu, svo vatn-
ið rann úr þeim niður kinnar mínar og
fraus þar.
Kringumstæður minar voru ekki sér-
lega glæsilegar, en eg bað vorn líknsama
himneska föður að gefa mér hugrekki og
krafta til að halda áfram, og þakkaði hon-
um innilega fyrir hinn góða samfylgdar-
mann, sem hann hafði sent mér. Eg hefði
verið illa farinn án hans.
Trúmenska
Trúmenska í þvi minsta gjörir mann-
inn færan um að takast á hendur meiri
ábyrgð. Guð gaf Daníel og vinum hans
tækifæri til að umgangast stórmenni
Babýlonar, til þess að heiðingjar þessir
fengju að þekkja grundvöll hinna sönnu
trúarbragða. Umkringdir af heiðni og
afguðadýrkun áttu Daníel og félagar hans
með lífi sínu að opinbera Guðs hugarfar.
Hvernig varð Daníel hæfur til að gegna
þeirri ábyrgðar og heiðurs stöðu, sem
honum var falin? Með því að vera trúr í
hinu minsta, það var leyndardómurinn
við líf hans og starf. Hann hafði það
hugfast að gjöra alt Guði til dýrðar.